Myndin er væntanleg í kvikmyndahús 17. desember næstkomandi. Vinsældir Köngulóamannsins hafa ekki minnkað og er mikill áhugi á þessari mynd. Stiklan hefur verið skoðuð yfir 21 milljón sinnum á Yotube í dag og hækka áhorfstölurnar hratt og örugglega.
Tom Holland fer aftur með hlutverk Peter Parker í þessari nýju kvikmynd um Kóngulóamanninn. Stikluna má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.