Sigur í dag færir Breiðabliki 75 milljónir og leiki fram að jólum Sindri Sverrisson skrifar 9. september 2021 09:30 Það er mikið í húfi hjá Selmu Sól Magnúsdóttur og stöllum í Breiðabliki í kvöld. vísir/Hulda Margrét Breiðablik er öruggt um að fá rúmar 20 milljónir króna fyrir að spila gegn króatíska liðinu Osijek í dag. Sigur færir liðinu að lágmarki 75 milljónir og leiki við einhver af bestu liðum Evrópu fram að jólum. Eins og Vísir hefur fjallað um er búið að gjörbylta Meistaradeild kvenna í fótbolta og stórauka verðlaunafé. Keppnin er núna með svipuðu fyrirkomulagi og þekkist úr Meistaradeild karla, þar sem keppt er í riðlakeppni á haustin og útsláttarkeppni tekur svo við í mars. Íslensk félagslið hafa náð að komast jafnvel í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar en því hefur ekki fylgt neinn fjárhagslegur ávinningur svo heitið geti. Nú er raunin önnur og ef að Breiðablik verður eitt af liðunum sextán sem spila í riðlakeppninni nú í haust þá skilar það félaginu tugum milljóna í kassann. Breiðablik gerði 1-1 jafntefli við Osijek á útivelli í síðustu viku og þarf því að vinna leikinn sem hefst klukkan 17 í dag á Kópavogsvelli. Vinni Blikakonur fær félagið 100.000 evrur fyrir sigurinn, og svo 400.000 evrur fyrir að vera þar með komnar í riðlakeppnina. Það gerir samtals hálfa milljón evra eða um 75 milljónir króna. Á móti kemur að sjálfsögðu umtalsverður kostnaður við ferðalög í leiki. Með sigri myndi Breiðablik lengja tímabilið sitt umtalsvert en tap myndi þýða að síðasti leikur Blika á þessu ári yrði bikarúrslitaleikurinn við Þrótt 1. október á Laugardalsvelli. Milljónir í boði fyrir hvern sigur í riðlinum Í riðlakeppninni er nefnilega leikið í október, nóvember og alveg fram til 16. desember. Laugardalsvöllur er samkvæmt reglum keppninnar eini löglegi völlurinn á Íslandi fyrir riðlakeppnina, vegna krafna um styrk flóðljósa, en óvíst er hvort hægt er að spila á grasvelli í Reykjavík í nóvember og desember. Breiðablik myndi spila sex leiki í riðlakeppninni og eiga möguleika á að fá 50.000 evrur (7,5 milljónir króna) fyrir hvern sigur og 17.000 evrur (2,6 milljónir króna) fyrir jafntefli, samkvæmt svari KSÍ við fyrirspurn Vísis. Tapi Blikakonur í dag og falli þar með úr keppni fær Breiðablik 140.000 evrur, eða 21 milljón króna. Leikur Breiðabliks og Osijek hefst klukkan 17 á Kópavogsvelli og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Dagskráin í dag: VARsjáin og hafnabolti Sport Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Fleiri fréttir Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Sjá meira
Eins og Vísir hefur fjallað um er búið að gjörbylta Meistaradeild kvenna í fótbolta og stórauka verðlaunafé. Keppnin er núna með svipuðu fyrirkomulagi og þekkist úr Meistaradeild karla, þar sem keppt er í riðlakeppni á haustin og útsláttarkeppni tekur svo við í mars. Íslensk félagslið hafa náð að komast jafnvel í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar en því hefur ekki fylgt neinn fjárhagslegur ávinningur svo heitið geti. Nú er raunin önnur og ef að Breiðablik verður eitt af liðunum sextán sem spila í riðlakeppninni nú í haust þá skilar það félaginu tugum milljóna í kassann. Breiðablik gerði 1-1 jafntefli við Osijek á útivelli í síðustu viku og þarf því að vinna leikinn sem hefst klukkan 17 í dag á Kópavogsvelli. Vinni Blikakonur fær félagið 100.000 evrur fyrir sigurinn, og svo 400.000 evrur fyrir að vera þar með komnar í riðlakeppnina. Það gerir samtals hálfa milljón evra eða um 75 milljónir króna. Á móti kemur að sjálfsögðu umtalsverður kostnaður við ferðalög í leiki. Með sigri myndi Breiðablik lengja tímabilið sitt umtalsvert en tap myndi þýða að síðasti leikur Blika á þessu ári yrði bikarúrslitaleikurinn við Þrótt 1. október á Laugardalsvelli. Milljónir í boði fyrir hvern sigur í riðlinum Í riðlakeppninni er nefnilega leikið í október, nóvember og alveg fram til 16. desember. Laugardalsvöllur er samkvæmt reglum keppninnar eini löglegi völlurinn á Íslandi fyrir riðlakeppnina, vegna krafna um styrk flóðljósa, en óvíst er hvort hægt er að spila á grasvelli í Reykjavík í nóvember og desember. Breiðablik myndi spila sex leiki í riðlakeppninni og eiga möguleika á að fá 50.000 evrur (7,5 milljónir króna) fyrir hvern sigur og 17.000 evrur (2,6 milljónir króna) fyrir jafntefli, samkvæmt svari KSÍ við fyrirspurn Vísis. Tapi Blikakonur í dag og falli þar með úr keppni fær Breiðablik 140.000 evrur, eða 21 milljón króna. Leikur Breiðabliks og Osijek hefst klukkan 17 á Kópavogsvelli og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Dagskráin í dag: VARsjáin og hafnabolti Sport Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Fleiri fréttir Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki