Oddvitaáskorunin: Gerðist óvænt garðyrkjukona Samúel Karl Ólason skrifar 12. september 2021 15:00 Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Hanna Katrín Friðriksson leiðir lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður í kosningunum. „Ég heiti Hanna Katrín Friðriksson og er oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Ég er dóttir hjónanna Margrétar B. Þorsteinsdóttur og Torbens Friðriksson, á tvo bræður Steen Magnús og Knút Þór, er eiginkona Ragnhildar Sverrisdóttur og móðir Elísabetar Friðriksson og Margrétar Friðriksson. Ég er uppalinn Breiðhyltingur en hef frá því að ég fór úr foreldrahúsum búið víða í Reykjavík og svo einhver ár í Bandaríkjunum þar sem ég var í framhaldsnámi. Áhugamálin eru eiginleg asnalega hefðbundin. Ég elska að verja tíma með fjölskyldunni enda er ég svo heppin að það er skemmtilegasta fólki í heimi. Ég þoli ekki marga daga í röð án þess að hreyfa mig duglega úti við en veit að sama skapi fátt betra en að sökkva mér ofan í góða bók, helst við kertaljós. Ég spilaði handbolta í mörg ár og er rík af vinum m.a. úr íþróttahreyfingunni. ÍR og Valur eru mín félög og svo Víkingur í gegnum dæturnar.“ „Ég er ein af stofnendum Viðreisnar, flokks sem hefur skýran tilgang og við sem stöndum í framlínunni erum daglega minnt á það af okkar sterka baklandi. Við erum opinn, frjálslyndur alþjóðlega sinnaður flokkur. Flokkur sem trúir á markaðslausnir samhliða sterkri velferðarstefnu því við trúum að annað styrki hitt. Sterkt atvinnulíf og sterkt opinbert kerfi. Sterkan ríkisrekstur og sterkan einkarekstur. Við viljum klára Evrópumálin, viljum breytingar í sjávarútvegi þar sem eðlilegt gjald er greitt fyrir aðgang að sjávarauðlindinni með tímabundnum samningum, rétt eins og á við um aðrar náttúruauðlindir okkar. Við viljum bæta styrkjakerfið í landbúnaði til þess að auðvelda bændum að hasla sér betur völl sem vistbændur. Umhverfismálin eru mér og okkur í Viðreisn mikið hjartans mál. Við viljum nálgast þau á sama hátt og við höfum nálgast jafnréttismálin, ekki sem einangraðan málaflokk heldur sem málefni sem hríslast í gegnum öll stefnumál, allt sem við segjum og allt sem við gerum.“ Komið víða við „Ég hef komið víða við í atvinnulífinu. Sú reynsla og innsýn sem ég hef öðlast þar hefur reynst mér mjög dýrmæt í störfum mínum á þingi. Fyrst og síðast hef ég lært að stöðugleikinn felst ekki í því að sitja fastur í gamalli heimsmynd á meðan samfélagið þróast. Sá sannleikur á alls staðar við. Söngur íhaldsflokkanna er hinn sami á öllum tímum; að núna sé ekki tími fyrir breytingar. Ég segi; það er alltaf tími fyrir breytingar. Samfélög breytast, stjórnmálaöfl sem sitja eftir eru til óþurftar. Hlutverk stjórnmálanna er að auðvelda fólki og fyrirtækjum að fóta sig í breytilegum heimi. Ég er stolt af því að vera hinsegin þingmaður. Á kjörtímabilinu sem er að líða hef ég verið eini fulltrúi hinsegin samfélagsins á þingi, það breytist vonandi nú eftir kosningar. Því það skiptir máli. Kyn skiptir máli, kynhneigð skiptir máli, kynvitund og kyntjáning skiptir máli. Það er mikill misskilningur að þetta sem skilgreinir einstaklinga á mjög persónulegan hátt skipti engu. Við eigum hins vegar að tryggja að fólki sé ekki mismunað á grundvelli þessa munar. Við erum ólík, en eigum öll sama rétt. Þennan sannleika mættum við hafa víðar í heiðri, þá væri heimurinn annar og betri. Ég vonast til að fá áframhaldandi stuðning til starfa á Alþingi, fyrir land og þjóð. Okkur eru allir vegir færir, við þurfum bara að gefa framtíðinni tækifæri.“ Klippa: Oddvitaáskorun - Hanna Katrín Friðriksson Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Reykjavík. Hvað færðu þér í bragðaref? Jarðarber, bláber, Snickers. Uppáhalds bók? Vel skrifaðar ævisögur fólks sem er í hringiðu samfélagsbreytinga höfða mikið til mín. Ein slík er Personal History, saga Katharine Graham útgefanda Washington Post árin 1963-1991. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Mississippi með Pussycat Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Í Reykjavík norður. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Ég gerðist garðyrkjukona uppi í sumarbústað. Sá það ekki fyrir. Hvað tekur þú í bekk? Ekki hugmynd, en er sennilega góð. Handboltaárin hljóta að gefa. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Bæði. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Kennsla. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Viltu fá númerið hjá Óla Bogga, klipparanum mínum? Uppáhalds tónlistarmaður? Sigga Beinteins. Besti fimmaurabrandarinn? Pabbi minn sagði 10 fimmaurabrandara á dag alla mína æsku. Ég þróaði með mér minnisleysi. Ein sterkasta minningin úr æsku? Langt tjaldferðalag fjölskyldunnar um Evrópu þegar ég var 12 ára. Ótrúleg upplifun sem er enn uppspretta hugmynda og umræðu. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Þegar kemur að pólitík hrífst ég frekar af hugsjónum, hugmyndum og framkvæmd. Þar hafa margir einstaklingar lagt í púkkið. Besta íslenska Eurovision-lagið? Gleðibankinn er ógleymanlegur! Besta frí sem þú hefur farið í? Dætur mínar munu seint fyrirgefa mér ef ég nefni ekki Hawaii ferðina sem við mæður þeirra gáfum þeim í fermingargjöf. Ég er sammála þeim þar, besta fríið! Uppáhalds þynnkumatur? Ég veit að malt og appelsín er ekki matur. En samt. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Einu sinni þegar gosið var 5 daga gamalt. Er alltaf á leiðinni að fara aftur. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Indriði var minn maður. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Úff. Rómantískasta uppátækið? Mér dettur ekkert í hug og þar sem verra er, konunni minni ekki heldur. Takk Vísir! Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi suður Viðreisn Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar Sjá meira
Hanna Katrín Friðriksson leiðir lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður í kosningunum. „Ég heiti Hanna Katrín Friðriksson og er oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Ég er dóttir hjónanna Margrétar B. Þorsteinsdóttur og Torbens Friðriksson, á tvo bræður Steen Magnús og Knút Þór, er eiginkona Ragnhildar Sverrisdóttur og móðir Elísabetar Friðriksson og Margrétar Friðriksson. Ég er uppalinn Breiðhyltingur en hef frá því að ég fór úr foreldrahúsum búið víða í Reykjavík og svo einhver ár í Bandaríkjunum þar sem ég var í framhaldsnámi. Áhugamálin eru eiginleg asnalega hefðbundin. Ég elska að verja tíma með fjölskyldunni enda er ég svo heppin að það er skemmtilegasta fólki í heimi. Ég þoli ekki marga daga í röð án þess að hreyfa mig duglega úti við en veit að sama skapi fátt betra en að sökkva mér ofan í góða bók, helst við kertaljós. Ég spilaði handbolta í mörg ár og er rík af vinum m.a. úr íþróttahreyfingunni. ÍR og Valur eru mín félög og svo Víkingur í gegnum dæturnar.“ „Ég er ein af stofnendum Viðreisnar, flokks sem hefur skýran tilgang og við sem stöndum í framlínunni erum daglega minnt á það af okkar sterka baklandi. Við erum opinn, frjálslyndur alþjóðlega sinnaður flokkur. Flokkur sem trúir á markaðslausnir samhliða sterkri velferðarstefnu því við trúum að annað styrki hitt. Sterkt atvinnulíf og sterkt opinbert kerfi. Sterkan ríkisrekstur og sterkan einkarekstur. Við viljum klára Evrópumálin, viljum breytingar í sjávarútvegi þar sem eðlilegt gjald er greitt fyrir aðgang að sjávarauðlindinni með tímabundnum samningum, rétt eins og á við um aðrar náttúruauðlindir okkar. Við viljum bæta styrkjakerfið í landbúnaði til þess að auðvelda bændum að hasla sér betur völl sem vistbændur. Umhverfismálin eru mér og okkur í Viðreisn mikið hjartans mál. Við viljum nálgast þau á sama hátt og við höfum nálgast jafnréttismálin, ekki sem einangraðan málaflokk heldur sem málefni sem hríslast í gegnum öll stefnumál, allt sem við segjum og allt sem við gerum.“ Komið víða við „Ég hef komið víða við í atvinnulífinu. Sú reynsla og innsýn sem ég hef öðlast þar hefur reynst mér mjög dýrmæt í störfum mínum á þingi. Fyrst og síðast hef ég lært að stöðugleikinn felst ekki í því að sitja fastur í gamalli heimsmynd á meðan samfélagið þróast. Sá sannleikur á alls staðar við. Söngur íhaldsflokkanna er hinn sami á öllum tímum; að núna sé ekki tími fyrir breytingar. Ég segi; það er alltaf tími fyrir breytingar. Samfélög breytast, stjórnmálaöfl sem sitja eftir eru til óþurftar. Hlutverk stjórnmálanna er að auðvelda fólki og fyrirtækjum að fóta sig í breytilegum heimi. Ég er stolt af því að vera hinsegin þingmaður. Á kjörtímabilinu sem er að líða hef ég verið eini fulltrúi hinsegin samfélagsins á þingi, það breytist vonandi nú eftir kosningar. Því það skiptir máli. Kyn skiptir máli, kynhneigð skiptir máli, kynvitund og kyntjáning skiptir máli. Það er mikill misskilningur að þetta sem skilgreinir einstaklinga á mjög persónulegan hátt skipti engu. Við eigum hins vegar að tryggja að fólki sé ekki mismunað á grundvelli þessa munar. Við erum ólík, en eigum öll sama rétt. Þennan sannleika mættum við hafa víðar í heiðri, þá væri heimurinn annar og betri. Ég vonast til að fá áframhaldandi stuðning til starfa á Alþingi, fyrir land og þjóð. Okkur eru allir vegir færir, við þurfum bara að gefa framtíðinni tækifæri.“ Klippa: Oddvitaáskorun - Hanna Katrín Friðriksson Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Reykjavík. Hvað færðu þér í bragðaref? Jarðarber, bláber, Snickers. Uppáhalds bók? Vel skrifaðar ævisögur fólks sem er í hringiðu samfélagsbreytinga höfða mikið til mín. Ein slík er Personal History, saga Katharine Graham útgefanda Washington Post árin 1963-1991. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Mississippi með Pussycat Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Í Reykjavík norður. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Ég gerðist garðyrkjukona uppi í sumarbústað. Sá það ekki fyrir. Hvað tekur þú í bekk? Ekki hugmynd, en er sennilega góð. Handboltaárin hljóta að gefa. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Bæði. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Kennsla. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Viltu fá númerið hjá Óla Bogga, klipparanum mínum? Uppáhalds tónlistarmaður? Sigga Beinteins. Besti fimmaurabrandarinn? Pabbi minn sagði 10 fimmaurabrandara á dag alla mína æsku. Ég þróaði með mér minnisleysi. Ein sterkasta minningin úr æsku? Langt tjaldferðalag fjölskyldunnar um Evrópu þegar ég var 12 ára. Ótrúleg upplifun sem er enn uppspretta hugmynda og umræðu. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Þegar kemur að pólitík hrífst ég frekar af hugsjónum, hugmyndum og framkvæmd. Þar hafa margir einstaklingar lagt í púkkið. Besta íslenska Eurovision-lagið? Gleðibankinn er ógleymanlegur! Besta frí sem þú hefur farið í? Dætur mínar munu seint fyrirgefa mér ef ég nefni ekki Hawaii ferðina sem við mæður þeirra gáfum þeim í fermingargjöf. Ég er sammála þeim þar, besta fríið! Uppáhalds þynnkumatur? Ég veit að malt og appelsín er ekki matur. En samt. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Einu sinni þegar gosið var 5 daga gamalt. Er alltaf á leiðinni að fara aftur. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Indriði var minn maður. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Úff. Rómantískasta uppátækið? Mér dettur ekkert í hug og þar sem verra er, konunni minni ekki heldur. Takk Vísir!
Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi suður Viðreisn Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”