Glæsimark Amöndu dugði ekki til Valur Páll Eiríksson skrifar 4. september 2021 14:56 Amanda skoraði glæsimark í tapi dagsins. Vegard Wivestad Grott / BILDBYRAN / kod VG Amanda Jacobsen Andradóttir skoraði mark Vålerenga er liðið tapaði 2-1 fyrir Rosenborg í toppbaráttuslag í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Ingibjörg Sigurðardóttir spilaði allan leikinn. Hin norsk-íslenska Amanda hefur spilað fyrir yngri landslið Íslands en leikur þessa dagana fyrir U19 landslið Noregs, hvar hún er fædd. Hún er dóttir Andra Sigþórssonar, fyrrum landsliðsmanns. Bæði hún og Ingibjörg voru í byrjunarliði Noregsmeistaranna er þær heimsóttu Rosenborg til Þrándheims í dag. Þar kom Elin Ahgren Sorum Rosenborg yfir af vítapunktinum eftir níu mínútna leik og 1-0 stóð í hléi fyrir heimakonur. Rúmum stundarfjórðungi fyrir leikslok, á 74. mínútu, var það Amanda sem jafnaði fyrir Vålerenga með stórglæsilegu marki. Hún þrusaði boltanum þá af 20 metra færi upp í samskeytin og fær hún mikið lof á samfélagsmiðlum félagsins fyrir frammistöðu sína. 73 min. MÅL! Amanda Andradottir fyrer fra 20 meter og prosjektilet raser inn i krysset. Fantastisk prestasjon av 17-åringen. 1-1— Vålerenga Fotball Kvinner (@VIFDamer) September 4, 2021 Markið dugði þó skammt þar sem Sara Fornes kom Rosenborg í forystu á ný tíu mínútum síðar og þar við sat. Rosenborg vann leikinn 2-1 og er liðið með 30 stig í öðru sæti deildarinnar, fjórum á eftir toppliði Sandviken. Lilleström, sem vann 5-2 sigur á Kolbotn í dag, er í þriðja sæti með 28 stig en Vålerenga er með 23 stig í fjórða sæti og hefur misst af lestinni í toppbaráttunni eftir strembið gengi síðustu vikur. Góð byrjun Bayern Bayern München vann 3-0 sigur á liði Sand í annarri umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. Bayern varð meistari í fyrra og batt þannig enda á sigurhrinu Wolfsburg en búist er fastlega við að liðin muni berjast um þýska meistaratitilinn í vetur. Bayern hóf titilvörn sína með 8-0 sigri á Werder Bremen síðustu helgi og fylgdi þeim sigri eftir í dag. Linda Dallmann kom Bayern í forystu á 20. mínútu áður en skallamark sænsku landsliðskonunnar Hönnu Glas tvöfaldaði forystu liðsins á 37. mínútu. 2-0 stóð því í hálfleik. Lea Schüller kom Bayern í 3-0 þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. 3-0 fór leikurinn og Bayern með fullt hús eftir tvo leiki. Glódís Perla Viggósdóttir byrjaði á varamannabekk Bayern en spilaði síðustu átta mínúturnar. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir glímir við meiðsli og var utan hóps hjá Bayern, líkt og í fyrstu umferðinni. Svava Rós Guðmundsdóttir var þá ekki í leikmannahópi Bordeaux sem vann 6-0 sigur á Soyaux í frönsku úrvalsdeildinni í dag. Bordeaux er með fjögur stig eftir tvo leiki. Norski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Sjá meira
Hin norsk-íslenska Amanda hefur spilað fyrir yngri landslið Íslands en leikur þessa dagana fyrir U19 landslið Noregs, hvar hún er fædd. Hún er dóttir Andra Sigþórssonar, fyrrum landsliðsmanns. Bæði hún og Ingibjörg voru í byrjunarliði Noregsmeistaranna er þær heimsóttu Rosenborg til Þrándheims í dag. Þar kom Elin Ahgren Sorum Rosenborg yfir af vítapunktinum eftir níu mínútna leik og 1-0 stóð í hléi fyrir heimakonur. Rúmum stundarfjórðungi fyrir leikslok, á 74. mínútu, var það Amanda sem jafnaði fyrir Vålerenga með stórglæsilegu marki. Hún þrusaði boltanum þá af 20 metra færi upp í samskeytin og fær hún mikið lof á samfélagsmiðlum félagsins fyrir frammistöðu sína. 73 min. MÅL! Amanda Andradottir fyrer fra 20 meter og prosjektilet raser inn i krysset. Fantastisk prestasjon av 17-åringen. 1-1— Vålerenga Fotball Kvinner (@VIFDamer) September 4, 2021 Markið dugði þó skammt þar sem Sara Fornes kom Rosenborg í forystu á ný tíu mínútum síðar og þar við sat. Rosenborg vann leikinn 2-1 og er liðið með 30 stig í öðru sæti deildarinnar, fjórum á eftir toppliði Sandviken. Lilleström, sem vann 5-2 sigur á Kolbotn í dag, er í þriðja sæti með 28 stig en Vålerenga er með 23 stig í fjórða sæti og hefur misst af lestinni í toppbaráttunni eftir strembið gengi síðustu vikur. Góð byrjun Bayern Bayern München vann 3-0 sigur á liði Sand í annarri umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. Bayern varð meistari í fyrra og batt þannig enda á sigurhrinu Wolfsburg en búist er fastlega við að liðin muni berjast um þýska meistaratitilinn í vetur. Bayern hóf titilvörn sína með 8-0 sigri á Werder Bremen síðustu helgi og fylgdi þeim sigri eftir í dag. Linda Dallmann kom Bayern í forystu á 20. mínútu áður en skallamark sænsku landsliðskonunnar Hönnu Glas tvöfaldaði forystu liðsins á 37. mínútu. 2-0 stóð því í hálfleik. Lea Schüller kom Bayern í 3-0 þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. 3-0 fór leikurinn og Bayern með fullt hús eftir tvo leiki. Glódís Perla Viggósdóttir byrjaði á varamannabekk Bayern en spilaði síðustu átta mínúturnar. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir glímir við meiðsli og var utan hóps hjá Bayern, líkt og í fyrstu umferðinni. Svava Rós Guðmundsdóttir var þá ekki í leikmannahópi Bordeaux sem vann 6-0 sigur á Soyaux í frönsku úrvalsdeildinni í dag. Bordeaux er með fjögur stig eftir tvo leiki.
Norski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Sjá meira