Leikmenn fá bætur frá deildinni vegna starfshátta harðstjórans Heinze Valur Páll Eiríksson skrifar 19. ágúst 2021 07:00 Heinze á dögum sínum sem leikmaður ásamt Diego Maradona, þáverandi þjálfara Argentínu, á HM 2010. Mynd/Nordic Photos/Getty Leikmenn Atlanta United í bandarísku MLS-deildinni í fótbolta munu fá bætur frá deildinni vegna meðhöndlunar hins argentínska Gabriels Heinze á þeim meðan hann var við stjórnvölin hjá félaginu. Hann var nýlega rekinn úr starfi. Leikmannasamtök MLS-deildarinnar sendu inn kvörtun fyrir hönd leikmanna Atlanta United vegna skorts á frídögum undir stjórn Argentínumannsins. Sú kvörtun átti rétt á sér og munu leikmennirnir hljóta bætur frá MLS vegna þess samkvæmt ESPN. Heinze var rekinn í síðasta mánuði sem var sagt vegna margra vandamála, það stærsta eflaust gengi liðsins sem hafði aðeins unnið tvo af fyrstu 13 leikjum sínum í deildinni. Heinze átti þá í miklum deilum við Josef Martínez, stjörnuframherja liðsins og átti stirð samskipti við starfsfólk sitt. Stór ástæða þess var eflaust sú að hann braut á réttindum leikmanna. Leikmenn í MLS-deildinni eiga rétt á að minnsta kosti átta frídögum á átta vikna tímabili og ekki mega líða meira en tvær vikur án frídags. Heinze var fundinn sekur um að brjóta þær reglur en var auk þess seinn að gefa upp æfingaáætlun, sem varð þess valdandi að leikmenn þurftu að mæta með stuttum fyrirvara til æfinga, og neitaði leikmönnum um vatn á æfingum. Það gekk svo langt að læknisstarfsfólk hjá félaginu þurfti að grípa inn í svo leikmenn gætu vætt kverkarnar á erfiðum æfingum harðstjórans Heinze. Sources: #ATLUTD grievance over the denial of days off affirmed by MLS, players to be compensated: https://t.co/3GZL4wPyG7— Jeff Carlisle (@JeffreyCarlisle) August 18, 2021 Heinze er 43 ára gamall en starfið hjá Atlanta var hans fjórða á þjálfaraferlinum sem hófst 2015 hjá Godoy Cruz í heimalandi hans Argentínu. Hann þjálfaði Argentinos Juniors frá 2016 til 2017 þar sem hann vann B-deildina þar í landi, og Vélez Sarsfield við góðan orðstír frá 2017 til 2020 sem leiddi til starfsins hjá Atlanta. Hann var öflugur leikmaður á sínum tíma og spilaði 72 landsleiki fyrir Argentínu og spilaði á tveimur heimsmeistaramótum. Hann vann enskan meistaratitil með Manchester United árið 2007, spænska titilinn með Real Madrid 2008 og franska meistaratitilinn með Marseille 2010. MLS Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Sjá meira
Leikmannasamtök MLS-deildarinnar sendu inn kvörtun fyrir hönd leikmanna Atlanta United vegna skorts á frídögum undir stjórn Argentínumannsins. Sú kvörtun átti rétt á sér og munu leikmennirnir hljóta bætur frá MLS vegna þess samkvæmt ESPN. Heinze var rekinn í síðasta mánuði sem var sagt vegna margra vandamála, það stærsta eflaust gengi liðsins sem hafði aðeins unnið tvo af fyrstu 13 leikjum sínum í deildinni. Heinze átti þá í miklum deilum við Josef Martínez, stjörnuframherja liðsins og átti stirð samskipti við starfsfólk sitt. Stór ástæða þess var eflaust sú að hann braut á réttindum leikmanna. Leikmenn í MLS-deildinni eiga rétt á að minnsta kosti átta frídögum á átta vikna tímabili og ekki mega líða meira en tvær vikur án frídags. Heinze var fundinn sekur um að brjóta þær reglur en var auk þess seinn að gefa upp æfingaáætlun, sem varð þess valdandi að leikmenn þurftu að mæta með stuttum fyrirvara til æfinga, og neitaði leikmönnum um vatn á æfingum. Það gekk svo langt að læknisstarfsfólk hjá félaginu þurfti að grípa inn í svo leikmenn gætu vætt kverkarnar á erfiðum æfingum harðstjórans Heinze. Sources: #ATLUTD grievance over the denial of days off affirmed by MLS, players to be compensated: https://t.co/3GZL4wPyG7— Jeff Carlisle (@JeffreyCarlisle) August 18, 2021 Heinze er 43 ára gamall en starfið hjá Atlanta var hans fjórða á þjálfaraferlinum sem hófst 2015 hjá Godoy Cruz í heimalandi hans Argentínu. Hann þjálfaði Argentinos Juniors frá 2016 til 2017 þar sem hann vann B-deildina þar í landi, og Vélez Sarsfield við góðan orðstír frá 2017 til 2020 sem leiddi til starfsins hjá Atlanta. Hann var öflugur leikmaður á sínum tíma og spilaði 72 landsleiki fyrir Argentínu og spilaði á tveimur heimsmeistaramótum. Hann vann enskan meistaratitil með Manchester United árið 2007, spænska titilinn með Real Madrid 2008 og franska meistaratitilinn með Marseille 2010.
MLS Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn