Miðaldakúreki slær í gegn á YouTube Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 13. september 2021 20:30 Jackson Crawford er doktor í norrænum fræðum. Hann býr nálægt Klettafjöllum í Colorado í Bandaríkjunum. vísir Jackson Crawford, bandarískur doktor í norrænum fræðum, hefur gefið kennslu í háskólum upp á bátinn og snúið sér að því að framleiða aðgengilegt kennsluefni fyrir almenning á YouTube. Þar heldur hann meðal annars úti tímum í fornnorrænni tungu. Fræðileg umræða um íslenskar og norrænar miðaldabókmenntir á sér að mestu stað innan fámenns hóps hámenntaðra manna, sem halda sig í hálfgerðum fílabeinsturni að sögn doktors í norrænum fræðum. Hann hefur ákveðið að færa þessar skemmtilegu sögur miðalda nær almenningi með kennslustundum á YouTube. Þar hefur hann náð þokkalegum vinsældum en nú fylgja nærri tvö hundruð þúsund manns rás hans. Erfitt að nálgast réttar upplýsingar Norræn goðafræði hefur komist í tísku á undanförnum árum, ekki síst ofurhetjumyndum Marvel að þakka. „En mikið af þeim upplýsingum sem er auðvelt að nálgast eru afleitar. Þær koma frá fólki sem þekkir efnið illa eða frá fólki sem aðhyllist dulræn fyrirbæri. Það geri ég alls ekki,” segir Crawford. „Ég hef áhuga á því sem fólk trúði um galdra fyrir þúsund árum en ég hef ekki áhuga á að reyna að leggja álög á fólk.“ Hann segist síður en svo vera ósáttur með túlkun Marvel á ýmsu um norræna goðafræði en vilji með YouTube rásinni skapa vettvang fyrir þá sem vilja kynnast hinum raunverulegu sögum miðalda. Þegar Njörður var hafður að hlandtrogi Kennsluefni Crawford er fjölbreytt en á rás hans má meðal annars finna fyrirlestur um blótsyrði í íslenskum miðaldatextum. Til dæmis fræg fúkyrði Loka úr Eddukvæðinu Lokasennu: „Þegi þú, Njörðr, þú vart austr heðan gísl of sendr at goðum; Hymis meyjar höfðu þik at hlandtrogi ok þér i munn migu“ Í myndbandinu reynir Crawford að útskýra þessi orð Loka fyrir enskumælandi áhorfendum sínum: „Hér segir Lokið að dætur Hymis hafi notað hann sem pissuskál og migið upp í hann." Þetta klúra dæmi er þó ekki lýsandi fyrir alla kennslu Crawfords en kennslumyndbönd hans eru þó nokkur hundruð talsins. Hrifinn af Íslandi sem er þó allt of dýrt Crawford hefur einu sinni komið til Íslands og eyddi hér talsverðum tíma, sótti meðal annars kennslustundir við Háskóla Íslands. Hann er afar hrifinn af landinu en segir það allt of dýrt til að hann geti ferðast hingað reglulega. Hann kveðst þó ætla að safna sér fyrir að minnsta kosti einni ferð í viðbót. Áhugi hans á íslenskum miðaldatextum er sprottinn af áhuga hans á málfræði og málsögu en Crawford hóf nám sitt í fornensku sem leiddi hann síðan út í nám á fornnorrænu. Og þar kynntist hann og heillaðist af íslenskum miðaldabókmenntum. Sjálfur talar hann nokkuð góða íslensku enda kveðst hann lesa jafnmikla íslensku og ensku í starfi sínu. Það tekur hann þó dágóðan tíma að mynda setningar því honum til mikils ama eru fáir í nærumhverfi hans við Klettafjöll í Colorado sem hann getur rætt við á íslensku til að æfa talmálið. Ekki beint kúreki Crawford býr á nokkuð afskekktu svæði og tekur upp flest sín myndbönd með fallegt fjallalandslagið í Colorado í bakgrunni. Hann er oftar en ekki með kúrekahatt á meðan hann þylur upp alls kyns kenningar um íslenska miðaldatexta. En er hann kúreki? Tja, hann skilur vel að það sé eðlilegt að Íslendingar líti svo á hann en bendir á að í heimalandinu sé það heiti sérstakt starfsheiti. „Í þeim skilningi er ég alls ekki kúreki og væri aldrei kallaður það hér. En hér ganga nú bara allir um með svona hatta, það er tískan hér,“ segir hann. Handritasafn Árna Magnússonar Bandaríkin Bókmenntir Íslensk fræði Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Fræðileg umræða um íslenskar og norrænar miðaldabókmenntir á sér að mestu stað innan fámenns hóps hámenntaðra manna, sem halda sig í hálfgerðum fílabeinsturni að sögn doktors í norrænum fræðum. Hann hefur ákveðið að færa þessar skemmtilegu sögur miðalda nær almenningi með kennslustundum á YouTube. Þar hefur hann náð þokkalegum vinsældum en nú fylgja nærri tvö hundruð þúsund manns rás hans. Erfitt að nálgast réttar upplýsingar Norræn goðafræði hefur komist í tísku á undanförnum árum, ekki síst ofurhetjumyndum Marvel að þakka. „En mikið af þeim upplýsingum sem er auðvelt að nálgast eru afleitar. Þær koma frá fólki sem þekkir efnið illa eða frá fólki sem aðhyllist dulræn fyrirbæri. Það geri ég alls ekki,” segir Crawford. „Ég hef áhuga á því sem fólk trúði um galdra fyrir þúsund árum en ég hef ekki áhuga á að reyna að leggja álög á fólk.“ Hann segist síður en svo vera ósáttur með túlkun Marvel á ýmsu um norræna goðafræði en vilji með YouTube rásinni skapa vettvang fyrir þá sem vilja kynnast hinum raunverulegu sögum miðalda. Þegar Njörður var hafður að hlandtrogi Kennsluefni Crawford er fjölbreytt en á rás hans má meðal annars finna fyrirlestur um blótsyrði í íslenskum miðaldatextum. Til dæmis fræg fúkyrði Loka úr Eddukvæðinu Lokasennu: „Þegi þú, Njörðr, þú vart austr heðan gísl of sendr at goðum; Hymis meyjar höfðu þik at hlandtrogi ok þér i munn migu“ Í myndbandinu reynir Crawford að útskýra þessi orð Loka fyrir enskumælandi áhorfendum sínum: „Hér segir Lokið að dætur Hymis hafi notað hann sem pissuskál og migið upp í hann." Þetta klúra dæmi er þó ekki lýsandi fyrir alla kennslu Crawfords en kennslumyndbönd hans eru þó nokkur hundruð talsins. Hrifinn af Íslandi sem er þó allt of dýrt Crawford hefur einu sinni komið til Íslands og eyddi hér talsverðum tíma, sótti meðal annars kennslustundir við Háskóla Íslands. Hann er afar hrifinn af landinu en segir það allt of dýrt til að hann geti ferðast hingað reglulega. Hann kveðst þó ætla að safna sér fyrir að minnsta kosti einni ferð í viðbót. Áhugi hans á íslenskum miðaldatextum er sprottinn af áhuga hans á málfræði og málsögu en Crawford hóf nám sitt í fornensku sem leiddi hann síðan út í nám á fornnorrænu. Og þar kynntist hann og heillaðist af íslenskum miðaldabókmenntum. Sjálfur talar hann nokkuð góða íslensku enda kveðst hann lesa jafnmikla íslensku og ensku í starfi sínu. Það tekur hann þó dágóðan tíma að mynda setningar því honum til mikils ama eru fáir í nærumhverfi hans við Klettafjöll í Colorado sem hann getur rætt við á íslensku til að æfa talmálið. Ekki beint kúreki Crawford býr á nokkuð afskekktu svæði og tekur upp flest sín myndbönd með fallegt fjallalandslagið í Colorado í bakgrunni. Hann er oftar en ekki með kúrekahatt á meðan hann þylur upp alls kyns kenningar um íslenska miðaldatexta. En er hann kúreki? Tja, hann skilur vel að það sé eðlilegt að Íslendingar líti svo á hann en bendir á að í heimalandinu sé það heiti sérstakt starfsheiti. „Í þeim skilningi er ég alls ekki kúreki og væri aldrei kallaður það hér. En hér ganga nú bara allir um með svona hatta, það er tískan hér,“ segir hann.
Handritasafn Árna Magnússonar Bandaríkin Bókmenntir Íslensk fræði Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira