Ólympíumeistarinn byrjar vel á opna breska hjá konunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2021 10:59 Nelly Korda bítur í Ólympíugullið sem hún vann á dögunum á leikunum í Tókýó. AP/Andy Wong Bandaríski kylfingurinn Nelly Korda var ein af þremur kylfingum sem léku best á fyrsta degi á opna breska meistaramótinu í golfi. Korda þykir eiga möguleika á að verða það sem Tiger Woods var fyrir karlagolfið en hún er efst á heimslistanum í golfi og varð Ólympíumeistari á dögunum í Tókýó. Það verður gaman að fylgjast með henni í framhaldinu en risamótið er i beinni á Stöð 2 Golf. World number one Nelly Korda, Madelene Sagstrom and Kim Sui-young share the clubhouse lead after the opening round of the Women's Open at Carnoustie.#bbcgolf— BBC Sport (@BBCSport) August 19, 2021 Korda lék á fimm höggum undir pari á fyrsta hring og deildi efsta sætinu með Madelene Sagstrom frá Svíþjóð og Kim Sei-young frá Suður Kóreu. Korda er aðeins 23 ára gömul og vann sitt fyrsta risamót í júní þegar hún lék best allra á PGA meistaramótinu. Skoski áhugamaðurinn Louise Duncan spilaði mjög vel á fyrstu átján holunum og var aðeins einu höggi á eftir efstu konum. Hún er á heimavelli en spilað er á Carnoustie vellinum í Skotlandi. The leaderboard after round one of the AIG Women's Open!What a day we have in store tomorrow!#WorldClass pic.twitter.com/OczhU3icsR— AIG Women s Open (@AIGWomensOpen) August 19, 2021 Englendingurinn Georgia Hall, sem vann opna breska meistaramótið árið 2018, átti möguleika á að vera í efsta sætinu en fékk skolla á lokaholu gærdagsins og endaði einu höggi á eftir Korda og félögum. Opna breska meistaramótið fer nú fram í 45. skiptið en það er spilað á fyrrnefndum Carnoustie golfvelli sem er við austurströnd Skotlands. Þetta er í annað skiptið sem mótið fer fram á þessum velli en það var líka spilað þar fyrir tíu árum síðan. Stöð 2 Golf sýnir beint frá mótinu. Útsendingin hófst klukkan 10.00 og stendur yfir til klukkan 17.00. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Golf Opna breska Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Korda þykir eiga möguleika á að verða það sem Tiger Woods var fyrir karlagolfið en hún er efst á heimslistanum í golfi og varð Ólympíumeistari á dögunum í Tókýó. Það verður gaman að fylgjast með henni í framhaldinu en risamótið er i beinni á Stöð 2 Golf. World number one Nelly Korda, Madelene Sagstrom and Kim Sui-young share the clubhouse lead after the opening round of the Women's Open at Carnoustie.#bbcgolf— BBC Sport (@BBCSport) August 19, 2021 Korda lék á fimm höggum undir pari á fyrsta hring og deildi efsta sætinu með Madelene Sagstrom frá Svíþjóð og Kim Sei-young frá Suður Kóreu. Korda er aðeins 23 ára gömul og vann sitt fyrsta risamót í júní þegar hún lék best allra á PGA meistaramótinu. Skoski áhugamaðurinn Louise Duncan spilaði mjög vel á fyrstu átján holunum og var aðeins einu höggi á eftir efstu konum. Hún er á heimavelli en spilað er á Carnoustie vellinum í Skotlandi. The leaderboard after round one of the AIG Women's Open!What a day we have in store tomorrow!#WorldClass pic.twitter.com/OczhU3icsR— AIG Women s Open (@AIGWomensOpen) August 19, 2021 Englendingurinn Georgia Hall, sem vann opna breska meistaramótið árið 2018, átti möguleika á að vera í efsta sætinu en fékk skolla á lokaholu gærdagsins og endaði einu höggi á eftir Korda og félögum. Opna breska meistaramótið fer nú fram í 45. skiptið en það er spilað á fyrrnefndum Carnoustie golfvelli sem er við austurströnd Skotlands. Þetta er í annað skiptið sem mótið fer fram á þessum velli en það var líka spilað þar fyrir tíu árum síðan. Stöð 2 Golf sýnir beint frá mótinu. Útsendingin hófst klukkan 10.00 og stendur yfir til klukkan 17.00. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Golf Opna breska Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira