Handbolti

Daníel Freyr skoraði yfir endi­langan völlinn | Stór­leikur Bjarna Ó­feigs ekki nóg

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Daníel Freyr átti fínan leik í kvöld.
Daníel Freyr átti fínan leik í kvöld. Ekuriren

Þrír Íslendingar voru í eldlínunni í sænska handboltanum í kvöld. Daníel Freyr Andrésson stóð vaktina í marki Eskilstuna og skoraði í sigri, Bjarni Ófeigur Valdimarsson átti stórleik í tapi Skövde og þá skoraði Teitur Örn Einarsson þrjú mörk í jafntefli Kristianstad.

Guif Eskilstuna vann þriggja marka sigur á IF Hallby, lokatölur 28-25 gestunum í vil. Ásamt því að verja níu skot í leiknum þá skoraði Daníel Freyr eitt mark í leiknum er hann grýtti boltanum yfir endilangan völlinn.

Bjarni Ófeigur Valdimarsson var markahæstur með átta mörk er Skövde tapaði 27-30 gegn Savehöf á heimavelli. Raunar skoraði enginn á vellinum meira en Bjarni Ófeigur í leiknum.

Þá skoraði Teitur Örn þrjú mörk í 24-24 jafntefli Kristianstad og Ystad HK á útivelli. Kistianstad er í 10. sæti deildarinnar með tvö stig að loknum þremur leikjum. Guif er með fjögur stig á meðan Skövde er einnig með tvö stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×