Leikmenn fá bætur frá deildinni vegna starfshátta harðstjórans Heinze Valur Páll Eiríksson skrifar 19. ágúst 2021 07:00 Heinze á dögum sínum sem leikmaður ásamt Diego Maradona, þáverandi þjálfara Argentínu, á HM 2010. Mynd/Nordic Photos/Getty Leikmenn Atlanta United í bandarísku MLS-deildinni í fótbolta munu fá bætur frá deildinni vegna meðhöndlunar hins argentínska Gabriels Heinze á þeim meðan hann var við stjórnvölin hjá félaginu. Hann var nýlega rekinn úr starfi. Leikmannasamtök MLS-deildarinnar sendu inn kvörtun fyrir hönd leikmanna Atlanta United vegna skorts á frídögum undir stjórn Argentínumannsins. Sú kvörtun átti rétt á sér og munu leikmennirnir hljóta bætur frá MLS vegna þess samkvæmt ESPN. Heinze var rekinn í síðasta mánuði sem var sagt vegna margra vandamála, það stærsta eflaust gengi liðsins sem hafði aðeins unnið tvo af fyrstu 13 leikjum sínum í deildinni. Heinze átti þá í miklum deilum við Josef Martínez, stjörnuframherja liðsins og átti stirð samskipti við starfsfólk sitt. Stór ástæða þess var eflaust sú að hann braut á réttindum leikmanna. Leikmenn í MLS-deildinni eiga rétt á að minnsta kosti átta frídögum á átta vikna tímabili og ekki mega líða meira en tvær vikur án frídags. Heinze var fundinn sekur um að brjóta þær reglur en var auk þess seinn að gefa upp æfingaáætlun, sem varð þess valdandi að leikmenn þurftu að mæta með stuttum fyrirvara til æfinga, og neitaði leikmönnum um vatn á æfingum. Það gekk svo langt að læknisstarfsfólk hjá félaginu þurfti að grípa inn í svo leikmenn gætu vætt kverkarnar á erfiðum æfingum harðstjórans Heinze. Sources: #ATLUTD grievance over the denial of days off affirmed by MLS, players to be compensated: https://t.co/3GZL4wPyG7— Jeff Carlisle (@JeffreyCarlisle) August 18, 2021 Heinze er 43 ára gamall en starfið hjá Atlanta var hans fjórða á þjálfaraferlinum sem hófst 2015 hjá Godoy Cruz í heimalandi hans Argentínu. Hann þjálfaði Argentinos Juniors frá 2016 til 2017 þar sem hann vann B-deildina þar í landi, og Vélez Sarsfield við góðan orðstír frá 2017 til 2020 sem leiddi til starfsins hjá Atlanta. Hann var öflugur leikmaður á sínum tíma og spilaði 72 landsleiki fyrir Argentínu og spilaði á tveimur heimsmeistaramótum. Hann vann enskan meistaratitil með Manchester United árið 2007, spænska titilinn með Real Madrid 2008 og franska meistaratitilinn með Marseille 2010. MLS Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Sjá meira
Leikmannasamtök MLS-deildarinnar sendu inn kvörtun fyrir hönd leikmanna Atlanta United vegna skorts á frídögum undir stjórn Argentínumannsins. Sú kvörtun átti rétt á sér og munu leikmennirnir hljóta bætur frá MLS vegna þess samkvæmt ESPN. Heinze var rekinn í síðasta mánuði sem var sagt vegna margra vandamála, það stærsta eflaust gengi liðsins sem hafði aðeins unnið tvo af fyrstu 13 leikjum sínum í deildinni. Heinze átti þá í miklum deilum við Josef Martínez, stjörnuframherja liðsins og átti stirð samskipti við starfsfólk sitt. Stór ástæða þess var eflaust sú að hann braut á réttindum leikmanna. Leikmenn í MLS-deildinni eiga rétt á að minnsta kosti átta frídögum á átta vikna tímabili og ekki mega líða meira en tvær vikur án frídags. Heinze var fundinn sekur um að brjóta þær reglur en var auk þess seinn að gefa upp æfingaáætlun, sem varð þess valdandi að leikmenn þurftu að mæta með stuttum fyrirvara til æfinga, og neitaði leikmönnum um vatn á æfingum. Það gekk svo langt að læknisstarfsfólk hjá félaginu þurfti að grípa inn í svo leikmenn gætu vætt kverkarnar á erfiðum æfingum harðstjórans Heinze. Sources: #ATLUTD grievance over the denial of days off affirmed by MLS, players to be compensated: https://t.co/3GZL4wPyG7— Jeff Carlisle (@JeffreyCarlisle) August 18, 2021 Heinze er 43 ára gamall en starfið hjá Atlanta var hans fjórða á þjálfaraferlinum sem hófst 2015 hjá Godoy Cruz í heimalandi hans Argentínu. Hann þjálfaði Argentinos Juniors frá 2016 til 2017 þar sem hann vann B-deildina þar í landi, og Vélez Sarsfield við góðan orðstír frá 2017 til 2020 sem leiddi til starfsins hjá Atlanta. Hann var öflugur leikmaður á sínum tíma og spilaði 72 landsleiki fyrir Argentínu og spilaði á tveimur heimsmeistaramótum. Hann vann enskan meistaratitil með Manchester United árið 2007, spænska titilinn með Real Madrid 2008 og franska meistaratitilinn með Marseille 2010.
MLS Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Sjá meira