Fannst grínið orðið að rútínu: „Mér leið eins og burkna á bak við sófa“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 25. ágúst 2021 09:31 Þorsteinn Guðmundsson er viðmælandi Begga Ólafs í 22.þætti af hlaðvarpinu 24/7. 24/7 Þorsteinn Guðmundsson, leikari, grínisti og sálfræðingur, er gestur í 22.þætti af hlaðvarpinu 24/7 sem er í umsjón Bergsveins Ólafssonar eða Begga Ólafs. Í þættinum segir Þorsteinn meðal annars frá því hvers vegna hann tók þá U-beygju að fara í sálfræði eftir farsælan feril sem leikari og grínisti. Þá ræða þeir Þorsteinn og Beggi um húmorinn, skilgreiningar, þunglyndi og margt fleira. „Ég hugsaði bara „Þetta sem ég er að gera í dag, er þetta allt sem ég get?“ ... Eða get ég nýtt þetta líf í að vera aðeins meira en ég er núna?,“ segir Þorsteinn um það hvernig það kom til að hann skráði sig í sálfræðinám 48 ára gamall. Þorsteinn segir það hafa verið stórt skref út fyrir þægindarammann að setjast aftur á skólabekk á þessum aldri. „Það var óþægilegt. Manni finnst maður ekki alltaf falla í hópinn og maður fær tilfinninguna að maður eigi ekki heima þarna, eðlilega. En ég hugsaði bara „á ég að láta þessa tilfinningu stjórna því hvað ég geri?“... Ég hefði ekki orðið uppistandari ef ég hefði alltaf látist stjórnast af því hvort það væri þægilegt. Þetta er alltaf óþægilegt skilurðu. Stundum verður maður bara að gera það sem er óþægilegt.“ Hrósið og klappið orðið merkingarlaust Þorsteinn segir að leiklistin og grínið hafi verið orðin að rútínu og hann vildi prófa eitthvað meira. Hann segir háskólanámið hafa verið ákveðna tilraun og að það hafi aðeins verið tilviljun að sálfræðin hafi orðið fyrir valinu. „Mér leið eins og svona burkna sem var á bak við sófa og þurfti aðeins að færa til í stofunni og vökva aðeins meira til þess að hann blómstraði. Ég var svona pínu að skrælna.“ Hann segir að viðurkenningin sem fylgi því að koma fram, hrósið og klappið, hafi verið orðið merkingarlaust fyrir sér. „Maður getur alveg verið í einhverju starfi í þrjátíu ár og svo hugsar maður „nú ætla ég að leggja eitthvað meira í þetta“ en þegar maður er búinn að gera það nokkrum sinnum, þá einhvern veginn kemur það ekki á óvart. Það verður enginn „challenge“, það verður bara meiri vinna.“ Ætlaði að hætta í leiklistinni og opna fótanuddstofu Þorsteinn segist kunna illa við að vera skilgreindur. Þótt hann sé menntaður leikari, líti hann ekki á sjálfan sig sem leikara dagsdaglega. Hann segir tilhneigingu fólks til þess að vilja skilgreina alla og flokka alla niður í einhver box vera sprottna út frá því að vilja útrýma samkeppni. „Ég man eftir því þegar Helga Braga vinkona mín var að slá í gegn í leiklistinni og ná svona þjóðarathygli, þá hitti hún hóp af leikkonum á kaffihúsi. Þá sögðu þær já þú ert alveg frábær gamanleikkona, þú ert svo góð grínleikkona... Vegna þess að þær vildu takmarka hana. Hún væri ekki góð leikkona en væri góð í þessu. Þar með væri hún ekki fyrir þeim sem vildu verða alvöru leikkonur. Þú ert að reyna setja fólk í einhverja kassa þannig þú þurfir ekki að keppa við það.“ Þá segir Þorsteinn það hafa verið hans mesta gæfuspor að kynnast eiginkonu sinni. Áður en hann kynntist henni segist hann hafa átt erfitt með að finna taktinn í lífinu. Til dæmis hafi hann ætlað að gefa leiklistarferilinn upp á bátinn til þess að fara í nám í fótanuddi og opna sína eigin fótanuddstofu í kjallaranum heima hjá ömmu sinni. „Ég var svolítið út um allt. Á tímabili var ég mikið á börunum. Ég er ekki alkóhólisti en ég drakk mikið og drakk illa og var svona í einhverju hálfgerðu rugli. Ég var með alls konar skrítnar hugmyndir.“ Hér má horfa á þáttinn í heild sinni. 24/7 með Begga Ólafs Uppistand Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Fleiri fréttir Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Sjá meira
„Ég hugsaði bara „Þetta sem ég er að gera í dag, er þetta allt sem ég get?“ ... Eða get ég nýtt þetta líf í að vera aðeins meira en ég er núna?,“ segir Þorsteinn um það hvernig það kom til að hann skráði sig í sálfræðinám 48 ára gamall. Þorsteinn segir það hafa verið stórt skref út fyrir þægindarammann að setjast aftur á skólabekk á þessum aldri. „Það var óþægilegt. Manni finnst maður ekki alltaf falla í hópinn og maður fær tilfinninguna að maður eigi ekki heima þarna, eðlilega. En ég hugsaði bara „á ég að láta þessa tilfinningu stjórna því hvað ég geri?“... Ég hefði ekki orðið uppistandari ef ég hefði alltaf látist stjórnast af því hvort það væri þægilegt. Þetta er alltaf óþægilegt skilurðu. Stundum verður maður bara að gera það sem er óþægilegt.“ Hrósið og klappið orðið merkingarlaust Þorsteinn segir að leiklistin og grínið hafi verið orðin að rútínu og hann vildi prófa eitthvað meira. Hann segir háskólanámið hafa verið ákveðna tilraun og að það hafi aðeins verið tilviljun að sálfræðin hafi orðið fyrir valinu. „Mér leið eins og svona burkna sem var á bak við sófa og þurfti aðeins að færa til í stofunni og vökva aðeins meira til þess að hann blómstraði. Ég var svona pínu að skrælna.“ Hann segir að viðurkenningin sem fylgi því að koma fram, hrósið og klappið, hafi verið orðið merkingarlaust fyrir sér. „Maður getur alveg verið í einhverju starfi í þrjátíu ár og svo hugsar maður „nú ætla ég að leggja eitthvað meira í þetta“ en þegar maður er búinn að gera það nokkrum sinnum, þá einhvern veginn kemur það ekki á óvart. Það verður enginn „challenge“, það verður bara meiri vinna.“ Ætlaði að hætta í leiklistinni og opna fótanuddstofu Þorsteinn segist kunna illa við að vera skilgreindur. Þótt hann sé menntaður leikari, líti hann ekki á sjálfan sig sem leikara dagsdaglega. Hann segir tilhneigingu fólks til þess að vilja skilgreina alla og flokka alla niður í einhver box vera sprottna út frá því að vilja útrýma samkeppni. „Ég man eftir því þegar Helga Braga vinkona mín var að slá í gegn í leiklistinni og ná svona þjóðarathygli, þá hitti hún hóp af leikkonum á kaffihúsi. Þá sögðu þær já þú ert alveg frábær gamanleikkona, þú ert svo góð grínleikkona... Vegna þess að þær vildu takmarka hana. Hún væri ekki góð leikkona en væri góð í þessu. Þar með væri hún ekki fyrir þeim sem vildu verða alvöru leikkonur. Þú ert að reyna setja fólk í einhverja kassa þannig þú þurfir ekki að keppa við það.“ Þá segir Þorsteinn það hafa verið hans mesta gæfuspor að kynnast eiginkonu sinni. Áður en hann kynntist henni segist hann hafa átt erfitt með að finna taktinn í lífinu. Til dæmis hafi hann ætlað að gefa leiklistarferilinn upp á bátinn til þess að fara í nám í fótanuddi og opna sína eigin fótanuddstofu í kjallaranum heima hjá ömmu sinni. „Ég var svolítið út um allt. Á tímabili var ég mikið á börunum. Ég er ekki alkóhólisti en ég drakk mikið og drakk illa og var svona í einhverju hálfgerðu rugli. Ég var með alls konar skrítnar hugmyndir.“ Hér má horfa á þáttinn í heild sinni.
24/7 með Begga Ólafs Uppistand Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Fleiri fréttir Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Sjá meira