Guðlaugur Victor var að venju í byrjunarliði Schalke sem hefur átt strembna byrjun á leiktíðinni. Liðið hafði unnið einn leik, tapað einum og gert eitt jafntefli í deildinni fyrir leik dagsins.
Jahn Regensburg var andstæðingur dagsins, lið sem var í fallbaráttu á síðustu leiktíð, en hafði fyrir leik dagsins ekki fengið á sig mark og með fullt hús stiga á toppi deildarinnar.
Eftir aðeins átta mínútur kom Jan-Niklas Beste Regensburg yfir og 1-0 stóð fyrir heimamenn í hléi. Aftur byrjuðu heimamenn vel eftir hlé en þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik tvöfaldaði Steve Breitkreuz forystu þeirra.
David Otto kom Regensburg 3-0 yfir á 72. mínútu áður en Simon Terodde skoraði sárabótamark fyrir Schalke á 81. mínútu og varð þar með sá fyrsti til að skora gegn Regenborgurum á leiktíðinni.
Fimm mínútum síðar innsiglaði Sarpreet Singh 4-1 sigur Regenburg sem með fullt hús stiga á toppi deildarinnar. Schalke er með fjögur stig eftir fjóra leiki í tólfta sæti.