Leikur GOG og Mors Thy var nokkuð kaflaskiptur, en Viktor og félagar náðu þriggja til fjögurra marka forskoti nokrrum sinnum í leiknum.
Heimamenn í Mors Thy komu þó yfirleitt til baka og jöfnuðu leikinn. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 15-12, GOG í vil.
Sömu sviflur voru í seinni hálfleik og þeim fyrri, en GOG virtist þó hafa yfirhöndina. Þeir skoruðu fjögur af síðustu fimm mörkum leiksins og unnu að lokum góðan þriggja marka sigur, 30-27. GOG er enn með fullt hús stiga eftir að hafa leikið fjóra leiki, en Mors Thy hefur aðeins unni einn af fyrstu fimm leikjum sínum.
Sveinn Jóhannsson skoraði tvö mörk fyrir SønderjyskE sem þurfti að sætta sig við eins marks tap gegn Skive. Liðin eru nú í níunda og tíunda sæti eftir fimm leiki, bæði með fjögur stig.
Ágúst Elí Björgvinsson og félagar hans í Kolding töpuðu gegn Skjern á heimavelli og hefur aðeins tvö stig eftir fjóra leiki. Skjern hefur byrjað tímabilið vel og hefur unnið fjóra af fyrstu fimm leikjum sínum.
Aalborg vann öruggan níu marka sigur gegn Skanderborg Aarhus, 33-24. Aron Pálmarsson var ekki með liði Aalborg, en Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari liðsins.