Fram áfram taplaust | Þróttarar fallnir Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 11. september 2021 16:56 Grindvíkingar unnu sigur á Aftureldingu í dag Það fór fram heil umferð í Lengjudeild karla í dag. ÍBV er öruggt upp, Framarar eygja enn von um að klára tímabilið án tapleiks en það er sorg í Laugardalnum því Þróttarar eru fallnir. Það fóru fram sex leikir í lengjudeild karla í dag. Á Domusnova vellinum í Breiðholti mættu heimamenn í Kórdrengjum sjóðheitum Frömurum. Kórdrengir gerðu sitt til þess að skila Fram sínu fyrsta tapi í sumar en það tókst þó ekki og endaði leikurinn 2-2 eftir að Guðmundur Magnússon skoraði á 95. mínútu. Arnleifur Hjörleifsson og Loic Ondo skoruðu mörk Kórrdrengja en Kyle McLagan og Fyrrnefndur Guðmundur skoruðu mörk Fram sem er langefst með 55 stig. Kórdrengir eru komnir niður í fjórða sætið með 38 stig. Á Extra vellinum komu Vestramenn í heimsókn og öttu kappi við Fjölni. Gamla kempan Baldur Sigurðsson skoraði á 6. mínútu leiksins áður en Luke Rae jafnaði metin á 44. mínútu. Það var svo Ragnar Leósson sem skoraði sigurmarkið rétt fyrir lok leiks. 2-1 fyrir Fjölni sem lyfti sér upp í þriðja sæti deildarinnar. Vestri siglir lygnan sjó í fimmta sætinu. ÍBV fékk Þrótt Reykjavík sem voru fallnir í heimsókn. Eyjamenn unnu fínan sigur og eru á leiðinni upp um deild. Í Ólafsvík var boðið upp á markasúpu þegar að lánlausir Ólsarar lágu fyrir Gróttu. Lokatölur 3-5 þar sem Grótta komst í 0-4 áður en Víkingar löguðu stöðuna. Víkingar langneðstir með fimm stig en Grótta í sjötta sæti með 29. Grindvíkingar gerðu góða ferð í Mosfellsbæ og unnu 1-3 sigur á Aftureldingu. Vonbrigðatímabil hjá þeim gulu en góður sigur engu að síður. Afturelding í níunda sæti með 23 stig en Grindavík í því sjöunda með 26. Selfoss vann Þór Akureyri á Akureyri 1-2 í leik sem skipti litlu máli. Þórsarar sennilega sáttir við að tímabilið sé að klárast. Fram Þróttur Reykjavík Lengjudeild karla ÍBV Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Sjá meira
Það fóru fram sex leikir í lengjudeild karla í dag. Á Domusnova vellinum í Breiðholti mættu heimamenn í Kórdrengjum sjóðheitum Frömurum. Kórdrengir gerðu sitt til þess að skila Fram sínu fyrsta tapi í sumar en það tókst þó ekki og endaði leikurinn 2-2 eftir að Guðmundur Magnússon skoraði á 95. mínútu. Arnleifur Hjörleifsson og Loic Ondo skoruðu mörk Kórrdrengja en Kyle McLagan og Fyrrnefndur Guðmundur skoruðu mörk Fram sem er langefst með 55 stig. Kórdrengir eru komnir niður í fjórða sætið með 38 stig. Á Extra vellinum komu Vestramenn í heimsókn og öttu kappi við Fjölni. Gamla kempan Baldur Sigurðsson skoraði á 6. mínútu leiksins áður en Luke Rae jafnaði metin á 44. mínútu. Það var svo Ragnar Leósson sem skoraði sigurmarkið rétt fyrir lok leiks. 2-1 fyrir Fjölni sem lyfti sér upp í þriðja sæti deildarinnar. Vestri siglir lygnan sjó í fimmta sætinu. ÍBV fékk Þrótt Reykjavík sem voru fallnir í heimsókn. Eyjamenn unnu fínan sigur og eru á leiðinni upp um deild. Í Ólafsvík var boðið upp á markasúpu þegar að lánlausir Ólsarar lágu fyrir Gróttu. Lokatölur 3-5 þar sem Grótta komst í 0-4 áður en Víkingar löguðu stöðuna. Víkingar langneðstir með fimm stig en Grótta í sjötta sæti með 29. Grindvíkingar gerðu góða ferð í Mosfellsbæ og unnu 1-3 sigur á Aftureldingu. Vonbrigðatímabil hjá þeim gulu en góður sigur engu að síður. Afturelding í níunda sæti með 23 stig en Grindavík í því sjöunda með 26. Selfoss vann Þór Akureyri á Akureyri 1-2 í leik sem skipti litlu máli. Þórsarar sennilega sáttir við að tímabilið sé að klárast.
Fram Þróttur Reykjavík Lengjudeild karla ÍBV Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Sjá meira