MAGNEA - Made in Reykjavík tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2021 Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. október 2021 09:01 Made in Reykjavík fatalína Magneu Einarsdóttur fatahönnuðar hlýtur tilnefningu til Hönnunarverðlauna Íslands í ár. Magnea Fatalína fatahönnuðarins Magneu Einarsdóttur, Made in Reykjavík hlýtur tilnefningu til Hönnunarverðlauna Íslands 2021. Næstu daga munum við svipta hulunni af tilnefningum ársins 2021 hér á Vísi. Verðlaunaafhendingin og málþing því tengt mun fara fram í Grósku þann 29. október næstkomandi. Í umsögn dómnefndar segir: „MAGNEA - made in reykjavík er fatalína eftir Magneu Einarsdóttur fatahönnuð. Um er að ræða vandaðar yfirhafnir hannaðar með tímalausum sniðum og framleiddar úr 100% íslenskri ull. Magnea hefur undanfarin ár vakið verðskuldaða athygli fyrir frumlega nálgun sína við prjón og efnismeðferð á íslenskri ull sem hún hefur þróað. Fágað litaval og listræn framsetning undirstrika nýstárlega möguleika íslensku ullarinnar sem spennandi efnis í fatnað fyrir nútímafólk. Í framleiðsluferli Made in Reykjavík er lögð áhersla á atriði sem stuðla að aukinni sjálfbærni í tískuiðnaði – eins og rekjanleika, gagnsæi og staðbundna framleiðslu. Útkoman er einstaklega vel heppnuð, fáguð, nútímaleg og jafnframt tímalaus hönnun úr íslensku hráefni.“ Blóð Stúdíó framleiddi og leikstýrði myndbandi um öll verkefnin sem tilnefnd eru í ár og birtast þau hér á Vísi næstu daga. Klippa: Tilnefningar til Hönnunarverðlauna Íslands 2021: MAGNEA - made in Reykjavík Made in Reykjavík Made in Reykjavík er undirlína fatamerksins MAGNEA og samanstendur af yfirhöfnum úr íslenskri ull. Fatamerkið MAGNEA býður upp á fjölbreytt úrval prjónavöru úr náttúrulegum hráefnum. Yfirhafnir úr íslenskri ull eru hluti vöruúrvalsins og kynntar sérstaklega undir heitinu made in reykjavík sem vekur um leið athygli á uppruna vörunnar sem framleidd er í Reykjavík. Með verkefninu vill hönnuður stuðla að auknum rekjanleika og gegnsæi en þau atriði eru talin aflgjafi aukinnar sjálfbærni í tískuiðnaði. Það sem er einstakt við virðiskeðju verkefnisins er að allt ferli vörunnar gerist innan höfuðborgarsvæðisins. Sérstaða vörunnar er sú að hugvitið, hráefnið og framleiðslan er öll unnin á sama stað sem gefur gæðastimpil og minnkar kolefnisspor. Samhliða þróun vörumerkisins hefur sérhæfing hönnuðarins í prjóni nýst til að kanna framleiðslumöguleika og nýta hráefni hér á landi í hágæða tískuvöru. Um hönnuðinn Magnea Einarsdóttir er útskrifaður fatahönnuður með áherslu á prjón frá Central St Martins í London. Einnig lagði hún stund á nám í fatahönnun í Parsons Paris School of Design. Í hönnun sinni leggur Magnea áherslu á nýstárleg efni, prjón og fleira. Fatalínur hönnuðarins eru byggðar á hugmyndafræði hennar um ferska og sjálfbæra nálgun á prjón og íslenska ull. Með áherslu á tilraunir og handverk, litasamsetningar og smáatriði skapar hönnuðurinn og þróar ný efni fyrir hverja línu og útfærir vandlega í einföld form og nútímalega hönnun fyrir konur á öllum aldri. MAGNEA er “slow fashion" tískumerki sem var stofnað árið 2015. Magnea er einn eigenda íslensku hönnunarverslunarinnar Kiosk við Grandagarð 35 þar sem línan er fáanleg til sölu. Magnea Einarsdóttir fatahönnuður.Magnea Um verðlaunin Hönnunarverðlaun Íslands varpa ljósi á mikilvægi og gæðum íslenskrar hönnunar og arkitektúrs, enda er vægi hönnunar í menningu, samfélagi og viðskiptalífi alltaf að aukast. Hönnunarverðlaun Íslands beina sjónum að því besta sem gert er á sviði hönnunar og arkitektúrs á Íslandi um leið og einstaka hönnuðum eða hópum hönnuða er veitt mikilvæg viðurkenning. Á afhendingunni verða veitt Hönnunarverðlaun Íslands, Heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands og viðurkenning fyrir bestu fjárfestingu í hönnun ársins 2021. Næstu daga verður hulunni svipt af tilnefningum ársins en afhending Hönnunarverðlauna Íslands 2021 fer fram þann 29. október í Grósku ásamt málþingi tengt verðlaunum. Nánari upplýsingar síðar en takið daginn frá. Það er Miðstöð hönnunar og arkitektúrs sem stendur að verðlaununum, í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands , Listaháskóla Íslands , Íslandsstofu , Landsvirkjun og Samtök iðnaðarins . Tíska og hönnun Tengdar fréttir Tískudrottningar landsins sameinuðust í afmælisboði Verslunin Kiosk Granda varð eins árs á dögunum og slógu hönnuðirnir Anita Hirlekar, Eygló, Hlín Reykdal, Magnea Einars og Helga Lilja upp ótrúlega flottri afmælisveislu. 23. september 2021 09:02 Mest lesið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Lífið Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Lífið „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Tíska og hönnun Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Fleiri fréttir „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira
Verðlaunaafhendingin og málþing því tengt mun fara fram í Grósku þann 29. október næstkomandi. Í umsögn dómnefndar segir: „MAGNEA - made in reykjavík er fatalína eftir Magneu Einarsdóttur fatahönnuð. Um er að ræða vandaðar yfirhafnir hannaðar með tímalausum sniðum og framleiddar úr 100% íslenskri ull. Magnea hefur undanfarin ár vakið verðskuldaða athygli fyrir frumlega nálgun sína við prjón og efnismeðferð á íslenskri ull sem hún hefur þróað. Fágað litaval og listræn framsetning undirstrika nýstárlega möguleika íslensku ullarinnar sem spennandi efnis í fatnað fyrir nútímafólk. Í framleiðsluferli Made in Reykjavík er lögð áhersla á atriði sem stuðla að aukinni sjálfbærni í tískuiðnaði – eins og rekjanleika, gagnsæi og staðbundna framleiðslu. Útkoman er einstaklega vel heppnuð, fáguð, nútímaleg og jafnframt tímalaus hönnun úr íslensku hráefni.“ Blóð Stúdíó framleiddi og leikstýrði myndbandi um öll verkefnin sem tilnefnd eru í ár og birtast þau hér á Vísi næstu daga. Klippa: Tilnefningar til Hönnunarverðlauna Íslands 2021: MAGNEA - made in Reykjavík Made in Reykjavík Made in Reykjavík er undirlína fatamerksins MAGNEA og samanstendur af yfirhöfnum úr íslenskri ull. Fatamerkið MAGNEA býður upp á fjölbreytt úrval prjónavöru úr náttúrulegum hráefnum. Yfirhafnir úr íslenskri ull eru hluti vöruúrvalsins og kynntar sérstaklega undir heitinu made in reykjavík sem vekur um leið athygli á uppruna vörunnar sem framleidd er í Reykjavík. Með verkefninu vill hönnuður stuðla að auknum rekjanleika og gegnsæi en þau atriði eru talin aflgjafi aukinnar sjálfbærni í tískuiðnaði. Það sem er einstakt við virðiskeðju verkefnisins er að allt ferli vörunnar gerist innan höfuðborgarsvæðisins. Sérstaða vörunnar er sú að hugvitið, hráefnið og framleiðslan er öll unnin á sama stað sem gefur gæðastimpil og minnkar kolefnisspor. Samhliða þróun vörumerkisins hefur sérhæfing hönnuðarins í prjóni nýst til að kanna framleiðslumöguleika og nýta hráefni hér á landi í hágæða tískuvöru. Um hönnuðinn Magnea Einarsdóttir er útskrifaður fatahönnuður með áherslu á prjón frá Central St Martins í London. Einnig lagði hún stund á nám í fatahönnun í Parsons Paris School of Design. Í hönnun sinni leggur Magnea áherslu á nýstárleg efni, prjón og fleira. Fatalínur hönnuðarins eru byggðar á hugmyndafræði hennar um ferska og sjálfbæra nálgun á prjón og íslenska ull. Með áherslu á tilraunir og handverk, litasamsetningar og smáatriði skapar hönnuðurinn og þróar ný efni fyrir hverja línu og útfærir vandlega í einföld form og nútímalega hönnun fyrir konur á öllum aldri. MAGNEA er “slow fashion" tískumerki sem var stofnað árið 2015. Magnea er einn eigenda íslensku hönnunarverslunarinnar Kiosk við Grandagarð 35 þar sem línan er fáanleg til sölu. Magnea Einarsdóttir fatahönnuður.Magnea Um verðlaunin Hönnunarverðlaun Íslands varpa ljósi á mikilvægi og gæðum íslenskrar hönnunar og arkitektúrs, enda er vægi hönnunar í menningu, samfélagi og viðskiptalífi alltaf að aukast. Hönnunarverðlaun Íslands beina sjónum að því besta sem gert er á sviði hönnunar og arkitektúrs á Íslandi um leið og einstaka hönnuðum eða hópum hönnuða er veitt mikilvæg viðurkenning. Á afhendingunni verða veitt Hönnunarverðlaun Íslands, Heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands og viðurkenning fyrir bestu fjárfestingu í hönnun ársins 2021. Næstu daga verður hulunni svipt af tilnefningum ársins en afhending Hönnunarverðlauna Íslands 2021 fer fram þann 29. október í Grósku ásamt málþingi tengt verðlaunum. Nánari upplýsingar síðar en takið daginn frá. Það er Miðstöð hönnunar og arkitektúrs sem stendur að verðlaununum, í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands , Listaháskóla Íslands , Íslandsstofu , Landsvirkjun og Samtök iðnaðarins .
Tíska og hönnun Tengdar fréttir Tískudrottningar landsins sameinuðust í afmælisboði Verslunin Kiosk Granda varð eins árs á dögunum og slógu hönnuðirnir Anita Hirlekar, Eygló, Hlín Reykdal, Magnea Einars og Helga Lilja upp ótrúlega flottri afmælisveislu. 23. september 2021 09:02 Mest lesið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Lífið Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Lífið „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Tíska og hönnun Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Fleiri fréttir „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira
Tískudrottningar landsins sameinuðust í afmælisboði Verslunin Kiosk Granda varð eins árs á dögunum og slógu hönnuðirnir Anita Hirlekar, Eygló, Hlín Reykdal, Magnea Einars og Helga Lilja upp ótrúlega flottri afmælisveislu. 23. september 2021 09:02