Hverjir eru andstæðingar Breiðabliks? Valur Páll Eiríksson skrifar 22. ágúst 2021 12:46 Blikakonur mæta króatísku meisturunum sem skoruðu 136 mörk í deildarkeppninni heima fyrir á síðustu leiktíð. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik dróst í dag gegn Króatíumeisturum Osijek í 2. umferð Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Liðið sem vinnur einvígið fer í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Liðin drógust saman í dag og munu leika tvo leiki um sæti í riðlakeppninni. Sá fyrri fer fram 31. ágúst eða 1. september, og sá síðari 7. eða 8. september. Osijek vann Svartfjallalandsmeistara Breznica Pljevlja 5-0 og svo 1-0 sigur á Anderlecht frá Belgíu í fyrstu umferðinni til að komast í aðra umferðina. Á sama tíma vann Breiðablik 7-0 sigur á KÍ Klaksvík frá Færeyjum og 8-1 sigur á Gintra frá Litáen í gær. En hvaða lið er Osijek? Skoruðu 136 mörk í 20 leikjum Osijek er það sigursælasta í heimalandinu en félagið varð Króatíumeistari samfleytt frá árinu 1994 til 2003 og einnig frá 2007 til 2018. Eftir silfur 2019 og 2020 varð liðið meistari leiktíðina 2020-2021. Titilinn vann Osjiek á markatölu en liðið endaði jafnt Split að stigum. Bæði unnu alla sína leiki, fyrir utan innbyrðis viðureignar sem báðar fóru jafntefli í átta liða deildarkeppninni í Króatíu. Liðin voru jöfn að stigum eftir fyrstu 14 leikina en eftir það tekur við sér keppni milli efstu fjögurra liða deildarinnar. Þar gerðu þau tvisvar jafntefli, líkt og þau höfðu gert fyrr í deildarkeppninni, og luku keppni með 52 stig hvort. Blikakonur þurfa að hafa sérstakar gætur á markavélinni Lorenu Balic.Mynd/sportalo.hr Osijek var hins vegar með betri markatölu, 136-11 eftir 20 leiki, á meðan Split var með 95-12 í markatölu. Liðin tvö eru, og hafa verið, með töluverða yfirburði í króatíska boltanum síðustu ár. Breiðablik mun þurfa að hafa sérstakar gætur á framherjanum Lorenu Balic. Hún hefur verið markahæst hjá liðinu síðustu fjögur tímabil í röð, með 171 mark á þeim fjórum leiktíðum. Hún var markahæst í króatísku deildinni í fyrra með 44 mörk en önnur var liðsfélagi hennar Izabela Lojna með 31 mark. Lojna skoraði sigurmark liðsins gegn Anderlecht í gær. Töpuðu fyrir Stjörnunni 2018 Osijek mætti þáverandi Íslandsmeisturum Stjörnunnar í forkeppni Meistaradeildarinnar árið 2018 en Katrín Ásbjörnsdóttir tryggði Stjörnunni þar 1-0 sigur á þeim króatísku ytra. Forkeppnin var þá í formi riðils en Stjarnan vann þann riðil með fullt hús stiga. Katrín Ásbjörnsdóttir tryggði Stjörnunni sigur á Osijek árið 2018.vísir/eyþór Stjörnukonur unnu þá rússneska liðið Rossiyanka í 32-liða úrslitum áður en þær féllu úr keppni fyrir Slavia Prag í 16-liða úrslitum keppninnar. Osijek hefur tvisvar komist upp úr þeim forkeppnisriðli og í aðalkeppni Meistaradeildarinnar í fyrra fyrirkomulagi. Tímabilið 2011-12 tapaði liðið samanlagt 11-0 fyrir Gautaborg í 32-liða úrslitunum en 2014-15 tapaði það 7-2 fyrir Zurich frá Sviss. Meistaradeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Fleiri fréttir Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Sjá meira
Liðin drógust saman í dag og munu leika tvo leiki um sæti í riðlakeppninni. Sá fyrri fer fram 31. ágúst eða 1. september, og sá síðari 7. eða 8. september. Osijek vann Svartfjallalandsmeistara Breznica Pljevlja 5-0 og svo 1-0 sigur á Anderlecht frá Belgíu í fyrstu umferðinni til að komast í aðra umferðina. Á sama tíma vann Breiðablik 7-0 sigur á KÍ Klaksvík frá Færeyjum og 8-1 sigur á Gintra frá Litáen í gær. En hvaða lið er Osijek? Skoruðu 136 mörk í 20 leikjum Osijek er það sigursælasta í heimalandinu en félagið varð Króatíumeistari samfleytt frá árinu 1994 til 2003 og einnig frá 2007 til 2018. Eftir silfur 2019 og 2020 varð liðið meistari leiktíðina 2020-2021. Titilinn vann Osjiek á markatölu en liðið endaði jafnt Split að stigum. Bæði unnu alla sína leiki, fyrir utan innbyrðis viðureignar sem báðar fóru jafntefli í átta liða deildarkeppninni í Króatíu. Liðin voru jöfn að stigum eftir fyrstu 14 leikina en eftir það tekur við sér keppni milli efstu fjögurra liða deildarinnar. Þar gerðu þau tvisvar jafntefli, líkt og þau höfðu gert fyrr í deildarkeppninni, og luku keppni með 52 stig hvort. Blikakonur þurfa að hafa sérstakar gætur á markavélinni Lorenu Balic.Mynd/sportalo.hr Osijek var hins vegar með betri markatölu, 136-11 eftir 20 leiki, á meðan Split var með 95-12 í markatölu. Liðin tvö eru, og hafa verið, með töluverða yfirburði í króatíska boltanum síðustu ár. Breiðablik mun þurfa að hafa sérstakar gætur á framherjanum Lorenu Balic. Hún hefur verið markahæst hjá liðinu síðustu fjögur tímabil í röð, með 171 mark á þeim fjórum leiktíðum. Hún var markahæst í króatísku deildinni í fyrra með 44 mörk en önnur var liðsfélagi hennar Izabela Lojna með 31 mark. Lojna skoraði sigurmark liðsins gegn Anderlecht í gær. Töpuðu fyrir Stjörnunni 2018 Osijek mætti þáverandi Íslandsmeisturum Stjörnunnar í forkeppni Meistaradeildarinnar árið 2018 en Katrín Ásbjörnsdóttir tryggði Stjörnunni þar 1-0 sigur á þeim króatísku ytra. Forkeppnin var þá í formi riðils en Stjarnan vann þann riðil með fullt hús stiga. Katrín Ásbjörnsdóttir tryggði Stjörnunni sigur á Osijek árið 2018.vísir/eyþór Stjörnukonur unnu þá rússneska liðið Rossiyanka í 32-liða úrslitum áður en þær féllu úr keppni fyrir Slavia Prag í 16-liða úrslitum keppninnar. Osijek hefur tvisvar komist upp úr þeim forkeppnisriðli og í aðalkeppni Meistaradeildarinnar í fyrra fyrirkomulagi. Tímabilið 2011-12 tapaði liðið samanlagt 11-0 fyrir Gautaborg í 32-liða úrslitunum en 2014-15 tapaði það 7-2 fyrir Zurich frá Sviss.
Meistaradeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Fleiri fréttir Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Sjá meira