Innilokaður í tíu daga en hélt lífi í vonum KR: „Ekki planið að ég spilaði“ Sindri Sverrisson skrifar 31. ágúst 2021 08:50 Kristinn Jónsson hefur verið algjör lykilmaður í liði KR síðustu ár. Vísir/Hulda Margrét Eftir að hafa verið lokaður inni í eigin húsnæði í tíu daga á meðan hann jafnaði sig af kórónuveirusmiti fékk Kristinn Jónsson óvænt að koma inn á í leik KR gegn Leikni í fyrradag. Hann var ekki ryðgaðri en svo að hann skoraði bæði mörk KR í afar dýrmætum 2-1 sigri í Pepsi Max-deildinni í fótbolta. „Það er bara jákvætt að maður sé farinn að pota inn einhverjum mörkum. Kannski sérstaklega í ljósi þess að það var ekki planið fyrir leik að ég spilaði neitt. Þetta bara fór þannig að maður fékk nokkrar mínútur í seinni hálfleik og bara gaman að því,“ sagði Kristinn við Vísi. Hann kom inn á gegn Leikni á 64. mínútu og skoraði svo tvö mörk, í annað sinn á ferlinum. Með sigrinum á KR enn möguleika á að ná Evrópusæti en þetta var þriðji sigur liðsins í röð. KR er í 4. sæti og nú aðeins stigi á eftir Val. Kristinn veiktist eftir 1-0 sigur KR gegn HK í Kórnum 16. ágúst. Liðsfélagar hans fóru því í sóttkví og fresta þurfti leik við ÍA sem KR vann svo síðastliðinn miðvikudag. Kristinn var þá enn í einangrun vegna smitsins. „Ég losnaði úr einangrun á miðnætti á föstudaginn og var búinn að vera lokaður inni í tíu daga. Ég var því ekkert búinn að hreyfa mig að neinu viti eða gera neitt í talsverðan tíma fyrir leikinn við Leikni. Við ætluðum bara að hafa mig til taks á bekknum ef að eitthvað óvænt kæmi upp og planið fyrir fram var ekki að nota mig,“ sagði Kristinn. Hann hefur hins vegar lítinn áhuga á að nota sömu rútínu fyrir fleiri leiki, það er að segja að loka sig inni í fleiri daga: „Nei, svona helst ekki,“ sagði Kristinn hlæjandi. Aðeins meira en venjuleg flensueinkenni „Þetta er ekki skemmtilegt líf, eins og fólk kannast eflaust við þessa dagana, að vera lokaður inni hjá sér í sóttkví eða einangrun. Ég fékk beinverki og frekar ljótan hósta, og slappleika, í svona fjóra daga eða svo. Þetta var ekkert meira en það. Svona aðeins meira en venjuleg flensueinkenni. Ég var svo búinn að vera einkennalaus í fjóra daga áður en ég losnaði úr einangrun, en ekki búinn að hreyfa mig mikið nema með því að labba um íbúðina og eitthvað slíkt,“ sagði Kristinn. Kristinn er ekki búinn að afskrifa möguleikann á að verða Íslandsmeistari en myndi annars kjósa að Breiðablik landaði titlinum.vísir/hulda margrét Eins og fyrr segir á KR enn möguleika á að enda meðal þriggja efstu liða deildarinnar og komast í Evrópukeppni á næstu leiktíð. Þrjú Evrópusæti eru í boði á Íslandi en ef að bikarmeistararnir enda ekki meðal þriggja efstu liða deildarinnar munu aðeins tvö efstu liðin fá Evrópusæti. Þrjár umferðir eru eftir af deildinni og Breiðablik efst með 41 stig, Víkingur næst með 39, Valur með 36 og KR 35. „Eins og þetta er að spilast þá er þetta fljótt að breytast. Það eru níu stig eftir í pottinum og við eigum eftir innbyrðis leik við Víkinga þannig að ef að við gerum okkar þá er Evrópusætið okkar. Það er ekkert flóknara en það,“ sagði Kristinn. Ef ekki KR þá Breiðablik Ef að KR nær ekki að landa titlinum viðurkennir Kristinn að honum hugnist best að Breiðablik landi sínum öðrum Íslandsmeistaratitli: „Ég á marga félaga í Breiðabliki. Í dag eru þeir hins vegar mótherjar mínir og að sjálfsögðu vonast ég til þess að þeir tapi stigum á lokasprettinum og að við vinnum okkar leiki. Á meðan að við eigum möguleika vonar maður að sjálfsögðu að hin liðin tapi. En ég viðurkenni það, að af þessum þremur liðum þá vona ég að þeir félagar og vinir sem ég á í Breiðabliki komi til með að klára dæmið, ef það verða ekki við,“ sagði Kristinn. Pepsi Max-deild karla KR Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lof og last: Sóknarleikur Blika, markvörslur Ingvars, Kiddi Jóns, Marley Blair og reynsluboltar Fylkis Enn einni umferðinni Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu lauk í gærkvöld. Það hefur mikið gengið á undanfarna tvö daga og hér að neðan má sjá hvað á skilið lof og hvað á skilið last. Taka skal fram að þetta er eingöngu skoðun blaðamanns og er aðallega gert til skemmtunar. 30. ágúst 2021 14:00 Sjáðu sjö mörk Blika, glæsimark Björns Daníel, ótrúlega innkomu Kristins og markið sem skaut HK upp úr fallsæti Alls fóru fimm leikir fram í Pepsi Max deild karla í fótbolta í gær og var nóg um að vera. Hér að neðan má sjá öll mörkin sem litu dagsins ljós ásamt rauða spjaldinu sem fór á loft inn í Kór. 30. ágúst 2021 09:15 Umfjöllun og viðtöl: KR – Leiknir R. 2-1 | Mögnuð endurkoma KR og Evrópuvonin lifir enn Kristinn Jónsson kom KR til bjargar gegn nýliðum Leiknis í Pepsi Max deild karla í kvöld. 29. ágúst 2021 20:00 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Fleiri fréttir Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Í beinni: Víkingur - Vllaznia | Þurfa að vinna upp tapið ytra Í beinni: Valur - Kauno Zalgiris | Allt jafnt fyrir seinni leikinn KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Hverjar mæta FH í úrslitum? Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Sjá meira
„Það er bara jákvætt að maður sé farinn að pota inn einhverjum mörkum. Kannski sérstaklega í ljósi þess að það var ekki planið fyrir leik að ég spilaði neitt. Þetta bara fór þannig að maður fékk nokkrar mínútur í seinni hálfleik og bara gaman að því,“ sagði Kristinn við Vísi. Hann kom inn á gegn Leikni á 64. mínútu og skoraði svo tvö mörk, í annað sinn á ferlinum. Með sigrinum á KR enn möguleika á að ná Evrópusæti en þetta var þriðji sigur liðsins í röð. KR er í 4. sæti og nú aðeins stigi á eftir Val. Kristinn veiktist eftir 1-0 sigur KR gegn HK í Kórnum 16. ágúst. Liðsfélagar hans fóru því í sóttkví og fresta þurfti leik við ÍA sem KR vann svo síðastliðinn miðvikudag. Kristinn var þá enn í einangrun vegna smitsins. „Ég losnaði úr einangrun á miðnætti á föstudaginn og var búinn að vera lokaður inni í tíu daga. Ég var því ekkert búinn að hreyfa mig að neinu viti eða gera neitt í talsverðan tíma fyrir leikinn við Leikni. Við ætluðum bara að hafa mig til taks á bekknum ef að eitthvað óvænt kæmi upp og planið fyrir fram var ekki að nota mig,“ sagði Kristinn. Hann hefur hins vegar lítinn áhuga á að nota sömu rútínu fyrir fleiri leiki, það er að segja að loka sig inni í fleiri daga: „Nei, svona helst ekki,“ sagði Kristinn hlæjandi. Aðeins meira en venjuleg flensueinkenni „Þetta er ekki skemmtilegt líf, eins og fólk kannast eflaust við þessa dagana, að vera lokaður inni hjá sér í sóttkví eða einangrun. Ég fékk beinverki og frekar ljótan hósta, og slappleika, í svona fjóra daga eða svo. Þetta var ekkert meira en það. Svona aðeins meira en venjuleg flensueinkenni. Ég var svo búinn að vera einkennalaus í fjóra daga áður en ég losnaði úr einangrun, en ekki búinn að hreyfa mig mikið nema með því að labba um íbúðina og eitthvað slíkt,“ sagði Kristinn. Kristinn er ekki búinn að afskrifa möguleikann á að verða Íslandsmeistari en myndi annars kjósa að Breiðablik landaði titlinum.vísir/hulda margrét Eins og fyrr segir á KR enn möguleika á að enda meðal þriggja efstu liða deildarinnar og komast í Evrópukeppni á næstu leiktíð. Þrjú Evrópusæti eru í boði á Íslandi en ef að bikarmeistararnir enda ekki meðal þriggja efstu liða deildarinnar munu aðeins tvö efstu liðin fá Evrópusæti. Þrjár umferðir eru eftir af deildinni og Breiðablik efst með 41 stig, Víkingur næst með 39, Valur með 36 og KR 35. „Eins og þetta er að spilast þá er þetta fljótt að breytast. Það eru níu stig eftir í pottinum og við eigum eftir innbyrðis leik við Víkinga þannig að ef að við gerum okkar þá er Evrópusætið okkar. Það er ekkert flóknara en það,“ sagði Kristinn. Ef ekki KR þá Breiðablik Ef að KR nær ekki að landa titlinum viðurkennir Kristinn að honum hugnist best að Breiðablik landi sínum öðrum Íslandsmeistaratitli: „Ég á marga félaga í Breiðabliki. Í dag eru þeir hins vegar mótherjar mínir og að sjálfsögðu vonast ég til þess að þeir tapi stigum á lokasprettinum og að við vinnum okkar leiki. Á meðan að við eigum möguleika vonar maður að sjálfsögðu að hin liðin tapi. En ég viðurkenni það, að af þessum þremur liðum þá vona ég að þeir félagar og vinir sem ég á í Breiðabliki komi til með að klára dæmið, ef það verða ekki við,“ sagði Kristinn.
Pepsi Max-deild karla KR Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lof og last: Sóknarleikur Blika, markvörslur Ingvars, Kiddi Jóns, Marley Blair og reynsluboltar Fylkis Enn einni umferðinni Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu lauk í gærkvöld. Það hefur mikið gengið á undanfarna tvö daga og hér að neðan má sjá hvað á skilið lof og hvað á skilið last. Taka skal fram að þetta er eingöngu skoðun blaðamanns og er aðallega gert til skemmtunar. 30. ágúst 2021 14:00 Sjáðu sjö mörk Blika, glæsimark Björns Daníel, ótrúlega innkomu Kristins og markið sem skaut HK upp úr fallsæti Alls fóru fimm leikir fram í Pepsi Max deild karla í fótbolta í gær og var nóg um að vera. Hér að neðan má sjá öll mörkin sem litu dagsins ljós ásamt rauða spjaldinu sem fór á loft inn í Kór. 30. ágúst 2021 09:15 Umfjöllun og viðtöl: KR – Leiknir R. 2-1 | Mögnuð endurkoma KR og Evrópuvonin lifir enn Kristinn Jónsson kom KR til bjargar gegn nýliðum Leiknis í Pepsi Max deild karla í kvöld. 29. ágúst 2021 20:00 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Fleiri fréttir Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Í beinni: Víkingur - Vllaznia | Þurfa að vinna upp tapið ytra Í beinni: Valur - Kauno Zalgiris | Allt jafnt fyrir seinni leikinn KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Hverjar mæta FH í úrslitum? Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Sjá meira
Lof og last: Sóknarleikur Blika, markvörslur Ingvars, Kiddi Jóns, Marley Blair og reynsluboltar Fylkis Enn einni umferðinni Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu lauk í gærkvöld. Það hefur mikið gengið á undanfarna tvö daga og hér að neðan má sjá hvað á skilið lof og hvað á skilið last. Taka skal fram að þetta er eingöngu skoðun blaðamanns og er aðallega gert til skemmtunar. 30. ágúst 2021 14:00
Sjáðu sjö mörk Blika, glæsimark Björns Daníel, ótrúlega innkomu Kristins og markið sem skaut HK upp úr fallsæti Alls fóru fimm leikir fram í Pepsi Max deild karla í fótbolta í gær og var nóg um að vera. Hér að neðan má sjá öll mörkin sem litu dagsins ljós ásamt rauða spjaldinu sem fór á loft inn í Kór. 30. ágúst 2021 09:15
Umfjöllun og viðtöl: KR – Leiknir R. 2-1 | Mögnuð endurkoma KR og Evrópuvonin lifir enn Kristinn Jónsson kom KR til bjargar gegn nýliðum Leiknis í Pepsi Max deild karla í kvöld. 29. ágúst 2021 20:00