Einungis 1046 ökutæki væru nýskráð í nýliðnum ágúst. Það er ekki ósvipað ágúst í fyrra þegar 1028 ökutæki voru nýskráð. Hins vegar voru rúmlega tvöfalt fleiri ökutæki nýskráð í júlí á þessu ári, eða 2144. Það er því mikill munir á milli mánaða en lítill á milli ára.

Toyota Rav4 var mest nýskráða undirtegundin í ágúst með 68 nýskráð eintök. Kia Sportage var í öðru sæti með 43 eintök og Mercedes-Benz Citan var í þriðja sæti með 37 eintök nýskráð.
Orkugjafar
Rafmagn var vinsælasti orkugjafinn í ágúst með 216 nýskráningar. Tengiltvinnbílar sem nota bensín á móti rafmagni voru í öðru sæti með 203 nýskráningar og dísel í þriðja sæti með 201. Bílar sem ganga eingöngu fyrir bensíni voru í fjórða sæti með 197 eintök nýskráð.

Ökutækisflokkur
Fólksbifreiðar voru 801 af 1046 nýskráðum ökutækjum. Sendibifreiðar voru 106 af heildarfjölda nýskráðra ökutækja og í öðrum flokkum var talsvert minna af nýskráningum.