Tomiyasu er 22 ára varnarmaður sem getur bæði spilað sem hægri bakvörður og miðvörður, en hann gekk til liðs við Bologna árið 2019. Hann lék 61 deildarleik fyrir liðið og skoraði í þeim þrjú mörk.
Hann hefur einnig spilað með öllum yngri landsliðum Japan og þrátt fyrir ungan aldur á hann að baki 23 leiki fyrir A-landslið þjóðar sinnar.
Í sumar var Japaninn lengi vel orðaður við Tottenham, erkifjendur Arsenal.
Welcome to The Arsenal, Takehiro Tomiyasu pic.twitter.com/trL4Wq7zXW
— Arsenal (@Arsenal) August 31, 2021