Oddvitaáskorunin: Forfallin Manchester United kona Samúel Karl Ólason skrifar 17. september 2021 15:01 Bjarkey Olsen á göngu í Stórurð sumarið 2021. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir leiðir lista Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi í kosningunum. „Ég er fædd árið 1965 og gift Helga Jóhannssyni þjónustustjóra og börnin eru þrjú og svona að mestu flutt að heiman. Ég er Siglfirðingur en flutti sextán ára í Ólafsfjörð og hef búið þar að mestu síðan. Er menntaður kennari og náms- og starfsráðgjafi og starfaði í grunnskólanum í Fjallabyggð og Menntaskólanum á Tröllaskaga áður en ég var kjörin á þing árið 2013. Ég hef ásamt manni mínum staðið í margskonar smárekstri meðfram annarri vinnu og síðast rekstri veitinga-, kaffi- og gistihúss. Áhugamálin fyrir utan pólitíkina eru margs konar útivist, hlaup, skíðaganga, að hjóla og ganga á fjöll og svo get ég gleymt stað og stund við lestur góðra bóka. Hef líka mjög gaman af að elda góðan mat og er forfallin Manchester United kona og þar sem maðurinn minn er Púllari er oft hiti á heimilinu þegar horft og rætt er um enska boltann.“ „Í gegnum árin hef ég gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Vinstri græn. Sat til dæmis lengi í stjórn hreyfingarinnar og var einnig formaður svæðisfélags og kjördæmisráðs og gjaldkeri þess. Á þessu kjörtímabili hef ég verið formaður þingflokks Vinstri grænna. Helstu pólitísku áherslurnar varða byggðamál í hinu stóra samhengi, til dæmis er varðar heilbrigðis-, mennta-, jafnréttis- eða umhverfismálin. Auk þess er fjölbreytt atvinna og góðar samgöngur í hinum dreifðu byggðum forsenda þess að mannlífið blómstri. Ég vil einnig sjá til þess að kjör þeirra sem höllum fæti standa í samfélaginu verði lagfærð verulega og hef talað fyrir því á þingi. Þessi ár á þingi hafa verið mjög lærdómsrík, oft snúin, en skemmtileg. Ég hef verið fulltrúi þingflokksins m.a. í fjárlaganefnd og allsherjar- og menntamálanefnd á þessu kjörtímabili þar sem fjölmörg mál hafa verið til umfjöllunar er varða allt landið t.d. jafnréttismál af margvíslegum toga, löggæslan og svo auðvitað skólamálin, auk þess sem vinna í fjárlaganefnd snertir á nærfellt öllum málaflokkum.“ Klippa: Oddvitaáskorun - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Stórurð við Borgarfjörð Eystri. Hvað færðu þér í bragðaref? Bounty og jarðaber. Uppáhalds bók? Þúsund bjartar sólir eftir Khaled Hosseini. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Hard To Say I´m Sorry með Chicago. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Selfossi. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Svolítið hámhorf og stundaði gönguskíði. Hvað tekur þú í bekk? Örlítið minna en Bjarni Ben. Bjarkey hefur gaman af því að hjóla. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Bæði. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Grænmetisbóndi. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Hættu að vera fáviti! Uppáhalds tónlistarmaður? Bubbi Morthens. Besti fimmaurabrandarinn? Sokkarnir mínir hlaupa alltaf í þvotti, en hlaupa svo ekkert þegar ég er í þeim. Ein sterkasta minningin úr æsku? Þegar ég var fimm ára og fékk mína fyrstu skauta, reimaðir yfir stígvélin og með tveimur járnum að framan og tveimur að aftan. Fyrstu skautarnir sem Bjarkey fékk þegar hún var fimm ára. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Vigdís Finnbogadóttir og í raun allar þær konur sem á undan fóru og beittu sér fyrir betra samfélagi. Besta íslenska Eurovision-lagið? Is It True með Jóhönnu. Besta frí sem þú hefur farið í? Sigling um Miðjarðarhafið – Ítalía, Grikkland og Tyrkland. Uppáhalds þynnkumatur? Egg og beikon. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Einu sinni. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Indriði. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Snúið að gera eitthvað fáránlegt þegar maður tekur framhaldsskólann í fjarnámi. Rómantískasta uppátækið? Þegar ég fór á fjörurnar við Helga minn, sem var mjög feiminn, og færði honum blóm í vinnuna og bauð honum svo í nautasteik við kertaljós. Bjarkey hefur einu sinni farið að skoða eldgosið í Geldingadölum. Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Norðausturkjördæmi Vinstri græn Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Lífið Fleiri fréttir Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Sjá meira
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir leiðir lista Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi í kosningunum. „Ég er fædd árið 1965 og gift Helga Jóhannssyni þjónustustjóra og börnin eru þrjú og svona að mestu flutt að heiman. Ég er Siglfirðingur en flutti sextán ára í Ólafsfjörð og hef búið þar að mestu síðan. Er menntaður kennari og náms- og starfsráðgjafi og starfaði í grunnskólanum í Fjallabyggð og Menntaskólanum á Tröllaskaga áður en ég var kjörin á þing árið 2013. Ég hef ásamt manni mínum staðið í margskonar smárekstri meðfram annarri vinnu og síðast rekstri veitinga-, kaffi- og gistihúss. Áhugamálin fyrir utan pólitíkina eru margs konar útivist, hlaup, skíðaganga, að hjóla og ganga á fjöll og svo get ég gleymt stað og stund við lestur góðra bóka. Hef líka mjög gaman af að elda góðan mat og er forfallin Manchester United kona og þar sem maðurinn minn er Púllari er oft hiti á heimilinu þegar horft og rætt er um enska boltann.“ „Í gegnum árin hef ég gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Vinstri græn. Sat til dæmis lengi í stjórn hreyfingarinnar og var einnig formaður svæðisfélags og kjördæmisráðs og gjaldkeri þess. Á þessu kjörtímabili hef ég verið formaður þingflokks Vinstri grænna. Helstu pólitísku áherslurnar varða byggðamál í hinu stóra samhengi, til dæmis er varðar heilbrigðis-, mennta-, jafnréttis- eða umhverfismálin. Auk þess er fjölbreytt atvinna og góðar samgöngur í hinum dreifðu byggðum forsenda þess að mannlífið blómstri. Ég vil einnig sjá til þess að kjör þeirra sem höllum fæti standa í samfélaginu verði lagfærð verulega og hef talað fyrir því á þingi. Þessi ár á þingi hafa verið mjög lærdómsrík, oft snúin, en skemmtileg. Ég hef verið fulltrúi þingflokksins m.a. í fjárlaganefnd og allsherjar- og menntamálanefnd á þessu kjörtímabili þar sem fjölmörg mál hafa verið til umfjöllunar er varða allt landið t.d. jafnréttismál af margvíslegum toga, löggæslan og svo auðvitað skólamálin, auk þess sem vinna í fjárlaganefnd snertir á nærfellt öllum málaflokkum.“ Klippa: Oddvitaáskorun - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Stórurð við Borgarfjörð Eystri. Hvað færðu þér í bragðaref? Bounty og jarðaber. Uppáhalds bók? Þúsund bjartar sólir eftir Khaled Hosseini. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Hard To Say I´m Sorry með Chicago. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Selfossi. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Svolítið hámhorf og stundaði gönguskíði. Hvað tekur þú í bekk? Örlítið minna en Bjarni Ben. Bjarkey hefur gaman af því að hjóla. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Bæði. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Grænmetisbóndi. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Hættu að vera fáviti! Uppáhalds tónlistarmaður? Bubbi Morthens. Besti fimmaurabrandarinn? Sokkarnir mínir hlaupa alltaf í þvotti, en hlaupa svo ekkert þegar ég er í þeim. Ein sterkasta minningin úr æsku? Þegar ég var fimm ára og fékk mína fyrstu skauta, reimaðir yfir stígvélin og með tveimur járnum að framan og tveimur að aftan. Fyrstu skautarnir sem Bjarkey fékk þegar hún var fimm ára. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Vigdís Finnbogadóttir og í raun allar þær konur sem á undan fóru og beittu sér fyrir betra samfélagi. Besta íslenska Eurovision-lagið? Is It True með Jóhönnu. Besta frí sem þú hefur farið í? Sigling um Miðjarðarhafið – Ítalía, Grikkland og Tyrkland. Uppáhalds þynnkumatur? Egg og beikon. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Einu sinni. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Indriði. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Snúið að gera eitthvað fáránlegt þegar maður tekur framhaldsskólann í fjarnámi. Rómantískasta uppátækið? Þegar ég fór á fjörurnar við Helga minn, sem var mjög feiminn, og færði honum blóm í vinnuna og bauð honum svo í nautasteik við kertaljós. Bjarkey hefur einu sinni farið að skoða eldgosið í Geldingadölum.
Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Norðausturkjördæmi Vinstri græn Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Lífið Fleiri fréttir Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Sjá meira