„Fullkomin kvöldstund hefði verið 1-1 en ég er mjög ánægður með frammistöðuna“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. október 2021 22:10 Kveðjuleikur Vilhjálms Kára Haraldssonar með Breiðablik var gegn Frakklandsmeisturum Paris Saint-Germain í kvöld. vísir/vilhelm Vilhjálmur Kári Haraldsson stýrði kvennaliði Breiðabliks í síðasta sinn þegar það tapaði fyrir Paris Saint-Germain, 0-2, í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Hann kvaðst stoltur af sínu liði í leikslok. „Þetta var kröftugur leikur hjá okkur, sérstaklega í vörninni. Við lokuðum vel á þær og vorum sterkar í návígum. Svo áttum við fína kafla og fengum tækifæri til að skora en það gekk ekki. Ég held að þetta hafi verið fín byrjun á þessari riðlakeppni og gefur góð fyrirheit fyrir framhaldið. Það hlýtur að vera að liðið geti náð góðum árangri ef við spilum svona,“ sagði Vilhjálmur á blaðamannafundi eftir leik. Hann segir að Blikar hafi farið inn í leikinn fullar sjálfstrausts og ætlað sér að ná í stig gegn frönsku meisturunum. Einbeittur og hungraður hópur „Ég var búinn að sjá þetta fyrir mér sem 1-1 leik og það stefndi í það á tímabili. Við höfðum mikla trú á verkefninu. Og það sem hefur skipt miklu máli fyrir okkur að undanförnu er að hópurinn hefur verið mjög einbeittur og hungraður. Það skein í gegn í dag og er komið til að vera í þessari keppni. Það verður erfitt að koma hingað og spila gegn Breiðabliki,“ sagði Vilhjálmur. „Mér fannst liðið flott og búa til flotta kvöldstund fyrir tæplega 1500 áhorfendur. Við buðum upp á fínan leik gegn einu besta liði í heimi.“ Virkilega gaman að enda þetta svona Vilhjálmur var heiðraður eftir leik, þakkað fyrir góð störf og áhorfendur á Kópavogsvelli klöppuðu honum lof í lófa. „Þetta var æðislegt. Fullkomin kvöldstund hefði verið 1-1 en ég er mjög ánægður með frammistöðuna. Það er stutt á milli leikja og við gátum ekki eytt heilli viku í undirbúning. Við notuðum eiginlega bara eina æfingu til að undirbúa þessar varnarfærslur. Svo byggjum við alltaf á okkar leik. Það var virkilega gaman að enda þetta svona,“ sagði Vilhjálmur. Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Breiðablik - PSG 0-2 | Frábær frammistaða Blika gegn frönsku meisturunum Breiðablik tapaði fyrir Frakklandsmeisturum Paris Saint-Germain, 0-2, í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á Kópavogsvelli í kvöld. Léa Khelifi og Grace Geyoro skoruðu mörk PSG. 6. október 2021 21:30 Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Sjá meira
„Þetta var kröftugur leikur hjá okkur, sérstaklega í vörninni. Við lokuðum vel á þær og vorum sterkar í návígum. Svo áttum við fína kafla og fengum tækifæri til að skora en það gekk ekki. Ég held að þetta hafi verið fín byrjun á þessari riðlakeppni og gefur góð fyrirheit fyrir framhaldið. Það hlýtur að vera að liðið geti náð góðum árangri ef við spilum svona,“ sagði Vilhjálmur á blaðamannafundi eftir leik. Hann segir að Blikar hafi farið inn í leikinn fullar sjálfstrausts og ætlað sér að ná í stig gegn frönsku meisturunum. Einbeittur og hungraður hópur „Ég var búinn að sjá þetta fyrir mér sem 1-1 leik og það stefndi í það á tímabili. Við höfðum mikla trú á verkefninu. Og það sem hefur skipt miklu máli fyrir okkur að undanförnu er að hópurinn hefur verið mjög einbeittur og hungraður. Það skein í gegn í dag og er komið til að vera í þessari keppni. Það verður erfitt að koma hingað og spila gegn Breiðabliki,“ sagði Vilhjálmur. „Mér fannst liðið flott og búa til flotta kvöldstund fyrir tæplega 1500 áhorfendur. Við buðum upp á fínan leik gegn einu besta liði í heimi.“ Virkilega gaman að enda þetta svona Vilhjálmur var heiðraður eftir leik, þakkað fyrir góð störf og áhorfendur á Kópavogsvelli klöppuðu honum lof í lófa. „Þetta var æðislegt. Fullkomin kvöldstund hefði verið 1-1 en ég er mjög ánægður með frammistöðuna. Það er stutt á milli leikja og við gátum ekki eytt heilli viku í undirbúning. Við notuðum eiginlega bara eina æfingu til að undirbúa þessar varnarfærslur. Svo byggjum við alltaf á okkar leik. Það var virkilega gaman að enda þetta svona,“ sagði Vilhjálmur.
Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Breiðablik - PSG 0-2 | Frábær frammistaða Blika gegn frönsku meisturunum Breiðablik tapaði fyrir Frakklandsmeisturum Paris Saint-Germain, 0-2, í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á Kópavogsvelli í kvöld. Léa Khelifi og Grace Geyoro skoruðu mörk PSG. 6. október 2021 21:30 Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Sjá meira
Umfjöllun og myndir: Breiðablik - PSG 0-2 | Frábær frammistaða Blika gegn frönsku meisturunum Breiðablik tapaði fyrir Frakklandsmeisturum Paris Saint-Germain, 0-2, í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á Kópavogsvelli í kvöld. Léa Khelifi og Grace Geyoro skoruðu mörk PSG. 6. október 2021 21:30
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki