Örebro hafði spilað sex leiki í röð án sigurs fyrir leik kvöldsins og var jafnt Pitea að stigum í næst neðsta sæti deildarinnar.
Markalaust var í hálfleik en hin finnska Amanda Rantanen kom Örebro í forystu snemma í síðari hálfleik, á 49. mínútu. Emma Lennartsson jafnaði fyrir Linköping stundarfjórðungi síðar og 1-1 stóð allt fram í uppbótartíma.
Á 92. mínútu skoraði hin bandaríska Jessie Scarpa það sem reyndist sigurmark Örebro, aðeins átta mínútum eftir að hafa komið inn á sem varamaður, og 2-1 úrslit leiksins.
Berglind Rós spilaði allan leikinn fyrir Örebro en Cecilía Rán Rúnarsdóttir sat allan tímann á varamannabekk liðsins.
Örebro fagnar því sigri í fyrsta sinn frá því í maí. Liðið er með 14 stig í níunda sæti deildarinnar, aðeins fjórum stigum frá Linköping sem er í sjötta sæti.

Sænska úrvalsdeildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Sænski boltinn er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.