Handbolti.is greinir frá því að stjórn HSÍ hafi samþykkt tillögu mótanefndar um breytingu á Grill 66 deild karla þess efnis að bæði lið Kórdrengja og Berserkja taki sæti í deildinni. Áður hafði verið greint frá því að lið Berserkja taki sæti Víkings sem fluttist upp í Olís-deildina í stað Kríu.
Forsvarsmaður Kórdrengja, Hinrik Geir, staðfestir að liðið muni leika heimaleiki sína í Digranesi, en æfingar félagsins fari fram víða um borgina þar sem að tímar séu lausir.
Það verða því ellefu lið í Grill 66 deildinni í vetur, og samkvæmt HSÍ verður ný leikjadagskrá opinberuð á morgun.