Stina Blackstenius kom Häcken yfir þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik og staðan var því 1-0 þegar gengið var til búningsherbergja.
Stine Larsen tvöfaldaði forystu gestanna á 52. mínútu áður en Johanna Rytting Kaneryd breytti stöðunni í 3-0 þegar tæpar tuttugu mínútur voru til leiksloka.
Anna Welin klóraði í bakkann fyrir heimakonur í uppbótartíma og niðurstaðan því 3-1 sigur Häcken sem situr í öðru sæti deildarinnar með 29 stig. Kristianstad er með átta stigum minna í fimmta sæti.