Á að bursta tennur fyrir eða eftir morgunmat? Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. ágúst 2021 15:30 Hvað sem skoðunum um hvort komi á undan, tannburstinn eða morgunmaturinn, þá er ljóst að tannlæknar mæla með því að fólk bursti tennur. Getty Það eru deildar meiningar meðal fólks um hvort bursta eigi tennur fyrir eða eftir morgunmat, í það minnsta hjá fólki sem burstar tennur yfir höfuð. Svarið gæti þó falist í samsetningu morgunmatarins, það er að segja, hvað fólk fær sér í morgunmat. Þetta kom fram í máli Írisar Þórsdóttur tannlæknis í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Það í rauninni skiptir máli hvað við erum að borða í morgunmat, hvort við megum bursta beint eftir. Ef við erum til dæmis að drekka appelsínudjús, þá skulum við bíða í hálftíma,“ segir Íris. Hún heldur áfram og útskýrir nánar hvað felst í burstun tanna á morgnana. „Það sem við erum að gera á morgnana er að hreinsa ákveðna bíófilmu af tönnunum, sem myndast yfir nóttina. Það er ekkert endilega nauðsynlegt að bursta morgunmatinn í burtu. Heldur erum við að bursta í burtu þessa bíófilmu sem er mjög klístruð og grípur svolítið vel í bakteríurnar yfir daginn,“ segir Íris. Því skipti ekki höfuðmáli hvort fólk bursti tennur fyrir eða eftir morgunmatinn, sem mörgum hefur verið kennt að sé mikilvægasta máltíð dagsins. Hins vegar sé ekki mælt með því að bursta tennur beint eftir að hafa fengið sér súran mat eða drykk. Með því sé fólk einfaldlega að nudda sýrunum á tennurnar, og því betra að bíða aðeins áður en burstinn er mundaður. „Þá verður glerungurinn svo veikur og við erum í rauninni bara að hjálpa til við að fjarlægja tannvef.“ Kvöldburstun ekki síður mikilvæg Íris segir þá einnig mikilvægt að fólk bursti tennur fyrir svefninn. „Það mikilvægasta er flúorinn í tannkreminu. Við getum burstað óhreinindin af tönnunum en með nútímamataræði eigum við ekki séns nema við notum flúor. Ef við myndum vera alveg gjörsamlega sykurfrí, þá myndum við kannski sleppa við það.“ Íris segir því mikilvægt að fólk skoli ekki tennurnar eftir kvöldburstun. „Vegna þess að við viljum fara að sofa þar sem að tannkremið liggur enn þá, einhver smá filma, yfir tönnunum.“ Af þessu má ráða að það mikilvægasta við burstun tannanna er ekki hvort hún á sér stað fyrir eða eftir morgunmat, heldur einfaldlega að henni sé sinnt. Viðtalið við Írisi í heild sinni má heyra hér ofar í fréttinni. Bítið Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
Þetta kom fram í máli Írisar Þórsdóttur tannlæknis í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Það í rauninni skiptir máli hvað við erum að borða í morgunmat, hvort við megum bursta beint eftir. Ef við erum til dæmis að drekka appelsínudjús, þá skulum við bíða í hálftíma,“ segir Íris. Hún heldur áfram og útskýrir nánar hvað felst í burstun tanna á morgnana. „Það sem við erum að gera á morgnana er að hreinsa ákveðna bíófilmu af tönnunum, sem myndast yfir nóttina. Það er ekkert endilega nauðsynlegt að bursta morgunmatinn í burtu. Heldur erum við að bursta í burtu þessa bíófilmu sem er mjög klístruð og grípur svolítið vel í bakteríurnar yfir daginn,“ segir Íris. Því skipti ekki höfuðmáli hvort fólk bursti tennur fyrir eða eftir morgunmatinn, sem mörgum hefur verið kennt að sé mikilvægasta máltíð dagsins. Hins vegar sé ekki mælt með því að bursta tennur beint eftir að hafa fengið sér súran mat eða drykk. Með því sé fólk einfaldlega að nudda sýrunum á tennurnar, og því betra að bíða aðeins áður en burstinn er mundaður. „Þá verður glerungurinn svo veikur og við erum í rauninni bara að hjálpa til við að fjarlægja tannvef.“ Kvöldburstun ekki síður mikilvæg Íris segir þá einnig mikilvægt að fólk bursti tennur fyrir svefninn. „Það mikilvægasta er flúorinn í tannkreminu. Við getum burstað óhreinindin af tönnunum en með nútímamataræði eigum við ekki séns nema við notum flúor. Ef við myndum vera alveg gjörsamlega sykurfrí, þá myndum við kannski sleppa við það.“ Íris segir því mikilvægt að fólk skoli ekki tennurnar eftir kvöldburstun. „Vegna þess að við viljum fara að sofa þar sem að tannkremið liggur enn þá, einhver smá filma, yfir tönnunum.“ Af þessu má ráða að það mikilvægasta við burstun tannanna er ekki hvort hún á sér stað fyrir eða eftir morgunmat, heldur einfaldlega að henni sé sinnt. Viðtalið við Írisi í heild sinni má heyra hér ofar í fréttinni.
Bítið Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira