Svisslendingurinn meiddist í 3-1 sigri Arsenal á Tottenham í Norður-Lundúnaslagnum í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn.
Xhaka þarf ekki að fara í aðgerð en talið er að hann þurfi þrjá mánuði til að ná sér góðum af meiðslunum.
Hinn 29 ára Xhaka hefur leikið fjóra af sex leikjum Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Skytturnar hafa unnið þrjá leiki í röð eftir að hafa tapað fyrstu þremur leikjum sínum.
Xhaka kom til Arsenal frá Borussia Mönchengladbach fyrir fimm árum. Hann var sterklega orðaður við Roma í sumar en skrifaði á endanum undir nýjan samning við Arsenal.
Næsti leikur Arsenal er gegn Brighton síðdegis á laugardaginn. Arsenal er í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar en Brighton í því sjötta.