Segir leikinn í kvöld hjálpa landsliðinu eftir tíu ár og rifjar upp sögu frá Hvolsvelli Sindri Sverrisson skrifar 6. október 2021 13:01 Leikmenn Breiðabliks eru fyrirmyndir fyrir stelpur sem gætu tekið við af þeim sem landsliðskonur í framtíðinni. Hér eru Hafrún Rakel Halldórsdóttir, Agla María Albertsdóttir, Karitas Tómasdóttir, Taylor Ziemer og fleiri á æfingu í gær. VÍSIR/VILHELM Ætli verðandi fulltrúar Íslands á HM 2031 í fótbolta verði meðal áhorfenda á Kópavogsvelli í kvöld? Úlfar Hinriksson, yfirmaður afreksþjálfunar hjá Breiðabliki, er í það minnsta sannfærður um að leikir Breiðabliks við PSG, Real Madrid og Kharkiv hjálpi íslenska kvennalandsliðinu í framtíðinni. Breiðablik mætir franska stórliðinu PSG á Kópavogsvelli klukkan 19 í Meistaradeild Evrópu. Ljóst er að íslensku bikarmeistararnir munu fá góðan stuðning því nánast er orðið uppselt á leikinn á tix.is. Vefmiðillinn vinsæli Goal.com fjallar um Breiðablik í aðdraganda leiksins og á meðal viðmælenda er Úlfar sem er sannfærður um að það reynist dýrmætt að ungir krakkar fái að sjá stórleiki. „Þetta mun hjálpa landsliðinu eftir tíu ár því þá fáum við að sjá leikmenn sem hafa eignast fyrirmyndir í Meistaradeildinni. Svona lagað hefur gerst áður,“ sagði Úlfar og rifjaði því til stuðnings upp þegar fjórar stelpur úr Knattspyrnufélagi Rangæinga mættu á æfingu hjá honum í U17-landsliðinu. Boltasækjararnir komust í landsliðið „Árið 2012 valdi ég fjórar stelpur [í U17-landsliðið] úr þremur ólíkum félögum, en þegar ég fór að tala við þær kom í ljós að þær voru allar frá sama 800 manna bænum á suðurlandi,“ sagði Úlfur og átti þar við Hvolsvöll. „Það er ótrúlegt. Þær voru allar saman í bekk,“ bætti Úlfar við. Stelpurnar sem um ræðir eru þær Hrafnhildur Hauksdóttir, Katrín Rúnarsdóttir, Bergrún Linda Björgvinsdóttir og Sabrína Lind Adolfsdóttir, allar fæddar 1996. „Það sem hafði líklega mest áhrif fyrir þær var að það voru spilaðir U17-landsleikir í bænum þeirra á sínum tíma. Hverjar voru boltasækjarar á leikjunum? Þú áttir kollgátuna,“ sagði Úlfar við Goal.com. KFR átti fjóra fulltrúa í U17-landsliðinu árið 2012 sem allar voru saman í bekk í Hvolsskóla. Þær voru boltasækjarar á leikjum Þýskalands og Noregs, og Þýskalands og Íslands, á Opna Norðurlandamóti U17 árið 2008.hvolsvollur.is Opna Norðurlandamótið hjá U17-landsliðum kvenna fór nefnilega að hluta til fram á Hvolsvelli sumarið 2008 þar sem Þýskaland og Noregur mættust sem og Þýskaland og Ísland. Samtals spiluðu boltasækjararnir fjórir 51 leik fyrir yngri landslið Íslands. Hrafnhildur var sú eina af þeim sem endaði á að spila fyrir A-landsliðið en hún lék fjóra leiki fyrir það. Núverandi A-landsliðskonan Karitas Tómasdóttir, einnig úr KFR, er svo ári eldri en hinar fjórar fyrrnefndu. Karitas, sem spilar með Blikum gegn PSG í kvöld, varð fyrr á þessu ári fimmti uppaldi leikmaður KFR til að spila fyrir A-landslið Íslands. Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti EM í dag: Helgin frá helvíti Körfubolti Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Breiðablik mætir franska stórliðinu PSG á Kópavogsvelli klukkan 19 í Meistaradeild Evrópu. Ljóst er að íslensku bikarmeistararnir munu fá góðan stuðning því nánast er orðið uppselt á leikinn á tix.is. Vefmiðillinn vinsæli Goal.com fjallar um Breiðablik í aðdraganda leiksins og á meðal viðmælenda er Úlfar sem er sannfærður um að það reynist dýrmætt að ungir krakkar fái að sjá stórleiki. „Þetta mun hjálpa landsliðinu eftir tíu ár því þá fáum við að sjá leikmenn sem hafa eignast fyrirmyndir í Meistaradeildinni. Svona lagað hefur gerst áður,“ sagði Úlfar og rifjaði því til stuðnings upp þegar fjórar stelpur úr Knattspyrnufélagi Rangæinga mættu á æfingu hjá honum í U17-landsliðinu. Boltasækjararnir komust í landsliðið „Árið 2012 valdi ég fjórar stelpur [í U17-landsliðið] úr þremur ólíkum félögum, en þegar ég fór að tala við þær kom í ljós að þær voru allar frá sama 800 manna bænum á suðurlandi,“ sagði Úlfur og átti þar við Hvolsvöll. „Það er ótrúlegt. Þær voru allar saman í bekk,“ bætti Úlfar við. Stelpurnar sem um ræðir eru þær Hrafnhildur Hauksdóttir, Katrín Rúnarsdóttir, Bergrún Linda Björgvinsdóttir og Sabrína Lind Adolfsdóttir, allar fæddar 1996. „Það sem hafði líklega mest áhrif fyrir þær var að það voru spilaðir U17-landsleikir í bænum þeirra á sínum tíma. Hverjar voru boltasækjarar á leikjunum? Þú áttir kollgátuna,“ sagði Úlfar við Goal.com. KFR átti fjóra fulltrúa í U17-landsliðinu árið 2012 sem allar voru saman í bekk í Hvolsskóla. Þær voru boltasækjarar á leikjum Þýskalands og Noregs, og Þýskalands og Íslands, á Opna Norðurlandamóti U17 árið 2008.hvolsvollur.is Opna Norðurlandamótið hjá U17-landsliðum kvenna fór nefnilega að hluta til fram á Hvolsvelli sumarið 2008 þar sem Þýskaland og Noregur mættust sem og Þýskaland og Ísland. Samtals spiluðu boltasækjararnir fjórir 51 leik fyrir yngri landslið Íslands. Hrafnhildur var sú eina af þeim sem endaði á að spila fyrir A-landsliðið en hún lék fjóra leiki fyrir það. Núverandi A-landsliðskonan Karitas Tómasdóttir, einnig úr KFR, er svo ári eldri en hinar fjórar fyrrnefndu. Karitas, sem spilar með Blikum gegn PSG í kvöld, varð fyrr á þessu ári fimmti uppaldi leikmaður KFR til að spila fyrir A-landslið Íslands.
Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti EM í dag: Helgin frá helvíti Körfubolti Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki