Orri Freyr skoraði eitt mark er meistaralið Elverum vann öruggan tíu marka sigur á Bergen, lokatölur 36-26.
Elverum er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga, 12 stig að loknum 6 leikjum.
Þá var Óskar Ólafsson í stuði er Drammen vann Haslum með tveggja marka mun, lokatölur 26-24.
Óskar skoraði fimm mörk fyrir Drammen sem er í 4. sæti deildarinnar með átta stig að loknum sex leikjum.