Lífið samstarf

Í uppáhaldi hjá Obama

Stöð 2
John Hamm fer með aðalhlutverkið í þáttunum sem gerast snemma á 7. áratugnum í New York.
John Hamm fer með aðalhlutverkið í þáttunum sem gerast snemma á 7. áratugnum í New York.

Mad Men eru á lista hjá IMDB yfir bestu sjónvarpsþætti allra tíma. 

Það hefur vart farið framhjá neinum að þættirnir Mad Men komu inn á Stöð 2+ í september.

John Hamm fer með aðalhlutverkið í þáttunum sem gerast snemma á 7. áratugnum í New York á Madison Avenue, sem var á þeim tíma miðstöð auglýsingabransans í Bandaríkjunum. Karlaveldið var allsráðandi og þeir sem kunnu að svíkja og pretta náðu lengst. Hlutverk kvenna var fyrst og fremst að vera húsmæður, einkaritarar eða hjákonur. Reykingar eru áberandi sem og viskídrykkja, en sala á viskí jókst um 13-15 % eftir að þættirnir hófu göngu sína. 

Tíðarandinn var allt annar en við þekkjum í dag en framleiðendur þáttanna náðu að mála einstaka sviðsmynd sem grípur algjörlega anda 7. áratugarins. 

Hér er hægt að sjá kitlu fyrir fyrstu þáttaröðina.

Matthew Weiner framleiðir þættina og er einn handritshöfunda en hann er einnig þekktur fyrir að hafa unnið að þáttunum Sopranos.

Mad Men eru á lista hjá IMDB yfir bestu sjónvarpsþætti allra tíma með 8,6 í einkunn. Það kemur ekki á óvart þar sem þættirnir sópuðu að sér verðlaunum þegar þeir hófu göngu sína og hafa unnið 16 Primetime Emmys ásamt fjölda annarra verðlauna og tilnefninga. Meira að segja þáverandi forseti Bandaríkjanna, Barack Obama sendi Matthew Weiner bréf árið 2013 þar sem hann lýsti yfir mikilli ánægju með þættina og að hann væri jafnframt mikill aðdáandi.

Mad Men er hægt að horfa á frá upphafi á Stöð 2+.

Tryggðu þér áskrift.


Tengdar fréttir

Glamúr á frumsýningu Mad Men

Fyrsti þáttur sjöttu seríu af sjónvarpsþáttunum Mad Men var frumsýndur vestanhafs á dögunum.

Mad Men sigraði á Emmy hátíðinni

Bandaríska sjónvarpsþáttaröðin Mad Men bar sigur af hólmi á Emmy hátíðinni sem fram fór í nótt en þar er besta sjónvarpsefni ársins verðlaunað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×