Frikki Dór syngur brot úr nýju óútgefnu lagi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 31. ágúst 2021 11:31 Friðrik Dór Jónsson, Frikki Dór, á um fimmtíu lög í bankanum. VInsælustu lögin eru flutt í sýningunni Hlið við hlið. Stöð 2 Hlið við hlið, söngleikur byggður á lögum Friðriks Dórs Jónssonar er kominn svið í Gamla bíói og er þegar byrjaður að gera allt tryllt. Ísland í dag kíkti á æfingu hjá hópnum og hitti meðal annars leikstjórann, leikhópinn og Frikka Dór sjálfan. „Ég byrjaði í leikhúsinu að sýna í sýningum þar svona tíu eða ellefu ára, ég fór þar inn í gegnum dansinn og svo var ekki aftur snúið,“ segir Höskuldur Þór Jónsson leikstjóri sýningarinnar. Hann er aðeins 23 ára gamall en á að baki mikla reynslu úr leikhúsinu. Höskuldur er hæfileikaríkur dansari og hefur meðal annars tekið þátt í Mamma Mia, Billie Elliot, Galdrakarlinum í Oz svo dæmi séu nefnd. Í Verslunarskólanum tók hann líka þátt í mörgum sýningum skólans, meðal annars með mörgum úr hópnum sem stendur að sýningunni Hlið við hlið. Höskuldur Þór hefur verið í leikhúsinu frá tíu ára aldri og verður spennandi að fylgjast með honum næstu árin.Stöð 2 Skipti sér ekkert af lagavalinu Handritið skrifuðu Höskuldur Þór og Berglind Alda Ástþórsdóttir. Höskuldur fékk hugmyndina að verkefninu á tónleikum Frikka Dórs sem fóru fram í Eldborgarsal í Hörpu árið 2017. Í kringum fimmtán lög frá tónlistarmanninum má heyra í sýningunni. „Við leikum okkur alveg með að syngja lítinn bút úr sumum þannig að þetta er svolítið lifandi,“ útskýrir Höskuldur. Hans uppáhalds lag eftir Frikka Dór er Í síðasta skipti, en í klippunni hér fyrir neðan má heyra hinn hæfileikaríka Inga Þór Þórhallsson syngja brot úr laginu. „Hann fékk algjörlega að ráða þessu, og þau krakkarnir og mér finnst þau hafa valið vel,“ segir Frikki Dór um lögin í sýningunni. „Hlið við hlið, sem er einmitt titillagið, það á alltaf stóran sess hjá mér,“ segir hann um sitt eigið uppáhald. Sindri Sindrason fékk Frikka Dór til þess að taka smá tóndæmi úr nýrri tónlist. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá innslagið í heild en brot úr nýja laginu má heyra á mínútu 07:45. Magnaður söngvari og lagahöfundur Með aðalhlutverk í sýningunni Hlið við hlið fara þau Ingi Þór Þórhallsson, Jón Svavar Jósefsson, Kolbeinn Sveinsson, Berglind Alda Ástþórsdóttir, Helgi Valur Gunnarsson, Agla Bríet Bárudóttir og Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli. „Maður getur raulað með Frikkalögum en núna þegar maður er berskjaldaður, stendur uppi á sviði og á að fara að syngja þetta, þá áttar maður sig á því að Friðrik Dór er kengimagnaður söngvari og guð minn almáttugur lagahöfundur. Þannig að maður þurfti að slá sig svolítið utan undir og átta sig á því.“ Sjálfur fékk hann að bæta laginu Segir ekki neitt í sýninguna en lagið Ekki stinga mig af er líka í miklu uppáhaldi. Sköpunarkraftur og sköpunargleði Hlið við hlið fjallar um borgarstrákinn Dag sem fær sumarvinnu á sveitahóteli þar sem allt er eins og það hefur verið í áraraðir. Króli fer með hlutverk Dags í sýningunni. En koma hans á hótelið virðist þrýsta á tengslin innan hótelsins að þolmörkum - skyndilega er sem öll fjölskyldutengsl og sambönd hanga á bláþræði. Sýningin Hlið við hlið er annað verkefni sjálfstæðs sviðslistahóps sem setti upp sýninguna Ðe Lónlí Blú Bojs árið 2019 í Bæjarbíói í Hafnarfirði en uppselt var á allar tuttugu sýningarnar. „Þegar ungt fólk með sköpunarkraft og sköpunargleði kemur saman þá er það alltaf skemmtilegt,“ segir Frikki Dór að lokum. Ísland í dag innslagið má heyra í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Leikhús Tónlist Ísland í dag Tengdar fréttir Þakið ætlaði af Gamla bíói á frumsýningu Hlið við hlið Í gær var söngleikurinn Hlið við hlið frumsýndur í Gamla bíói. Hlið við hlið er söngleikur með lögum þjóðþekkta listamannsins Friðriks Dórs Jónssonar, leikstýrt af Höskuldi Þór Jónssyni. 28. ágúst 2021 15:31 Mest lesið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið Tíu smart kósýgallar Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Fleiri fréttir „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Sjá meira
„Ég byrjaði í leikhúsinu að sýna í sýningum þar svona tíu eða ellefu ára, ég fór þar inn í gegnum dansinn og svo var ekki aftur snúið,“ segir Höskuldur Þór Jónsson leikstjóri sýningarinnar. Hann er aðeins 23 ára gamall en á að baki mikla reynslu úr leikhúsinu. Höskuldur er hæfileikaríkur dansari og hefur meðal annars tekið þátt í Mamma Mia, Billie Elliot, Galdrakarlinum í Oz svo dæmi séu nefnd. Í Verslunarskólanum tók hann líka þátt í mörgum sýningum skólans, meðal annars með mörgum úr hópnum sem stendur að sýningunni Hlið við hlið. Höskuldur Þór hefur verið í leikhúsinu frá tíu ára aldri og verður spennandi að fylgjast með honum næstu árin.Stöð 2 Skipti sér ekkert af lagavalinu Handritið skrifuðu Höskuldur Þór og Berglind Alda Ástþórsdóttir. Höskuldur fékk hugmyndina að verkefninu á tónleikum Frikka Dórs sem fóru fram í Eldborgarsal í Hörpu árið 2017. Í kringum fimmtán lög frá tónlistarmanninum má heyra í sýningunni. „Við leikum okkur alveg með að syngja lítinn bút úr sumum þannig að þetta er svolítið lifandi,“ útskýrir Höskuldur. Hans uppáhalds lag eftir Frikka Dór er Í síðasta skipti, en í klippunni hér fyrir neðan má heyra hinn hæfileikaríka Inga Þór Þórhallsson syngja brot úr laginu. „Hann fékk algjörlega að ráða þessu, og þau krakkarnir og mér finnst þau hafa valið vel,“ segir Frikki Dór um lögin í sýningunni. „Hlið við hlið, sem er einmitt titillagið, það á alltaf stóran sess hjá mér,“ segir hann um sitt eigið uppáhald. Sindri Sindrason fékk Frikka Dór til þess að taka smá tóndæmi úr nýrri tónlist. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá innslagið í heild en brot úr nýja laginu má heyra á mínútu 07:45. Magnaður söngvari og lagahöfundur Með aðalhlutverk í sýningunni Hlið við hlið fara þau Ingi Þór Þórhallsson, Jón Svavar Jósefsson, Kolbeinn Sveinsson, Berglind Alda Ástþórsdóttir, Helgi Valur Gunnarsson, Agla Bríet Bárudóttir og Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli. „Maður getur raulað með Frikkalögum en núna þegar maður er berskjaldaður, stendur uppi á sviði og á að fara að syngja þetta, þá áttar maður sig á því að Friðrik Dór er kengimagnaður söngvari og guð minn almáttugur lagahöfundur. Þannig að maður þurfti að slá sig svolítið utan undir og átta sig á því.“ Sjálfur fékk hann að bæta laginu Segir ekki neitt í sýninguna en lagið Ekki stinga mig af er líka í miklu uppáhaldi. Sköpunarkraftur og sköpunargleði Hlið við hlið fjallar um borgarstrákinn Dag sem fær sumarvinnu á sveitahóteli þar sem allt er eins og það hefur verið í áraraðir. Króli fer með hlutverk Dags í sýningunni. En koma hans á hótelið virðist þrýsta á tengslin innan hótelsins að þolmörkum - skyndilega er sem öll fjölskyldutengsl og sambönd hanga á bláþræði. Sýningin Hlið við hlið er annað verkefni sjálfstæðs sviðslistahóps sem setti upp sýninguna Ðe Lónlí Blú Bojs árið 2019 í Bæjarbíói í Hafnarfirði en uppselt var á allar tuttugu sýningarnar. „Þegar ungt fólk með sköpunarkraft og sköpunargleði kemur saman þá er það alltaf skemmtilegt,“ segir Frikki Dór að lokum. Ísland í dag innslagið má heyra í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni.
Leikhús Tónlist Ísland í dag Tengdar fréttir Þakið ætlaði af Gamla bíói á frumsýningu Hlið við hlið Í gær var söngleikurinn Hlið við hlið frumsýndur í Gamla bíói. Hlið við hlið er söngleikur með lögum þjóðþekkta listamannsins Friðriks Dórs Jónssonar, leikstýrt af Höskuldi Þór Jónssyni. 28. ágúst 2021 15:31 Mest lesið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið Tíu smart kósýgallar Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Fleiri fréttir „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Sjá meira
Þakið ætlaði af Gamla bíói á frumsýningu Hlið við hlið Í gær var söngleikurinn Hlið við hlið frumsýndur í Gamla bíói. Hlið við hlið er söngleikur með lögum þjóðþekkta listamannsins Friðriks Dórs Jónssonar, leikstýrt af Höskuldi Þór Jónssyni. 28. ágúst 2021 15:31