„Myndi elska að mæta Íslandi á EM“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. september 2021 10:00 María Þórisdóttir hefur leikið 51 landsleik fyrir Noreg og skorað tvö mörk. getty/Martin Rose Evrópumót kvenna í fótbolta verður haldið í vöggu fótboltans, Englandi, á næsta ári. Norska landsliðskonan María Þórisdóttir, sem leikur með Manchester United, hefði ekkert á móti því að lenda í riðli með „hinu“ landinu sínu, Íslandi, í riðli á EM. Evrópumótið átti að fara fram á Englandi í sumar en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Mótið fer því fram næsta sumar og verður að öllum líkindum stærsta stórmót í sögu kvennaboltans. Meðal annars verður leikið á Old Trafford, heimavelli United, og úrslitaleikurinn fer fram á sjálfum Wembley. „Ef covid verður ekki held ég að þetta verði eitt af stærstu mótunum frá upphafi. England er eitt besta landið til að halda mót í. Vonandi verður þetta gott með mörgum áhorfendum og góðum liðum. Og vonandi vinnum við þetta,“ sagði María í samtali við íþróttadeild. María hefur auga með hollensku markamaskínunni Vivianne Miedema.getty/Rico Brouwer Hún segir norska liðið stefna hátt og að gera miklu betur á EM 2017. Þar tapaði Noregur öllum þremur leikjum sínum og endaði í neðsta sæti síns riðils. „Það er draumurinn. En það er of snemmt að setja sér markmið núna en við viljum líklega vera meðal þriggja efstu liða. Við viljum gera betur en á EM 2017. Það var svo slæmt,“ sagði María. Eins og alþjóð veit á hún íslenskan föður, Þóri Hergeirsson, og átti möguleika á að spila fyrir íslenska landsliðið. Það norska varð fyrir valinu en María hefur samt enn sterkar taugar til Íslands og væri til í að lenda með liðinu í riðli á EM. Klippa: María Þórisdóttir um EM og Ísland „Ég fylgist með. Það er örugglega hægt að spila við þær á EM. Það er erfitt að spila á móti þeim. Þær berjast í níutíu mínútur. Það er mjög sérstakt og skiptir mig miklu að spila gegn þeim. Þetta er öðruvísi því ég er hálf íslensk. Mér finnst gaman að spila gegn þeim og myndi elska að mæta þeim á EM,“ sagði María sem lék einmitt sinn fyrsta landsleik gegn Íslandi á Algarve-mótinu 2015. Á dögunum lék María sinn fimmtugasta landsleik fyrir Noreg. Hún hefur farið á þrjú stórmót með norska landsliðinu; HM 2015 og 2019 og EM 2017. Dregið verður í riðla á EM 28. október. Noregur er í 2. styrkleikaflokki og Ísland í þeim fjórða. Íslendingar og Norðmenn voru saman í riðli á EM 2009 og 2013. Noregur vann 1-0 sigur á EM í Finnlandi 2009 og fjórum árum seinna gerðu liðin 1-1 jafntefli í Hollandi. EM 2021 í Englandi Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Evrópumótið átti að fara fram á Englandi í sumar en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Mótið fer því fram næsta sumar og verður að öllum líkindum stærsta stórmót í sögu kvennaboltans. Meðal annars verður leikið á Old Trafford, heimavelli United, og úrslitaleikurinn fer fram á sjálfum Wembley. „Ef covid verður ekki held ég að þetta verði eitt af stærstu mótunum frá upphafi. England er eitt besta landið til að halda mót í. Vonandi verður þetta gott með mörgum áhorfendum og góðum liðum. Og vonandi vinnum við þetta,“ sagði María í samtali við íþróttadeild. María hefur auga með hollensku markamaskínunni Vivianne Miedema.getty/Rico Brouwer Hún segir norska liðið stefna hátt og að gera miklu betur á EM 2017. Þar tapaði Noregur öllum þremur leikjum sínum og endaði í neðsta sæti síns riðils. „Það er draumurinn. En það er of snemmt að setja sér markmið núna en við viljum líklega vera meðal þriggja efstu liða. Við viljum gera betur en á EM 2017. Það var svo slæmt,“ sagði María. Eins og alþjóð veit á hún íslenskan föður, Þóri Hergeirsson, og átti möguleika á að spila fyrir íslenska landsliðið. Það norska varð fyrir valinu en María hefur samt enn sterkar taugar til Íslands og væri til í að lenda með liðinu í riðli á EM. Klippa: María Þórisdóttir um EM og Ísland „Ég fylgist með. Það er örugglega hægt að spila við þær á EM. Það er erfitt að spila á móti þeim. Þær berjast í níutíu mínútur. Það er mjög sérstakt og skiptir mig miklu að spila gegn þeim. Þetta er öðruvísi því ég er hálf íslensk. Mér finnst gaman að spila gegn þeim og myndi elska að mæta þeim á EM,“ sagði María sem lék einmitt sinn fyrsta landsleik gegn Íslandi á Algarve-mótinu 2015. Á dögunum lék María sinn fimmtugasta landsleik fyrir Noreg. Hún hefur farið á þrjú stórmót með norska landsliðinu; HM 2015 og 2019 og EM 2017. Dregið verður í riðla á EM 28. október. Noregur er í 2. styrkleikaflokki og Ísland í þeim fjórða. Íslendingar og Norðmenn voru saman í riðli á EM 2009 og 2013. Noregur vann 1-0 sigur á EM í Finnlandi 2009 og fjórum árum seinna gerðu liðin 1-1 jafntefli í Hollandi.
EM 2021 í Englandi Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn