Oddvitaáskorunin: Vann kókópuffs-kappát þar sem Svali var notaður í stað mjólkur Samúel Karl Ólason skrifar 7. september 2021 15:00 Björn Leví er þekktur fyrir að leita svara í gegnum fyrirspurnir og benda á galla í kerfinu, á Alþingi og víðar. Þá skiptir hann litlu máli hvort viðfangið er manneskja af holdi og blóði eða málverk, eins og sést á þessari mynd sem tekin var í kjördæmaheimsókn Björns á Húsavík í vetur. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Björn Leví Gunnarsson leiðir lista Pírata í Reykjavíkurkjödæmi suður í kosningunum. Hér má sjá stutt myndband frá Birni þar sem læra má um áherslur hans og uppruna. Meðal annars það að hann hafi einu sinni tekið þátt í kókópuffs-kappáti og unnið. Klippa: Oddvitaáskorun - Björn Leví Gunnarsson Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Fjallasýnin við Grundarfjörð - Kirkjufell. Hvað færðu þér í bragðaref? Þrist, jarðaber, hrískúlur og karamellusósu. Uppáhalds bók? The Diamond Age: Or, A Young Lady's Illustrated Primer - eftir Neil Stephenson. Björn Leví og eiginkona hans Heiða María Sigurðardóttir, prófessor í sálfræði við Háskóla Íslands. Björn undirbýr matarboð á meðan Heiða gæðir sér á basil gimlet að hætti Björns, sem nýverið sótti námskeið í kokteilagerð. Heiða María er sérlega hrifin af frumsamda kokteilnum „hot redhead,“ sem ætla má að hafi verið óður Björns til hennar. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Heill hellingur af Eurovision lögum. Ég skammast mín samt ekkert fyrir það samt. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Í hinu Reykjavíkurkjördæminu. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Það var nóg að gera í vinnunni. Hvað tekur þú í bekk? Ég kláraði 10. bekk. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Fyrir. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Kennsla. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Psst, kjarnorkuvopn eru eins og stórir bílar. Breyta ekki neinu um stærð. Uppáhalds tónlistarmaður? Nick Cave. Besti fimmaurabrandarinn? Ég gleymi alltaf bröndurum. Ein sterkasta minningin úr æsku? Að ganga með ömmu og afa að upptökum Skaftár. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Mandela, Václav Havel, Gandhi, Vilmundur Gylfason Besta íslenska Eurovision-lagið? C'est le dernier qui a parlé qui a raison. Besta frí sem þú hefur farið í? Þegar ég fór til pabba sem vann á seli í Noregi þegar ég var krakki. Uppáhalds þynnkumatur? Ekki hugmynd, verð ekki þunnur það oft að ég hafi mótað mér eitthvað skipulag utan um það. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Tvisvar. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Bank í ofnum. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Vann óvart einhvern stórmeistara í fjöltefli. Rómantískasta uppátækið? Of persónulegt. Varðar aðra manneskju en sjálfan mig. Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi suður Píratar Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson leiðir lista Pírata í Reykjavíkurkjödæmi suður í kosningunum. Hér má sjá stutt myndband frá Birni þar sem læra má um áherslur hans og uppruna. Meðal annars það að hann hafi einu sinni tekið þátt í kókópuffs-kappáti og unnið. Klippa: Oddvitaáskorun - Björn Leví Gunnarsson Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Fjallasýnin við Grundarfjörð - Kirkjufell. Hvað færðu þér í bragðaref? Þrist, jarðaber, hrískúlur og karamellusósu. Uppáhalds bók? The Diamond Age: Or, A Young Lady's Illustrated Primer - eftir Neil Stephenson. Björn Leví og eiginkona hans Heiða María Sigurðardóttir, prófessor í sálfræði við Háskóla Íslands. Björn undirbýr matarboð á meðan Heiða gæðir sér á basil gimlet að hætti Björns, sem nýverið sótti námskeið í kokteilagerð. Heiða María er sérlega hrifin af frumsamda kokteilnum „hot redhead,“ sem ætla má að hafi verið óður Björns til hennar. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Heill hellingur af Eurovision lögum. Ég skammast mín samt ekkert fyrir það samt. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Í hinu Reykjavíkurkjördæminu. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Það var nóg að gera í vinnunni. Hvað tekur þú í bekk? Ég kláraði 10. bekk. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Fyrir. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Kennsla. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Psst, kjarnorkuvopn eru eins og stórir bílar. Breyta ekki neinu um stærð. Uppáhalds tónlistarmaður? Nick Cave. Besti fimmaurabrandarinn? Ég gleymi alltaf bröndurum. Ein sterkasta minningin úr æsku? Að ganga með ömmu og afa að upptökum Skaftár. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Mandela, Václav Havel, Gandhi, Vilmundur Gylfason Besta íslenska Eurovision-lagið? C'est le dernier qui a parlé qui a raison. Besta frí sem þú hefur farið í? Þegar ég fór til pabba sem vann á seli í Noregi þegar ég var krakki. Uppáhalds þynnkumatur? Ekki hugmynd, verð ekki þunnur það oft að ég hafi mótað mér eitthvað skipulag utan um það. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Tvisvar. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Bank í ofnum. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Vann óvart einhvern stórmeistara í fjöltefli. Rómantískasta uppátækið? Of persónulegt. Varðar aðra manneskju en sjálfan mig.
Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi suður Píratar Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Sjá meira