Gummi ræddi við Henderson: „Ótrúlega gott að fá þá aftur“ Sindri Sverrisson skrifar 16. september 2021 13:00 Jordan Henderson í viðtali eftir sigurinn góða í gærkvöld. Getty/Alex Livesey Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, ræddi við Guðmund Benediktsson á Anfield í gærkvöld eftir að hafa tryggt sínu liði 3-2 sigur á AC Milan í bráðfjörugum fyrsta leik liðanna í Meistaradeild Evrópu í fótbolta á þessari leiktíð. Liverpool hóf leikinn af krafti og komst í 1-0 en missti gestina fram úr sér á lokakafla fyrri hálfleiks. Staðan í hléi var 2-1 Milan í vil og Guðmundur spurði Henderson hvað hefði farið úrskeiðis á þeim kafla: „Við lentum í fáeinum vandamálum í leiknum. Það var of mikið pláss á milli „línanna“ og slíkt, sem við ræddum um í hálfleik. Við gerðum fáein mistök og okkur var refsað, á þeim kafla, sem voru vonbrigði en heilt yfir fannst mér við spila virkilega vel, sérstaklega fyrstu 30 mínúturnar. Það hvernig við brugðumst við í seinni hálfleik var virkilega gott – við vissum að við hefðum 45 mínútur til að ná fram sigri – og mér fannst við höndla leikinn mjög vel. Við getum verið mjög ánægðir með frammistöðuna og auðvitað úrslitin líka, og reynum að læra af þessum 10-15 mínútum fyrir hálfleik.“ Klippa: Henderson í viðtali við Gumma Ben Klopp reyndi að bregðast við fyrir markið Guðmundur tók eftir því að Jürgen Klopp kallaði á Henderson rétt áður en jöfnunarmark Milan kom: „Ég held að stjórinn hafi séð það, og við fundum það, að eitthvað var ekki alveg eins og það átti að vera. Því miður náðum við ekki tökum á því þessar síðustu 10-15 mínútur í fyrri hálfleik, og var refsað, en við ræddum þetta nánar í hléinu og það hjálpaði okkur fyrir seinni hálfleikinn. Við náðum tveimur mörkum og höfðum fína stjórn á leiknum,“ sagði Henderson. Nú þegar kórónuveirufaraldurinn er í rénun mega áhorfendur fylla Anfield að nýju og Henderson brosti aðspurður hvernig honum liði með það: „Stórkostlega. Það er langt síðan við fengum Evrópukvöld á Anfield með stuðningsmönnum. Það var ótrúlega gott að fá þá aftur. Þetta breytir fótboltanum svo mikið og megi þetta vara sem lengst.“ Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Ólafur naut sín í botn á Anfield: Fólkið hér skilur fótboltann „Það er engu logið um stemninguna á Anfield á Evrópukvöldum,“ sagði Ólafur Kristjánsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, sem naut þess í botn að vera á Anfield í gærkvöld og sjá Liverpool vinna AC Milan í Meistaradeild Evrópu. 16. september 2021 10:30 Crouch um sigurmark Henderson í gær: Þetta var svo mikið eins og Gerrard Peter Crouch líkti Jordan Henderson við Steven Gerrard eftir að núverandi fyrirliði Liverpool liðsins tryggði liði sínu 3-2 sigur á AC Milan í Meistaradeildinni á Anfield í gær. 16. september 2021 09:00 Klopp taldi sína menn hafa týnst í eigin spilamennsku og telur að fólk horfi ekki nóg á fótbolta Jürgen Klopp var sáttur með endurkomu sinna manna gegn AC Milan í kvöld. 15. september 2021 22:31 Fyrirliðinn hetjan er Liverpool hóf Meistaradeildina á sigri Liverpool tók á móti AC Mílan á Anfield í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Leikurinn var frábær skemmtun en glæsimark fyrirliðans Jordan Henderson sá til þess að Liverpool fór með 3-2 sigur af hólmi. 15. september 2021 21:00 Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns Sjá meira
Liverpool hóf leikinn af krafti og komst í 1-0 en missti gestina fram úr sér á lokakafla fyrri hálfleiks. Staðan í hléi var 2-1 Milan í vil og Guðmundur spurði Henderson hvað hefði farið úrskeiðis á þeim kafla: „Við lentum í fáeinum vandamálum í leiknum. Það var of mikið pláss á milli „línanna“ og slíkt, sem við ræddum um í hálfleik. Við gerðum fáein mistök og okkur var refsað, á þeim kafla, sem voru vonbrigði en heilt yfir fannst mér við spila virkilega vel, sérstaklega fyrstu 30 mínúturnar. Það hvernig við brugðumst við í seinni hálfleik var virkilega gott – við vissum að við hefðum 45 mínútur til að ná fram sigri – og mér fannst við höndla leikinn mjög vel. Við getum verið mjög ánægðir með frammistöðuna og auðvitað úrslitin líka, og reynum að læra af þessum 10-15 mínútum fyrir hálfleik.“ Klippa: Henderson í viðtali við Gumma Ben Klopp reyndi að bregðast við fyrir markið Guðmundur tók eftir því að Jürgen Klopp kallaði á Henderson rétt áður en jöfnunarmark Milan kom: „Ég held að stjórinn hafi séð það, og við fundum það, að eitthvað var ekki alveg eins og það átti að vera. Því miður náðum við ekki tökum á því þessar síðustu 10-15 mínútur í fyrri hálfleik, og var refsað, en við ræddum þetta nánar í hléinu og það hjálpaði okkur fyrir seinni hálfleikinn. Við náðum tveimur mörkum og höfðum fína stjórn á leiknum,“ sagði Henderson. Nú þegar kórónuveirufaraldurinn er í rénun mega áhorfendur fylla Anfield að nýju og Henderson brosti aðspurður hvernig honum liði með það: „Stórkostlega. Það er langt síðan við fengum Evrópukvöld á Anfield með stuðningsmönnum. Það var ótrúlega gott að fá þá aftur. Þetta breytir fótboltanum svo mikið og megi þetta vara sem lengst.“
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Ólafur naut sín í botn á Anfield: Fólkið hér skilur fótboltann „Það er engu logið um stemninguna á Anfield á Evrópukvöldum,“ sagði Ólafur Kristjánsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, sem naut þess í botn að vera á Anfield í gærkvöld og sjá Liverpool vinna AC Milan í Meistaradeild Evrópu. 16. september 2021 10:30 Crouch um sigurmark Henderson í gær: Þetta var svo mikið eins og Gerrard Peter Crouch líkti Jordan Henderson við Steven Gerrard eftir að núverandi fyrirliði Liverpool liðsins tryggði liði sínu 3-2 sigur á AC Milan í Meistaradeildinni á Anfield í gær. 16. september 2021 09:00 Klopp taldi sína menn hafa týnst í eigin spilamennsku og telur að fólk horfi ekki nóg á fótbolta Jürgen Klopp var sáttur með endurkomu sinna manna gegn AC Milan í kvöld. 15. september 2021 22:31 Fyrirliðinn hetjan er Liverpool hóf Meistaradeildina á sigri Liverpool tók á móti AC Mílan á Anfield í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Leikurinn var frábær skemmtun en glæsimark fyrirliðans Jordan Henderson sá til þess að Liverpool fór með 3-2 sigur af hólmi. 15. september 2021 21:00 Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns Sjá meira
Ólafur naut sín í botn á Anfield: Fólkið hér skilur fótboltann „Það er engu logið um stemninguna á Anfield á Evrópukvöldum,“ sagði Ólafur Kristjánsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, sem naut þess í botn að vera á Anfield í gærkvöld og sjá Liverpool vinna AC Milan í Meistaradeild Evrópu. 16. september 2021 10:30
Crouch um sigurmark Henderson í gær: Þetta var svo mikið eins og Gerrard Peter Crouch líkti Jordan Henderson við Steven Gerrard eftir að núverandi fyrirliði Liverpool liðsins tryggði liði sínu 3-2 sigur á AC Milan í Meistaradeildinni á Anfield í gær. 16. september 2021 09:00
Klopp taldi sína menn hafa týnst í eigin spilamennsku og telur að fólk horfi ekki nóg á fótbolta Jürgen Klopp var sáttur með endurkomu sinna manna gegn AC Milan í kvöld. 15. september 2021 22:31
Fyrirliðinn hetjan er Liverpool hóf Meistaradeildina á sigri Liverpool tók á móti AC Mílan á Anfield í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Leikurinn var frábær skemmtun en glæsimark fyrirliðans Jordan Henderson sá til þess að Liverpool fór með 3-2 sigur af hólmi. 15. september 2021 21:00
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó