Vilhjálmur: Í seinni hálfleik var þetta aldrei spurning Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. september 2021 19:53 Vilhjálmur Kári Haraldsson fagnar með Selmu Sól Magnúsdóttur eftir leikinn gegn Osijek. vísir/hulda margrét Vilhjálmur Kári Haraldsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum ánægður eftir að liðið tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með 3-0 sigri á Osijek á Kópavogsvelli í kvöld. „Þetta var flott, við vorum vel gíraðar og baráttan góð. Mér fannst við pínu stressaðar með boltann í fyrri hálfleik en það er hluti þess að spila svona stóran leik þar sem svona mikið er undir. En í seinni hálfleik var þetta aldrei spurning,“ sagði Vilhjálmur í samtali við Helenu Ólafsdóttur á Stöð 2 Sport eftir leikinn á Kópavogsvelli. Gríðarlega mikið var undir í leiknum í dag, ekki bara sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar heldur einnig háar fjárhæðir. „Þetta er stór leikur og mikið í kringum þetta. En þetta var virkilega flottur sigur hjá stelpunum. Við erum með betra lið, maður sá það, en þarf að klára þetta. Þær eru með nokkra góða leikmenn en þær náðu sér ekki á strik í dag og spiluðu betur í heimaleiknum,“ sagði Vilhjálmur. „Við einbeittum okkur svolítið að því að stoppa ákveðna leikmenn og það gekk mjög vel. Þær opnuðu okkur ekki oft og fengu ekki mörg góð færi.“ Hann segist hafa fengið stuðning víða að úr Breiðabliks, meðal annars frá þjálfurum karlaliðs félagsins. „Við unnum þetta saman. Við fengum Pál Einarsson inn, Úlli [Úlfar Hinriksson] hefur verið í þessu og Óli [Ólafur Pétursson]. Við fengum meira að segja aðstoð frá Óskari [Hrafni Þorvaldssyni] og Halldóri [Árnasyni]. Við reyndum að nýta alla í kringum okkur,“ sagði Vilhjálmur. Með sigrinum í dag framlengdu Blikar tímabilið um þrjá mánuði. Vilhjálmur hefur þó áhyggjur af því hversu þunnur hópur Breiðabliks er en til marks um það voru aðeins þrír leikmenn á bekknum í dag. „Það er ekki annað hægt en að lítast vel á þette. En við erum með ansi rýran hóp sem er áhyggjuefni. Við vorum að vonast til að geta fengið þessa leikmenn sem fóru út í einhverja leiki en fyrstu svörin eru að það gangi ekki upp,“ sagði Vilhjálmur að lokum. Meistaradeild Evrópu Breiðablik Tengdar fréttir Agla María: Einhverjar eru spenntar fyrir Barcelona Agla María Albertsdóttir er spennt fyrir því að spila í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. 9. september 2021 19:47 Umfjöllun: Breiðablik - Osijek 3-0 | Blikar komnir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar Breiðablik er komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 3-0 sigur á Osijek á Kópavogsvelli í dag. Fyrri leikurinn í Króatíu fór 1-1 en Breiðablik vann einvígið, 4-1 samanlagt. 9. september 2021 19:00 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Fleiri fréttir Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Sjá meira
„Þetta var flott, við vorum vel gíraðar og baráttan góð. Mér fannst við pínu stressaðar með boltann í fyrri hálfleik en það er hluti þess að spila svona stóran leik þar sem svona mikið er undir. En í seinni hálfleik var þetta aldrei spurning,“ sagði Vilhjálmur í samtali við Helenu Ólafsdóttur á Stöð 2 Sport eftir leikinn á Kópavogsvelli. Gríðarlega mikið var undir í leiknum í dag, ekki bara sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar heldur einnig háar fjárhæðir. „Þetta er stór leikur og mikið í kringum þetta. En þetta var virkilega flottur sigur hjá stelpunum. Við erum með betra lið, maður sá það, en þarf að klára þetta. Þær eru með nokkra góða leikmenn en þær náðu sér ekki á strik í dag og spiluðu betur í heimaleiknum,“ sagði Vilhjálmur. „Við einbeittum okkur svolítið að því að stoppa ákveðna leikmenn og það gekk mjög vel. Þær opnuðu okkur ekki oft og fengu ekki mörg góð færi.“ Hann segist hafa fengið stuðning víða að úr Breiðabliks, meðal annars frá þjálfurum karlaliðs félagsins. „Við unnum þetta saman. Við fengum Pál Einarsson inn, Úlli [Úlfar Hinriksson] hefur verið í þessu og Óli [Ólafur Pétursson]. Við fengum meira að segja aðstoð frá Óskari [Hrafni Þorvaldssyni] og Halldóri [Árnasyni]. Við reyndum að nýta alla í kringum okkur,“ sagði Vilhjálmur. Með sigrinum í dag framlengdu Blikar tímabilið um þrjá mánuði. Vilhjálmur hefur þó áhyggjur af því hversu þunnur hópur Breiðabliks er en til marks um það voru aðeins þrír leikmenn á bekknum í dag. „Það er ekki annað hægt en að lítast vel á þette. En við erum með ansi rýran hóp sem er áhyggjuefni. Við vorum að vonast til að geta fengið þessa leikmenn sem fóru út í einhverja leiki en fyrstu svörin eru að það gangi ekki upp,“ sagði Vilhjálmur að lokum.
Meistaradeild Evrópu Breiðablik Tengdar fréttir Agla María: Einhverjar eru spenntar fyrir Barcelona Agla María Albertsdóttir er spennt fyrir því að spila í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. 9. september 2021 19:47 Umfjöllun: Breiðablik - Osijek 3-0 | Blikar komnir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar Breiðablik er komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 3-0 sigur á Osijek á Kópavogsvelli í dag. Fyrri leikurinn í Króatíu fór 1-1 en Breiðablik vann einvígið, 4-1 samanlagt. 9. september 2021 19:00 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Fleiri fréttir Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Sjá meira
Agla María: Einhverjar eru spenntar fyrir Barcelona Agla María Albertsdóttir er spennt fyrir því að spila í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. 9. september 2021 19:47
Umfjöllun: Breiðablik - Osijek 3-0 | Blikar komnir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar Breiðablik er komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 3-0 sigur á Osijek á Kópavogsvelli í dag. Fyrri leikurinn í Króatíu fór 1-1 en Breiðablik vann einvígið, 4-1 samanlagt. 9. september 2021 19:00