Framlög til mannúðaraðstoðar vegna stöðunnar í Afganistan Heimsljós 23. ágúst 2021 09:03 UN Photos Sameinuðu þjóðirnar hafa ítrekað mikilvægi þess að mannúðaraðgerðir haldi áfram í landinu Utanríkisráðuneytið hefur tilkynnt um 60 milljóna króna framlag til mannúðaraðstoðar í Afganistan. Verður framlaginu skipt jafnt á milli Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) og Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC). Báðar stofnanirnar hafa sérstöðu á sínu sviði, einkum hvað varðar aðgengi og þjónustu við fólk á átakasvæðum. Átök hafa staðið yfir í Afganistan í rúm fjörutíu ár og hefur mannúðarástand lengi verið mjög slæmt. Fyrr á árinu áætluðu Sameinuðu þjóðirnar að um helmingur afgönsku þjóðarinnar, eða um 18,4 milljónir, hafi þurft nauðsynlega á mannúðaraðstoð að halda og að einn af hverjum þremur íbúum hafi búið við hungur. Þá eru hátt í þrjár milljónir manna á flótta innanlands. Ljóst er að eftir atburði síðustu daga muni ástandið fara versnandi. Sameinuðu þjóðirnar hafa ítrekað mikilvægi þess að mannúðaraðgerðir haldi áfram í landinu en skortur á fjármagni til að veita lífsbjargandi aðstoð muni hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir afgönsku þjóðina. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Afganistan Þróunarsamvinna Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent
Utanríkisráðuneytið hefur tilkynnt um 60 milljóna króna framlag til mannúðaraðstoðar í Afganistan. Verður framlaginu skipt jafnt á milli Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) og Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC). Báðar stofnanirnar hafa sérstöðu á sínu sviði, einkum hvað varðar aðgengi og þjónustu við fólk á átakasvæðum. Átök hafa staðið yfir í Afganistan í rúm fjörutíu ár og hefur mannúðarástand lengi verið mjög slæmt. Fyrr á árinu áætluðu Sameinuðu þjóðirnar að um helmingur afgönsku þjóðarinnar, eða um 18,4 milljónir, hafi þurft nauðsynlega á mannúðaraðstoð að halda og að einn af hverjum þremur íbúum hafi búið við hungur. Þá eru hátt í þrjár milljónir manna á flótta innanlands. Ljóst er að eftir atburði síðustu daga muni ástandið fara versnandi. Sameinuðu þjóðirnar hafa ítrekað mikilvægi þess að mannúðaraðgerðir haldi áfram í landinu en skortur á fjármagni til að veita lífsbjargandi aðstoð muni hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir afgönsku þjóðina. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Afganistan Þróunarsamvinna Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent