„Þurfum ekki að heyra af nauðgunum, pyndingum eða mansali, við eigum bara að trúa“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 28. ágúst 2021 09:00 Þær Sara Mansour og Elínborg Harpa Önundardóttir eru viðmælendur Andreu Eyland í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Kviknar. Vísir/Vilhelm Baráttukonurnar Sara og Elínborg eru sammála um það að börn eigi ekki að þurfa koma fram í fréttum og almenningur eigi ekki að þurfa heyra þjáningarsögur fólks til þess að trúa því hve alvarlegur flóttamannavandinn sé í heiminum. Talið er að ein af hverjum tíu konum sem séu á flótta í heiminum séu barnshafandi eða með ungabarn á brjósti. Þær Sara Mansour og Elínborg Harpa Önundardóttir eru viðmælendur í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Kviknar. Andrea Eyland, þáttastjórnandi Kviknar, ræddi við þær um flóttabörn, þungaðar konur og nýbakaða foreldra á flótta og hvað við sem samfélag getum gert til þess að hjálpa. Sara og Elínborg ræða það hvers vegna það virðist ná betur til fólks þegar fréttir af flóttafólki innihalda lítil börn eða barnshafandi konur. „Það er örugglega þessi sameiginlega reynsla af því þú átt barn eða hefur verið barn og líka væntanlega að finnast börn eiga skilið öryggi og traust. En það sem mér finnst stundum svolítið hættulegt í fréttum er það sem er kallað þjáningarblæti,“ segir Elínborg. Hagsmunir almennings settir fram fyrir rétt barna Elínborg segir að forðast beri að setja börn í þá stöðu að þurfa koma fram í fréttunum. Staðreyndin sé einfaldlega sú að fullt af börnum og barnshafandi konum séu á flótta og það eigi ekki að þurfa sýna það í fréttunum til þess að nauðsynin sé raunverulega álitin brýn. „Mér finnst oft hagsmunir almennings á því að sjá einhvers konar þjáningu vera settir fram fyrir þennan rétt. Við verðum að sjá að eitthvað sé að til þess að trúa. Í stað þess að trúa því að fólk sem hefur verið hrakið í þetta ferðalag sé alltaf með hræðilega reynslu. Við þurfum ekki að vita nákvæmlega hvað gerðist. Við þurfum ekki að heyra af nauðgunum, mansali eða pyndingum. Við eigum bara að trúa,“ segir Sara og tekur undir orð Elínborgar. Þær segja að vandamálið liggi bæði hjá samfélaginu og stjórnsýslunni. Minnsta ósamræmi í vitnisburði flóttafólks í viðtölum hjá stjórnsýslunni sé notað gegn þeim. Elínborg segir dæmi um slíkt ósamræmi vera ef einstaklingur greinir ekki frá því að hann sé hinsegin í fyrsta viðtali, einfaldlega vegna þess að í heimalandinu yrði hann drepinn fyrir það. „Þetta er kannski stærsta áfall í lífi fólks og það er bara ætlast til þess að þau komi bara til landsins og tilkynni öllum bara að þau hafi verið misnotuð,“ segir Sara. Þá eru þær sammála um það að tengslanet flóttafólks á Íslandi skipti sköpum þegar kemur að baráttunni gegn brottvísun. Því öflugri sem tengslin séu, því sterkari stöðu sé viðkomandi í. „Ég held að séu margar fjölskyldur sem við missum af, sem fá ekki tækifæri til þess að tengjast íslenskum aðgerðarsinnum eftir að þau fá síðustu neitunina sína og ná þá kannski ekki að berjast jafn grimmt fyrir sínum málum eins og sumar fjölskyldur hafa getað gert með stuðningi frá almenningi og aðgerðarsinnum,“ segir Elínborg. Þá segja þær að það sé markvisst reynt að halda flóttafólki einangruðu frá samfélaginu og vinnumarkaði til þess að þeim takist ekki að skapa sér tengslanet. „Ekki leyfa fólki að fara inn í eitthvað svona kerfistölutal“ „Þannig að það er það sem er verið að reyna gera. Það er verið að reyna einangra þetta fólk þannig það hafi engin tengsl og þá sé enginn er að fara berjast fyrir þeim.“ Andrea spyr þær hvað við sem samfélag getum gert til þess að hjálpa en þær segja umræðu, aktívisma og pólitískan þrýsting skipta miklu máli. „Það er mikilvægt að draga fólk til ábyrgðar og vera óhrætt að taka þessar umræður og einmitt fara inn á mannlega þáttinn og ekki leyfa fólki að fara inn á eitthvað svona kerfistölutal,“ segir Elínborg. „Við þurfum að trúa fólki og ekki ganga út frá því að ástæðan fyrir brottvísun sé að ákvarðanirnar séu skynsamlegar eða siðferðislegar. Þær eru það ekki.“ Hlusta má á þáttinn í heild sinni á Spotify eða í spilaranum hér að ofan. Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland. Kviknar Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Breytingaskeiðið er meira en sveittar og pirraðar eldri konur „Þetta byrjar oft með því að konur fara að fá styttri tíðahring, það er í raun fyrsta merkið um að þú ert að nálgast þetta breytingaskeið,“ segir Hanna Lilja Oddgeirsdóttir sérnámslæknir í kvensjúkdóma- og fæðingarlækningum. 24. ágúst 2021 07:01 Trúa því að drengurinn sé faðir Elínar endurfæddur „Ég hef alltaf séð fyrir mér mig sem móður og hefur alltaf langað til þess að eignast fjölskyldu,“ segir Elín Kristjánsdóttir sem eignaðist á dögunum sitt fyrsta barn. 15. ágúst 2021 08:00 Mest lesið Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Lífið Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Fleiri fréttir Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Sjá meira
Þær Sara Mansour og Elínborg Harpa Önundardóttir eru viðmælendur í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Kviknar. Andrea Eyland, þáttastjórnandi Kviknar, ræddi við þær um flóttabörn, þungaðar konur og nýbakaða foreldra á flótta og hvað við sem samfélag getum gert til þess að hjálpa. Sara og Elínborg ræða það hvers vegna það virðist ná betur til fólks þegar fréttir af flóttafólki innihalda lítil börn eða barnshafandi konur. „Það er örugglega þessi sameiginlega reynsla af því þú átt barn eða hefur verið barn og líka væntanlega að finnast börn eiga skilið öryggi og traust. En það sem mér finnst stundum svolítið hættulegt í fréttum er það sem er kallað þjáningarblæti,“ segir Elínborg. Hagsmunir almennings settir fram fyrir rétt barna Elínborg segir að forðast beri að setja börn í þá stöðu að þurfa koma fram í fréttunum. Staðreyndin sé einfaldlega sú að fullt af börnum og barnshafandi konum séu á flótta og það eigi ekki að þurfa sýna það í fréttunum til þess að nauðsynin sé raunverulega álitin brýn. „Mér finnst oft hagsmunir almennings á því að sjá einhvers konar þjáningu vera settir fram fyrir þennan rétt. Við verðum að sjá að eitthvað sé að til þess að trúa. Í stað þess að trúa því að fólk sem hefur verið hrakið í þetta ferðalag sé alltaf með hræðilega reynslu. Við þurfum ekki að vita nákvæmlega hvað gerðist. Við þurfum ekki að heyra af nauðgunum, mansali eða pyndingum. Við eigum bara að trúa,“ segir Sara og tekur undir orð Elínborgar. Þær segja að vandamálið liggi bæði hjá samfélaginu og stjórnsýslunni. Minnsta ósamræmi í vitnisburði flóttafólks í viðtölum hjá stjórnsýslunni sé notað gegn þeim. Elínborg segir dæmi um slíkt ósamræmi vera ef einstaklingur greinir ekki frá því að hann sé hinsegin í fyrsta viðtali, einfaldlega vegna þess að í heimalandinu yrði hann drepinn fyrir það. „Þetta er kannski stærsta áfall í lífi fólks og það er bara ætlast til þess að þau komi bara til landsins og tilkynni öllum bara að þau hafi verið misnotuð,“ segir Sara. Þá eru þær sammála um það að tengslanet flóttafólks á Íslandi skipti sköpum þegar kemur að baráttunni gegn brottvísun. Því öflugri sem tengslin séu, því sterkari stöðu sé viðkomandi í. „Ég held að séu margar fjölskyldur sem við missum af, sem fá ekki tækifæri til þess að tengjast íslenskum aðgerðarsinnum eftir að þau fá síðustu neitunina sína og ná þá kannski ekki að berjast jafn grimmt fyrir sínum málum eins og sumar fjölskyldur hafa getað gert með stuðningi frá almenningi og aðgerðarsinnum,“ segir Elínborg. Þá segja þær að það sé markvisst reynt að halda flóttafólki einangruðu frá samfélaginu og vinnumarkaði til þess að þeim takist ekki að skapa sér tengslanet. „Ekki leyfa fólki að fara inn í eitthvað svona kerfistölutal“ „Þannig að það er það sem er verið að reyna gera. Það er verið að reyna einangra þetta fólk þannig það hafi engin tengsl og þá sé enginn er að fara berjast fyrir þeim.“ Andrea spyr þær hvað við sem samfélag getum gert til þess að hjálpa en þær segja umræðu, aktívisma og pólitískan þrýsting skipta miklu máli. „Það er mikilvægt að draga fólk til ábyrgðar og vera óhrætt að taka þessar umræður og einmitt fara inn á mannlega þáttinn og ekki leyfa fólki að fara inn á eitthvað svona kerfistölutal,“ segir Elínborg. „Við þurfum að trúa fólki og ekki ganga út frá því að ástæðan fyrir brottvísun sé að ákvarðanirnar séu skynsamlegar eða siðferðislegar. Þær eru það ekki.“ Hlusta má á þáttinn í heild sinni á Spotify eða í spilaranum hér að ofan. Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Kviknar Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Breytingaskeiðið er meira en sveittar og pirraðar eldri konur „Þetta byrjar oft með því að konur fara að fá styttri tíðahring, það er í raun fyrsta merkið um að þú ert að nálgast þetta breytingaskeið,“ segir Hanna Lilja Oddgeirsdóttir sérnámslæknir í kvensjúkdóma- og fæðingarlækningum. 24. ágúst 2021 07:01 Trúa því að drengurinn sé faðir Elínar endurfæddur „Ég hef alltaf séð fyrir mér mig sem móður og hefur alltaf langað til þess að eignast fjölskyldu,“ segir Elín Kristjánsdóttir sem eignaðist á dögunum sitt fyrsta barn. 15. ágúst 2021 08:00 Mest lesið Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Lífið Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Fleiri fréttir Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Sjá meira
Breytingaskeiðið er meira en sveittar og pirraðar eldri konur „Þetta byrjar oft með því að konur fara að fá styttri tíðahring, það er í raun fyrsta merkið um að þú ert að nálgast þetta breytingaskeið,“ segir Hanna Lilja Oddgeirsdóttir sérnámslæknir í kvensjúkdóma- og fæðingarlækningum. 24. ágúst 2021 07:01
Trúa því að drengurinn sé faðir Elínar endurfæddur „Ég hef alltaf séð fyrir mér mig sem móður og hefur alltaf langað til þess að eignast fjölskyldu,“ segir Elín Kristjánsdóttir sem eignaðist á dögunum sitt fyrsta barn. 15. ágúst 2021 08:00