Allir bankarnir búnir að kynna vaxtahækkanir Eiður Þór Árnason skrifar 6. september 2021 14:37 Stóru viðskiptabankarnir hafa kynnt vaxtaákvarðanir sínar. Vísir Íslandsbanki hefur ákveðið að hækka breytilega vexti á óverðtryggðum húsnæðislánum um 0,15 prósentustig. Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána haldast óbreyttir. Vaxtabreytingin kemur í kjölfar vaxtahækkunar Seðlabanka Íslands sem hækkaði stýrivexti um 0,25 prósentustig þann 25. ágúst. Samhliða breytingum á útlánsvöxtum hækka vextir sparnaðarreikninga hjá Íslandsbanka um 0,15 til 0,25 prósentustig. Yfirdráttarvextir einstaklinga og fyrirtækja hækka um 0,25 prósentustig og óverðtryggðir kjörvextir um 0,20 prósentustig. Einnig hækka breytilegir óverðtryggðir kjörvextir Ergo og vextir bílalána og bílasamninga um 0,20 prósentustig. Allar vaxtabreytingarnar taka gildi á morgun, 7. september. Arion banki eini bankinn sem hækkar vexti á lánum með föstum vöxtum Íslandsbanki er síðasti viðskiptabankinn til að kynna vaxtahækkanir í kjölfar vaxtaákvörðunar Seðlabankans. Landsbankinn reið á vaðið þann 31. ágúst og kynnti 0,20 prósentustiga hækkun á breytilegum vöxtum óverðtryggðra íbúðalána. Vextir á nýjum óverðtryggðum húsnæðislánum með föstum vöxtum haldast óbreyttir en vextir á sparireikningum hækka um 0,20 til 0,25 prósentustig. Tveimur dögum síðar greindi Arion banki frá því að hann hygðist hækka óverðtryggða breytilega íbúðalánavexti um 0,20 prósentustig og vexti nýrra lána með óverðtryggðum föstum vöxtum til þriggja ára um 0,14 prósentustig. Breytilegir óverðtryggðir innlánsvextir hjá Arion banka hækka um allt að 0,25 prósentustig. Minna um vaxtabreytingar hjá lífeyrissjóðum Þann 1. september síðastliðinn hækkaði Brú lífeyrissjóður breytilega vexti á óverðtryggðum íbúðalánum um 0,20 prósentustig og fasta vexti um 0,30 prósentustig. Á sama tíma lækkuðu breytilegir vextir á veðtryggðum lánum um 0,10 prósentustig. Á sama tíma lækkaði Festa lífeyrissjóður fasta vexti verðtrygðgðra sjóðsfélagalána um 0,30 prósentustig um síðustu mánaðarmót. Engir aðrir lífeyrissjóðir hafa kynnt nýlegar vaxtabreytingar á heimasíðum sínum. Bera má saman vaxtakjör banka og lífeyrissjóða á vef Aurbjargar. Neytendur Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Tengdar fréttir Greiðslubyrði gæti hækkað um tugi þúsunda Greiðslubyrði íbúðalána getur hækkað um tugi þúsunda á ári eftir vaxtahækkun seðlabankans. Frekari hækkanir gætu verið fram undan. 25. ágúst 2021 18:26 Allir bankarnir búnir að kynna vaxtahækkanir Íslandsbanki hefur ákveðið að hækka breytilega vexti á óverðtryggðum húsnæðislánum um 0,15 prósentustig. Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána haldast óbreyttir. 6. september 2021 14:37 Hundruð skráð sig vegna málsóknar gegn bönkunum Nokkur hundruð manns hafa ákveðið að taka þátt í málarekstri gegn bönkum vegna lána sem Neytendasamtökin telja ólögmæt. Samtök fjármálafyrirtækja telja óvíst hvort fólkið hafi orðið fyrir nokkru tjóni. 19. maí 2021 18:45 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Vaxtabreytingin kemur í kjölfar vaxtahækkunar Seðlabanka Íslands sem hækkaði stýrivexti um 0,25 prósentustig þann 25. ágúst. Samhliða breytingum á útlánsvöxtum hækka vextir sparnaðarreikninga hjá Íslandsbanka um 0,15 til 0,25 prósentustig. Yfirdráttarvextir einstaklinga og fyrirtækja hækka um 0,25 prósentustig og óverðtryggðir kjörvextir um 0,20 prósentustig. Einnig hækka breytilegir óverðtryggðir kjörvextir Ergo og vextir bílalána og bílasamninga um 0,20 prósentustig. Allar vaxtabreytingarnar taka gildi á morgun, 7. september. Arion banki eini bankinn sem hækkar vexti á lánum með föstum vöxtum Íslandsbanki er síðasti viðskiptabankinn til að kynna vaxtahækkanir í kjölfar vaxtaákvörðunar Seðlabankans. Landsbankinn reið á vaðið þann 31. ágúst og kynnti 0,20 prósentustiga hækkun á breytilegum vöxtum óverðtryggðra íbúðalána. Vextir á nýjum óverðtryggðum húsnæðislánum með föstum vöxtum haldast óbreyttir en vextir á sparireikningum hækka um 0,20 til 0,25 prósentustig. Tveimur dögum síðar greindi Arion banki frá því að hann hygðist hækka óverðtryggða breytilega íbúðalánavexti um 0,20 prósentustig og vexti nýrra lána með óverðtryggðum föstum vöxtum til þriggja ára um 0,14 prósentustig. Breytilegir óverðtryggðir innlánsvextir hjá Arion banka hækka um allt að 0,25 prósentustig. Minna um vaxtabreytingar hjá lífeyrissjóðum Þann 1. september síðastliðinn hækkaði Brú lífeyrissjóður breytilega vexti á óverðtryggðum íbúðalánum um 0,20 prósentustig og fasta vexti um 0,30 prósentustig. Á sama tíma lækkuðu breytilegir vextir á veðtryggðum lánum um 0,10 prósentustig. Á sama tíma lækkaði Festa lífeyrissjóður fasta vexti verðtrygðgðra sjóðsfélagalána um 0,30 prósentustig um síðustu mánaðarmót. Engir aðrir lífeyrissjóðir hafa kynnt nýlegar vaxtabreytingar á heimasíðum sínum. Bera má saman vaxtakjör banka og lífeyrissjóða á vef Aurbjargar.
Neytendur Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Tengdar fréttir Greiðslubyrði gæti hækkað um tugi þúsunda Greiðslubyrði íbúðalána getur hækkað um tugi þúsunda á ári eftir vaxtahækkun seðlabankans. Frekari hækkanir gætu verið fram undan. 25. ágúst 2021 18:26 Allir bankarnir búnir að kynna vaxtahækkanir Íslandsbanki hefur ákveðið að hækka breytilega vexti á óverðtryggðum húsnæðislánum um 0,15 prósentustig. Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána haldast óbreyttir. 6. september 2021 14:37 Hundruð skráð sig vegna málsóknar gegn bönkunum Nokkur hundruð manns hafa ákveðið að taka þátt í málarekstri gegn bönkum vegna lána sem Neytendasamtökin telja ólögmæt. Samtök fjármálafyrirtækja telja óvíst hvort fólkið hafi orðið fyrir nokkru tjóni. 19. maí 2021 18:45 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Greiðslubyrði gæti hækkað um tugi þúsunda Greiðslubyrði íbúðalána getur hækkað um tugi þúsunda á ári eftir vaxtahækkun seðlabankans. Frekari hækkanir gætu verið fram undan. 25. ágúst 2021 18:26
Allir bankarnir búnir að kynna vaxtahækkanir Íslandsbanki hefur ákveðið að hækka breytilega vexti á óverðtryggðum húsnæðislánum um 0,15 prósentustig. Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána haldast óbreyttir. 6. september 2021 14:37
Hundruð skráð sig vegna málsóknar gegn bönkunum Nokkur hundruð manns hafa ákveðið að taka þátt í málarekstri gegn bönkum vegna lána sem Neytendasamtökin telja ólögmæt. Samtök fjármálafyrirtækja telja óvíst hvort fólkið hafi orðið fyrir nokkru tjóni. 19. maí 2021 18:45