Vallea mætir Dusty í úrslitum Stórmeistaramótsins í CS:GO Snorri Rafn Hallsson skrifar 30. ágúst 2021 14:58 Annar keppnisdagur í Stórmeistarmótinu í CS:GO fór fram í gær, þar sem lið Kórdrengja, Vallea, KR og Fylkis kepptu um sæti í úrslitaleik mótsins. Það lið sem hafði betur í þremur viðureignum fór áfram í undanúrslitaleik sem leikinn var í lok kvölds í gær. Hart var barist víða um völl og veittu nýju liðin þeim reyndari góða samkeppni. Að lokum stóðu Vallea uppi sem sigurvegarar kvöldsins og mæta þeir Dusty í úrslitakeppninni sem fram fer næstu helgi. 8 liða úrslit Vallea - Kórdrengir Í fyrstu viðureign dagsins mættust þaulreynt lið Vallea ferskum Kórdrengjum. Vallea lék á síðasta tímabili undir hatti XY Esports, en Kórdrengir gerðu góða hluti í fyrstu deildinni. Á áskorendamótinu spiluðu Kórdrengir vel saman og sköpuðu tækifæri hver fyrir annan, en fyrir fram var talið að þeir þyrftu að vera bæði árásargjarnir og skapandi til að eiga séns í gríðarlega öflugt lið Vallea. Fyrsta kortið sem liðin tókust á í var Train að vali Kórdrengja. Train kortið verður ekki í boði á næsta tímabili og því var afar skemmtilegt að sjá hve mörg lið völdu að spila þar í gærkvöldi. Kórdrengir hófu leikinn í sókn (Terrorists) en strax í fyrstu umferðum var ljóst að þeir ættu við ofurefli að etja. Kórdrengir voru í vandræðum með efnahaginn á meðan leikmenn Vallea voru pollrólegir og tóku enga sénsa. Vallea komust í 6-1 með skipulögðum lotum gegn skammbyssuvopnuðum Kórdrengjum, sem þó tókst að sækja sér þrjár lotur í röð. Kórdrengjum gekk ágætlega að skapa vandræði fyrir Vallea en reyndist erfitt að fylgja því eftir og vinna loturnar þegar á réði. Staða í hálfleik: Vallea 10 - 5 Kórdrengir Vallea sigldi langt fram úr síðari hálfleik og nýtti þar hæfileika sína í að skipta um stöður á mönnum til að koma í veg fyrir að Kórdrengir gætu lesið leikinn. Kórdrengir þurftu því að reiða sig á einstaklingsframtakið til að halda sér í leiknum og sýndu svo sannarlega að á því sviði eiga þeir mikið inni. Hver leikmaðurinn á fætur öðrum steig upp og sótti bráðnauðsynlegar fellur til að klóra í bakkann. Þannig gekk þeim mun betur að sigra lotur í síðari hálfleik en að dugði ekki til. Síðasta lotan var æsispennandi þar sem Stalz náði að snúa vopnunum í höndum Kórdrengja og tryggja Vallea sigurinn úr erfiðri stöðu 2 gegn 4. Þrátt fyrir að spila sig betur saman og styðja hvor annan féllu Kórdrengir fyrir gríðarlegri seiglu Vallea sem skilaði þeim sigri í fyrstu viðureigninni. Lokastaða: Vallea 16 - 12 Kórdrengir Vallea höfðu virst örlítið ryðgaðir í fyrsta leiknum en annað kom á daginn eftir því sem á leið á keppnina. Önnur viðureign liðanna fór fram í Inferno þar sem Vallea hóf leikinn í sókn. Framan af voru liðin hnífjöfn. Í Inferno skiptir öllu máli að framkvæma aðgerð rétt og vera með tímasetningar á hreinu og tókst Kórdrengjum að nýta sér það að Vallea voru ekki eins agaðir og þeir eiga að sér að vera. Í upphafi sátu Kórdrengir fyrir Vallea sem hendi of mörgum líkömum í ómarkvissar aðgerðir sem lítið hafðist upp úr. Í stöðunni 5-5 færðist leikurinn þó á vald Vallea sem hafði fundið rónna og agann sem vanalega einkennir liðið. Þeir fóru hægt og skipulega um kortið til að teygja á vörn Kórdrengja sem fylgdu reyksprengjum og öðrum búnaði ekki nærri nógu vel eftir. Þeir hefðu þurft að vera óhræddari við að sækja sér færi í vörninni. Staða í hálfleik: Vallea 9 - 6 Kórdrengir Vallea hafði betur í fyrstu lotu síðari hálfleiks en Kórdrengir tóku við sér, keyrðu upp hraðann og sóttu þannig þrjár lotur í röð. Kórdrengir þurftu að taka áhættu en þegar leikmenn Vallea komust upp á lagið með að sækja sér upplýsingar um staðsetningu leikmanna var Kórdrengjum rækilega refsað. Samskiptin í liði Vallea voru hreinlega betri og þannig gátu þeir sniðið aðgerðir sínar að leik Kórdrengja sem þó veittu ágætis viðspyrnu. Lokastaða Vallea 16 - 10 Kórdrengir Þannig hafði Vallea betur 2-0 gegn Kórdrengjum án þess að þurfa að reiða sig á frammistöðu tiltekinna einstaklinga. Reynslan skilaði sér í markvissari leik, en það verður spennandi að sjá hvernig Kórdrengjum vegnar í Vodafonedeildinni í vetur þegar þeir öðlast meiri reynslu og slípa leik sinn til. Hápunkta leiksins má sjá hér: KR - Fylkir Í annarri viðureign kvöldsins mættust lið KR og Fylkis. Jolli fer fyrir glænýju liði Fylkis en hann hefur verið duglegur að sækja hæfileikaríka leikmenn í neðri deildirnar og koma þeim í þá efstu. Uppistaðan í liði Fylkis núna er í raun leikmannahópur 7AM sem lenti í öðru sæti fyrstu deildarinnar á síðasta tímabili. KR-ingar voru þó taldir líklegri til sigurs enda hefur liðið leikið lengi saman. Mikil eftirvænting ríkti eftir því að sjá hvernig nýr leikmaður KR, Clvr, myndi sóma sér í liði sem var í toppbaráttunni við Dusty allt síðasta tímabil. Þessi viðureign var því í raun ákveðin prófraun fyrir Fylksisliðið sem þurfti að sýna að þeir ættu heima í efstu deild Fylkir átti fyrsta val kvöldsins og skelltu sér beint í uppáhalds kortið sitt Nuke þar sem Fylkir hóf leikinn í sókn. Það var greinilegt að Fylki leið vel í upphafi leiks. Eftir mikinn hasar í fyrstu lotu hægði liðið örlítið á leiknum, leitaði KR-ingana uppi og uppskar sigur í fyrstu fimm lotunum. KR-ingar eru þó engir aukvisar í Nuke og er Auddzh einmitt þekktur fyrir glæsilega taka með AWG á útisvæðinu. Það tók KR þó nokkurn tíma til að koma sér í gang, og munaði mestu um að Ofvirkur komst ekki á blað fyrr en í elleftu lotu. Áhugavert var að KR skyldi spila með tvo vappa í vörninni en það gerði þeim erfitt fyrir í endurtökulotum, en þegar þeir komust í gang, þá komust þeir svo sannarlega í gang. KR tengdi saman síðustu þrjár loturnar og var það á herðum Auddzh sem náði 17 fellum í fyrri hálfleik til að halda KR inni í leiknum. Staða í hálfleik: KR 7 - 8 Fylkir KR sótti af fullum krafti í upphafi síðari hálfleiks til að komast yfir. Um leið og þeir gátu keypt byssur kom púki í þá sem erfitt var að eiga við. Fylkismenn voru þá langt því frá búnir að gefast upp. Pat skilaði miklu fyrir liðið auk Jolla sem var gríðarlega öflugur en hápunktur liðsins var klárlega þegar K-dot náði fjórum fellum í einni umferð til að jafna leikinn. Hvorugt liðið náði að tengja saman margar lotur í röð fyrr en leikurinn loks snerist KR í vil á lokasprettinum. Fylkismenn voru blankir sem KR nýtti sér til að opna snemma í lotunum og klára dæmið. Lokastaða: KR 16 - 13 Fylkir Leikurinn var sá jafnast fram að þessu. Fylkismenn fóru frábærlega af stað en KR-ingar sem eru þekktir fyrir að þurfa tíma til að koma sér í gang skiluðu sínu. Auddzh átti enn einn stórleikinn í Nuke og naut hann þar aðstoðar liðsfélaganna í að henda flössum og reyksprengjum til að rugla andstæðingana. Næst var leikið í Train þar sem KR tók óhefðbundna ákvörðun og byrjaði í sókn í eigin korti. KR hóf leikinn á sniðugri fléttu þar sem þeir unnu einvígi af löngu færi og Capping felldi þrjá andstæðinga til að hefja annan leikinn af krafti. Þeim tókst ítrekað að fella Fylkismenn snemma og opna tækifæri tila ð setja sprengjuna niður. Fylkismenn voru hins vegar ragir við að reyna að að aftengja enda oft ekki með nægan mannskap til þess. K-dot var ekki eins snöggur í gang og í leiknum á undan en í níundu lotu fór hann hægt og rólega og felldi alla leikmenn KR. Einn rólegasti ás sem sést hefur lengi. Auddzh og Jolli tókust trekk í trekk á við rauða stigann þar sem Auddzh hafði iðulega betur, en það var til marks um gott skipulag KR að Fylki tókst sjaldan að brjóta sér leið í gegn. Auddzh kláraði svo síðustu lotu hálfleiksins með þrefaldri fellu til að klemma lotu sem ekki hefði átt að fara til KR þar sem sprengjan féll á mjög óheppilegum stað. Staða í hálfleik: KR 11 - 4 Fylkir Fyrsta lota í síðara hálfleik var fullkomin hjá KR þar sem Clvr felldi þrjá andstæðinga með tveimur Beretta-skammbyssum, og það er ljóst að hann fellur vel inn í lið KR. Fylkismenn áttu erfitt uppdráttar enda KR-ingar gríðarlega sterkir í Train. KR-ingar héldu sig saman til að svara tilraunum Fylkis um hæl og áttu aldrei á hættu að missa þetta frá sér. Til að kóróna allt saman felldi Auddzh Jolla við rauða stigann í síðustu lotunni sem Clvr lokaði fyrir KR Lokastaða: KR 16 - 7 Fylkir Hápunkta leiksins má sjá hér: Undanúrslit Vallea - KR Þá var loks komið að leiknum sem allir höfðu beðið eftir þegar Vallea mætti KR í síðari undanúrslitaleik Stórmeistaramótsins. Undanúrslitaviðureiginin var sannkölluð veisla þar sem liðin buðu áhorfendum í heimsreisu, frá Bandaríkjunum til Rússlands og loks til Ítalíu. Það kom ekki á óvart að Vallea skyldu velja Nuke til að hefja viðureignina enda þekkja þeir vel til á kortinu. Vallea hófu leikinn í sókn og komust fljótt í mjög góða stöðu. Með vel staðsettum reyksprengjum náði Vallea ítrekað að læðast inn í bygginguna en það leikskipulag skilaði Vallea gríðarlega miklu. KR þurfti að sækja sér upplýsingar til að reyna að sjá við þeim, en þá voru Vallea ekki lengi að fella þá. Það gerði KR afar erfitt fyrir að reyna endurtökur og féllu flestar loturnar Vallea í vil. Yfirvegunin skein úr leik Vallea þar sem tóku enga sénsa og voru ekki með neina stæla. Allt eftir bókinni. Einu skiptin sem KR átti einhvern möguleika var þegar þeir þeir biðu átekta en það var einfaldlega ekki nóg. Spike og Narfi fóru á kostum á meðan Auddzh sem hafði borðið höfuð og herðar yfir aðra leikmenn á móti Fylki var hvergi að sjá. Vallea fékk að spila sinn leik eins og þeir vildu og uppskáru vel, en það lifnaði örlítið yfir KR í lok hálfleiks. Staða í hálfleik: Vallea 10 - 5 KR Vallea hélt uppteknum hætti í síðara hálfleik og þjarmaði sífellt meira að KR, sem tókst einungis að sigra eina lotu með glæsilegri klemmu frá Clvr sem skaut Narfa milli tanka og aftengdi sprengjuna á síðustu stundu. Komust lýsendur svo að orði að Vallea væri eins og kyrkislanga sem hægt og rólega murkaði lífið úr liði KR. Liðsmenn Vallea hittu gríðarlega vel og nýttu færin en Spike stóð upp úr sem langheitasti leikmaður leiksins. Lokastaða: Vallea 16 - 6 KR Næst var förinni var heitið til Rússlands þar sem KR valdi Train og byrjaði í sókn. Engan bilbug var að finna á liðsmönnum Vallea sem nýttu sér meðbyrinn til að komast í yfirburðarstöðu í öðrum leik kvölsins. Vallea varðist vel og svaraði fellum af mikilli ró og yfirvegun. Vallea lenti í minni háttar basli þegar þeir þurftu að rétta við efnahaginn eftir erfiða lotu gegn KR, en þess fyrir utan tókst þeim að halda sér á lífi lotu eftir og lotu. Útlitið var afar slæmt fyrir KR sem enn og aftur voru lengi í gang á meðan Narfi og Spike léku á als oddi. Staða í hálfleik: Vallea 11- 4 KR Ekki skánaði það þegar Vallea komust í 14 - 7 eftir 21 lotu og allt leit út fyrir að þeir væru með níu fingur á miðanum í úrslitaleikinn. Narfi og Spike voru við það að gera út um vonir KR-inga þegar Capping sneri tuttugustu og annari lotu við með þrefaldri fellu á Scout. Það er til marks um þann styrk og kraft sem býr í liði KR að einhvern veginn tókst þeim að hrista vandræðin af sér og búa til eina svakalegustu endurkomu sem sést hefur lengi. Ótrúlegt en satt gekk KR betur með skammbyssur í sparlotum og náðu þannig að halda aftur af efnahag Vallea. Trekk í trekk náðu þeir að veikja sókn Vallea með fellum snemma í lotum og settu þannig mikla pressu á Vallea sem stóð ekki undir henni. Capping var einstaklega líflegur KR- megin þegar þeir unnu sex lotur í röð, en fjórföld fella Narfa kom Vallea í sigurstöðu þegar einungis tvær lotur voru eftir. KR-ingar gripu þá til þess ráðs að leika með tvo vappa og náðu að kreista fram framlengingu í síðustu lotunni. Staða eftir venjulegan leiktíma: Vallea 15 - 15 KR Það var ljóst að meiri árangur náðist þegar liðin voru í vörn og KR nýtti meðbyrinn til að sigra fyrstu þrjár loturnar í framlengingu. Í þrítugustu og fjórðu lotu missti Narfi óheppilega af öllum liðsmönnum KR og Capping felldi þrjá til að tryggja KR ótrúlegan sigur í annarri viðureign liðanna. Lokastaða: Vallea 15 - 18 KR Einstaklingsframtakið skilaði KR þessum sigri og því fór fram hrein úrslitaviðureign í Inferno sem byrjaði á hnífalotu upp á hver fengi að velja sér hlið í Kortinu. Capping felldi þrjá og enn og aftur kaus KR að byrja í sókn. Í þetta skiptið var meðbyrinn KR megin og ákefðin mikil. Í fyrstu sjö lotunum náði Vallea einungis einu stigi þegar Goa7er náði að aftengja sprengjuna einn síns liðs með einungis 1hp. Tæpara getur það ekki staðið. Það hafði þó lítið að segja því framan af var leikurinn á valdi KR og krækti Auddzh sér í glæsilegan ás eftir að hafa komið niður sprengju, en hann beið pollrólegur eftir færi og hausaði andstæðinginn. Eftir það komst líf í Vallea sem þétti vörnina til muna og drap aðgerðir KR í fæðingu. Tíminn rann út hjá KR til að ná að gera sér mat úr einhverju og þegar upp var staðið var fyrri hálfleikur eins jafn og hugsast getur. Staða í hálfleik: Vallea 7 - 8 KR Hvorugt liðið gaf á sér auðveld færi og hélst spennan fram eftir síðari hálfleik. KR sigldi örlítið fram úr til að byrja með, leikmenn liðsins voru sjóðheitir og stefndi allt í að KR hefði betur. Þegar KR var með 12 lotur gegn átta tók liðið afdrifaríkt leikhlé til að róa mannskapinn aðeins en eftir það hvorki gekk né rak hjá liðinu. Narfa tókst ítrekað að opna vörn KR með sniðugum aðgerðum og það veitti þeim þann kraft sem Vallea þurfti til að skapa sína eigin endurkomu. Síðustu 8 lotur leiksins enduðu í vasa Vallea sem gerðu fá mistök og tryggðu sér sæti í úrslitunum. Lokaúrslit: Vallea 16 - 12 KR Vallea mætir því Dusty í úrslitaleik Stórmeistaramótsins sem fram fer laugardaginn 4. september og það er aldrei að vita hvort þeim takist að steypa meisturunum af stóli. Hápunkta leiksins má sjá hér: Rafíþróttir Vodafone-deildin Tengdar fréttir Dusty tryggði sér sæti í úrslitum Stórmeistaramótsins í CS:GO Fyrsti keppnisdagur í Stórmeistarmótinu í CS:GO fór fram í gær, þar sem lið Rafmos, Dusty, Þórs og XY kepptu um sæti í úrslitaleik mótsins. Það lið sem hafði betur í þremur viðureignum fór áfram í undanúrslitaleik sem leikinn var í lok kvölds í gær. 29. ágúst 2021 12:16 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti
Hart var barist víða um völl og veittu nýju liðin þeim reyndari góða samkeppni. Að lokum stóðu Vallea uppi sem sigurvegarar kvöldsins og mæta þeir Dusty í úrslitakeppninni sem fram fer næstu helgi. 8 liða úrslit Vallea - Kórdrengir Í fyrstu viðureign dagsins mættust þaulreynt lið Vallea ferskum Kórdrengjum. Vallea lék á síðasta tímabili undir hatti XY Esports, en Kórdrengir gerðu góða hluti í fyrstu deildinni. Á áskorendamótinu spiluðu Kórdrengir vel saman og sköpuðu tækifæri hver fyrir annan, en fyrir fram var talið að þeir þyrftu að vera bæði árásargjarnir og skapandi til að eiga séns í gríðarlega öflugt lið Vallea. Fyrsta kortið sem liðin tókust á í var Train að vali Kórdrengja. Train kortið verður ekki í boði á næsta tímabili og því var afar skemmtilegt að sjá hve mörg lið völdu að spila þar í gærkvöldi. Kórdrengir hófu leikinn í sókn (Terrorists) en strax í fyrstu umferðum var ljóst að þeir ættu við ofurefli að etja. Kórdrengir voru í vandræðum með efnahaginn á meðan leikmenn Vallea voru pollrólegir og tóku enga sénsa. Vallea komust í 6-1 með skipulögðum lotum gegn skammbyssuvopnuðum Kórdrengjum, sem þó tókst að sækja sér þrjár lotur í röð. Kórdrengjum gekk ágætlega að skapa vandræði fyrir Vallea en reyndist erfitt að fylgja því eftir og vinna loturnar þegar á réði. Staða í hálfleik: Vallea 10 - 5 Kórdrengir Vallea sigldi langt fram úr síðari hálfleik og nýtti þar hæfileika sína í að skipta um stöður á mönnum til að koma í veg fyrir að Kórdrengir gætu lesið leikinn. Kórdrengir þurftu því að reiða sig á einstaklingsframtakið til að halda sér í leiknum og sýndu svo sannarlega að á því sviði eiga þeir mikið inni. Hver leikmaðurinn á fætur öðrum steig upp og sótti bráðnauðsynlegar fellur til að klóra í bakkann. Þannig gekk þeim mun betur að sigra lotur í síðari hálfleik en að dugði ekki til. Síðasta lotan var æsispennandi þar sem Stalz náði að snúa vopnunum í höndum Kórdrengja og tryggja Vallea sigurinn úr erfiðri stöðu 2 gegn 4. Þrátt fyrir að spila sig betur saman og styðja hvor annan féllu Kórdrengir fyrir gríðarlegri seiglu Vallea sem skilaði þeim sigri í fyrstu viðureigninni. Lokastaða: Vallea 16 - 12 Kórdrengir Vallea höfðu virst örlítið ryðgaðir í fyrsta leiknum en annað kom á daginn eftir því sem á leið á keppnina. Önnur viðureign liðanna fór fram í Inferno þar sem Vallea hóf leikinn í sókn. Framan af voru liðin hnífjöfn. Í Inferno skiptir öllu máli að framkvæma aðgerð rétt og vera með tímasetningar á hreinu og tókst Kórdrengjum að nýta sér það að Vallea voru ekki eins agaðir og þeir eiga að sér að vera. Í upphafi sátu Kórdrengir fyrir Vallea sem hendi of mörgum líkömum í ómarkvissar aðgerðir sem lítið hafðist upp úr. Í stöðunni 5-5 færðist leikurinn þó á vald Vallea sem hafði fundið rónna og agann sem vanalega einkennir liðið. Þeir fóru hægt og skipulega um kortið til að teygja á vörn Kórdrengja sem fylgdu reyksprengjum og öðrum búnaði ekki nærri nógu vel eftir. Þeir hefðu þurft að vera óhræddari við að sækja sér færi í vörninni. Staða í hálfleik: Vallea 9 - 6 Kórdrengir Vallea hafði betur í fyrstu lotu síðari hálfleiks en Kórdrengir tóku við sér, keyrðu upp hraðann og sóttu þannig þrjár lotur í röð. Kórdrengir þurftu að taka áhættu en þegar leikmenn Vallea komust upp á lagið með að sækja sér upplýsingar um staðsetningu leikmanna var Kórdrengjum rækilega refsað. Samskiptin í liði Vallea voru hreinlega betri og þannig gátu þeir sniðið aðgerðir sínar að leik Kórdrengja sem þó veittu ágætis viðspyrnu. Lokastaða Vallea 16 - 10 Kórdrengir Þannig hafði Vallea betur 2-0 gegn Kórdrengjum án þess að þurfa að reiða sig á frammistöðu tiltekinna einstaklinga. Reynslan skilaði sér í markvissari leik, en það verður spennandi að sjá hvernig Kórdrengjum vegnar í Vodafonedeildinni í vetur þegar þeir öðlast meiri reynslu og slípa leik sinn til. Hápunkta leiksins má sjá hér: KR - Fylkir Í annarri viðureign kvöldsins mættust lið KR og Fylkis. Jolli fer fyrir glænýju liði Fylkis en hann hefur verið duglegur að sækja hæfileikaríka leikmenn í neðri deildirnar og koma þeim í þá efstu. Uppistaðan í liði Fylkis núna er í raun leikmannahópur 7AM sem lenti í öðru sæti fyrstu deildarinnar á síðasta tímabili. KR-ingar voru þó taldir líklegri til sigurs enda hefur liðið leikið lengi saman. Mikil eftirvænting ríkti eftir því að sjá hvernig nýr leikmaður KR, Clvr, myndi sóma sér í liði sem var í toppbaráttunni við Dusty allt síðasta tímabil. Þessi viðureign var því í raun ákveðin prófraun fyrir Fylksisliðið sem þurfti að sýna að þeir ættu heima í efstu deild Fylkir átti fyrsta val kvöldsins og skelltu sér beint í uppáhalds kortið sitt Nuke þar sem Fylkir hóf leikinn í sókn. Það var greinilegt að Fylki leið vel í upphafi leiks. Eftir mikinn hasar í fyrstu lotu hægði liðið örlítið á leiknum, leitaði KR-ingana uppi og uppskar sigur í fyrstu fimm lotunum. KR-ingar eru þó engir aukvisar í Nuke og er Auddzh einmitt þekktur fyrir glæsilega taka með AWG á útisvæðinu. Það tók KR þó nokkurn tíma til að koma sér í gang, og munaði mestu um að Ofvirkur komst ekki á blað fyrr en í elleftu lotu. Áhugavert var að KR skyldi spila með tvo vappa í vörninni en það gerði þeim erfitt fyrir í endurtökulotum, en þegar þeir komust í gang, þá komust þeir svo sannarlega í gang. KR tengdi saman síðustu þrjár loturnar og var það á herðum Auddzh sem náði 17 fellum í fyrri hálfleik til að halda KR inni í leiknum. Staða í hálfleik: KR 7 - 8 Fylkir KR sótti af fullum krafti í upphafi síðari hálfleiks til að komast yfir. Um leið og þeir gátu keypt byssur kom púki í þá sem erfitt var að eiga við. Fylkismenn voru þá langt því frá búnir að gefast upp. Pat skilaði miklu fyrir liðið auk Jolla sem var gríðarlega öflugur en hápunktur liðsins var klárlega þegar K-dot náði fjórum fellum í einni umferð til að jafna leikinn. Hvorugt liðið náði að tengja saman margar lotur í röð fyrr en leikurinn loks snerist KR í vil á lokasprettinum. Fylkismenn voru blankir sem KR nýtti sér til að opna snemma í lotunum og klára dæmið. Lokastaða: KR 16 - 13 Fylkir Leikurinn var sá jafnast fram að þessu. Fylkismenn fóru frábærlega af stað en KR-ingar sem eru þekktir fyrir að þurfa tíma til að koma sér í gang skiluðu sínu. Auddzh átti enn einn stórleikinn í Nuke og naut hann þar aðstoðar liðsfélaganna í að henda flössum og reyksprengjum til að rugla andstæðingana. Næst var leikið í Train þar sem KR tók óhefðbundna ákvörðun og byrjaði í sókn í eigin korti. KR hóf leikinn á sniðugri fléttu þar sem þeir unnu einvígi af löngu færi og Capping felldi þrjá andstæðinga til að hefja annan leikinn af krafti. Þeim tókst ítrekað að fella Fylkismenn snemma og opna tækifæri tila ð setja sprengjuna niður. Fylkismenn voru hins vegar ragir við að reyna að að aftengja enda oft ekki með nægan mannskap til þess. K-dot var ekki eins snöggur í gang og í leiknum á undan en í níundu lotu fór hann hægt og rólega og felldi alla leikmenn KR. Einn rólegasti ás sem sést hefur lengi. Auddzh og Jolli tókust trekk í trekk á við rauða stigann þar sem Auddzh hafði iðulega betur, en það var til marks um gott skipulag KR að Fylki tókst sjaldan að brjóta sér leið í gegn. Auddzh kláraði svo síðustu lotu hálfleiksins með þrefaldri fellu til að klemma lotu sem ekki hefði átt að fara til KR þar sem sprengjan féll á mjög óheppilegum stað. Staða í hálfleik: KR 11 - 4 Fylkir Fyrsta lota í síðara hálfleik var fullkomin hjá KR þar sem Clvr felldi þrjá andstæðinga með tveimur Beretta-skammbyssum, og það er ljóst að hann fellur vel inn í lið KR. Fylkismenn áttu erfitt uppdráttar enda KR-ingar gríðarlega sterkir í Train. KR-ingar héldu sig saman til að svara tilraunum Fylkis um hæl og áttu aldrei á hættu að missa þetta frá sér. Til að kóróna allt saman felldi Auddzh Jolla við rauða stigann í síðustu lotunni sem Clvr lokaði fyrir KR Lokastaða: KR 16 - 7 Fylkir Hápunkta leiksins má sjá hér: Undanúrslit Vallea - KR Þá var loks komið að leiknum sem allir höfðu beðið eftir þegar Vallea mætti KR í síðari undanúrslitaleik Stórmeistaramótsins. Undanúrslitaviðureiginin var sannkölluð veisla þar sem liðin buðu áhorfendum í heimsreisu, frá Bandaríkjunum til Rússlands og loks til Ítalíu. Það kom ekki á óvart að Vallea skyldu velja Nuke til að hefja viðureignina enda þekkja þeir vel til á kortinu. Vallea hófu leikinn í sókn og komust fljótt í mjög góða stöðu. Með vel staðsettum reyksprengjum náði Vallea ítrekað að læðast inn í bygginguna en það leikskipulag skilaði Vallea gríðarlega miklu. KR þurfti að sækja sér upplýsingar til að reyna að sjá við þeim, en þá voru Vallea ekki lengi að fella þá. Það gerði KR afar erfitt fyrir að reyna endurtökur og féllu flestar loturnar Vallea í vil. Yfirvegunin skein úr leik Vallea þar sem tóku enga sénsa og voru ekki með neina stæla. Allt eftir bókinni. Einu skiptin sem KR átti einhvern möguleika var þegar þeir þeir biðu átekta en það var einfaldlega ekki nóg. Spike og Narfi fóru á kostum á meðan Auddzh sem hafði borðið höfuð og herðar yfir aðra leikmenn á móti Fylki var hvergi að sjá. Vallea fékk að spila sinn leik eins og þeir vildu og uppskáru vel, en það lifnaði örlítið yfir KR í lok hálfleiks. Staða í hálfleik: Vallea 10 - 5 KR Vallea hélt uppteknum hætti í síðara hálfleik og þjarmaði sífellt meira að KR, sem tókst einungis að sigra eina lotu með glæsilegri klemmu frá Clvr sem skaut Narfa milli tanka og aftengdi sprengjuna á síðustu stundu. Komust lýsendur svo að orði að Vallea væri eins og kyrkislanga sem hægt og rólega murkaði lífið úr liði KR. Liðsmenn Vallea hittu gríðarlega vel og nýttu færin en Spike stóð upp úr sem langheitasti leikmaður leiksins. Lokastaða: Vallea 16 - 6 KR Næst var förinni var heitið til Rússlands þar sem KR valdi Train og byrjaði í sókn. Engan bilbug var að finna á liðsmönnum Vallea sem nýttu sér meðbyrinn til að komast í yfirburðarstöðu í öðrum leik kvölsins. Vallea varðist vel og svaraði fellum af mikilli ró og yfirvegun. Vallea lenti í minni háttar basli þegar þeir þurftu að rétta við efnahaginn eftir erfiða lotu gegn KR, en þess fyrir utan tókst þeim að halda sér á lífi lotu eftir og lotu. Útlitið var afar slæmt fyrir KR sem enn og aftur voru lengi í gang á meðan Narfi og Spike léku á als oddi. Staða í hálfleik: Vallea 11- 4 KR Ekki skánaði það þegar Vallea komust í 14 - 7 eftir 21 lotu og allt leit út fyrir að þeir væru með níu fingur á miðanum í úrslitaleikinn. Narfi og Spike voru við það að gera út um vonir KR-inga þegar Capping sneri tuttugustu og annari lotu við með þrefaldri fellu á Scout. Það er til marks um þann styrk og kraft sem býr í liði KR að einhvern veginn tókst þeim að hrista vandræðin af sér og búa til eina svakalegustu endurkomu sem sést hefur lengi. Ótrúlegt en satt gekk KR betur með skammbyssur í sparlotum og náðu þannig að halda aftur af efnahag Vallea. Trekk í trekk náðu þeir að veikja sókn Vallea með fellum snemma í lotum og settu þannig mikla pressu á Vallea sem stóð ekki undir henni. Capping var einstaklega líflegur KR- megin þegar þeir unnu sex lotur í röð, en fjórföld fella Narfa kom Vallea í sigurstöðu þegar einungis tvær lotur voru eftir. KR-ingar gripu þá til þess ráðs að leika með tvo vappa og náðu að kreista fram framlengingu í síðustu lotunni. Staða eftir venjulegan leiktíma: Vallea 15 - 15 KR Það var ljóst að meiri árangur náðist þegar liðin voru í vörn og KR nýtti meðbyrinn til að sigra fyrstu þrjár loturnar í framlengingu. Í þrítugustu og fjórðu lotu missti Narfi óheppilega af öllum liðsmönnum KR og Capping felldi þrjá til að tryggja KR ótrúlegan sigur í annarri viðureign liðanna. Lokastaða: Vallea 15 - 18 KR Einstaklingsframtakið skilaði KR þessum sigri og því fór fram hrein úrslitaviðureign í Inferno sem byrjaði á hnífalotu upp á hver fengi að velja sér hlið í Kortinu. Capping felldi þrjá og enn og aftur kaus KR að byrja í sókn. Í þetta skiptið var meðbyrinn KR megin og ákefðin mikil. Í fyrstu sjö lotunum náði Vallea einungis einu stigi þegar Goa7er náði að aftengja sprengjuna einn síns liðs með einungis 1hp. Tæpara getur það ekki staðið. Það hafði þó lítið að segja því framan af var leikurinn á valdi KR og krækti Auddzh sér í glæsilegan ás eftir að hafa komið niður sprengju, en hann beið pollrólegur eftir færi og hausaði andstæðinginn. Eftir það komst líf í Vallea sem þétti vörnina til muna og drap aðgerðir KR í fæðingu. Tíminn rann út hjá KR til að ná að gera sér mat úr einhverju og þegar upp var staðið var fyrri hálfleikur eins jafn og hugsast getur. Staða í hálfleik: Vallea 7 - 8 KR Hvorugt liðið gaf á sér auðveld færi og hélst spennan fram eftir síðari hálfleik. KR sigldi örlítið fram úr til að byrja með, leikmenn liðsins voru sjóðheitir og stefndi allt í að KR hefði betur. Þegar KR var með 12 lotur gegn átta tók liðið afdrifaríkt leikhlé til að róa mannskapinn aðeins en eftir það hvorki gekk né rak hjá liðinu. Narfa tókst ítrekað að opna vörn KR með sniðugum aðgerðum og það veitti þeim þann kraft sem Vallea þurfti til að skapa sína eigin endurkomu. Síðustu 8 lotur leiksins enduðu í vasa Vallea sem gerðu fá mistök og tryggðu sér sæti í úrslitunum. Lokaúrslit: Vallea 16 - 12 KR Vallea mætir því Dusty í úrslitaleik Stórmeistaramótsins sem fram fer laugardaginn 4. september og það er aldrei að vita hvort þeim takist að steypa meisturunum af stóli. Hápunkta leiksins má sjá hér:
Rafíþróttir Vodafone-deildin Tengdar fréttir Dusty tryggði sér sæti í úrslitum Stórmeistaramótsins í CS:GO Fyrsti keppnisdagur í Stórmeistarmótinu í CS:GO fór fram í gær, þar sem lið Rafmos, Dusty, Þórs og XY kepptu um sæti í úrslitaleik mótsins. Það lið sem hafði betur í þremur viðureignum fór áfram í undanúrslitaleik sem leikinn var í lok kvölds í gær. 29. ágúst 2021 12:16 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti
Dusty tryggði sér sæti í úrslitum Stórmeistaramótsins í CS:GO Fyrsti keppnisdagur í Stórmeistarmótinu í CS:GO fór fram í gær, þar sem lið Rafmos, Dusty, Þórs og XY kepptu um sæti í úrslitaleik mótsins. Það lið sem hafði betur í þremur viðureignum fór áfram í undanúrslitaleik sem leikinn var í lok kvölds í gær. 29. ágúst 2021 12:16