Heimamenn byrjuðu leikinn betur og komust fljótt í 7-3, og náðu svo fimm marka forskoti þegar lítið var eftir af fyrri hálfleik. Þegar gengið var til búningsherbergja var staðan 16-12, heimamönnum í vil.
Liðin skiptust á að skora í upphafi seinni hálfleiks, en í stöðunni 20-15 skoruðu gestirnir frá Póllandi fimm mörk í röð og jöfnuðu leikinn.
Næstu mínútur gat ekkert skilið liðin að, og þau héldust í hendur alveg fram á lokakaflann.
Þar reyndust heimamenn sterkari og þeir unnu að lokum sterkan tveggja marka sigur, 32-29.