„Erum ekki komnar á þennan stað til að leika okkur gegn þessum liðum heldur sækja stig“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. október 2021 22:20 Ásta Eir Árnadóttir á ferðinni í leiknum í kvöld. vísir/vilhelm Frammistaða Breiðabliks gegn Paris Saint-Germain kom fyrirliðanum Ástu Eiri Árnadóttur ekki á óvart. Blikar spiluðu stórvel en urðu að játa sig sigraðar, 0-2, í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. „Við vorum með upplegg sem við ætluðum að fylgja eftir og mér fannst það ganga mjög vel. Við vorum þéttar fyrir, skipulagðar, töluðum vel saman og gáfum ekki það mörg færi á okkur, sérstaklega ekki í fyrri hálfleik. Á móti fengum við líka færi til að skora. Þetta datt ekki með okkur í dag en heilt yfir erum við ánægðar með frammistöðuna og ég er stolt af liðinu,“ sagði Ásta á blaðamannafundi eftir leikinn í kvöld. Vorum ekkert að pæla í að þetta væri fimmta besta lið heims Hún sagði að Blikar gætu gengið hnarreistar frá leiknum og sýnt hversu góðar þær eru. „Algjörlega. Ég er ánægð með frammistöðuna og hvernig við mættum til leiks. Við vorum ekkert að pæla í að þetta væri fimmta besta lið heims eða eitthvað svoleiðis. Við ætluðum að mæta af fullum krafti og gefa þeim hörkuleik sem við og gerðum,“ sagði Ásta. „Maður var smá svekktur að ná ekki skora og jafna. Það hefði gefið okkur helling. En ég er stolt af frammistöðunni og nú vitum við hvað við getum gert í þessari keppni.“ Erum allar sigurvegarar í okkur Fyrirliðinn ítrekaði að frammistaða liðsins hafi ekki komið sér á óvart. „Við erum allar sigurvegarar í okkur og viljum vinna leiki, sama á móti hverjum það er. Það kemur mér ekkert á óvart að við séum smá svekktar að ná ekki að skora því við fengum alveg tækifæri. Ég sagði líka fyrir leikinn að við værum ekki komnar á þennan stað bara til að taka þátt og leika okkur gegn þessum liðum, við ætluðum að sækja stig,“ sagði Ásta. „Mér fannst þetta fín byrjun þótt við höfum ekki fengið stig. En frammistaðan var góð og ég held að við getum flotta hluti í þessari keppni.“ Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir „Fullkomin kvöldstund hefði verið 1-1 en ég er mjög ánægður með frammistöðuna“ Vilhjálmur Kári Haraldsson stýrði kvennaliði Breiðabliks í síðasta sinn þegar það tapaði fyrir Paris Saint-Germain, 0-2, í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Hann kvaðst stoltur af sínu liði í leikslok. 6. október 2021 22:10 Umfjöllun og myndir: Breiðablik - PSG 0-2 | Frábær frammistaða Blika gegn frönsku meisturunum Breiðablik tapaði fyrir Frakklandsmeisturum Paris Saint-Germain, 0-2, í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á Kópavogsvelli í kvöld. Léa Khelifi og Grace Geyoro skoruðu mörk PSG. 6. október 2021 21:30 Mest lesið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Enski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Bónus deild kvenna og verður Breiðablik Íslandsmeistari? Sport Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Sjá meira
„Við vorum með upplegg sem við ætluðum að fylgja eftir og mér fannst það ganga mjög vel. Við vorum þéttar fyrir, skipulagðar, töluðum vel saman og gáfum ekki það mörg færi á okkur, sérstaklega ekki í fyrri hálfleik. Á móti fengum við líka færi til að skora. Þetta datt ekki með okkur í dag en heilt yfir erum við ánægðar með frammistöðuna og ég er stolt af liðinu,“ sagði Ásta á blaðamannafundi eftir leikinn í kvöld. Vorum ekkert að pæla í að þetta væri fimmta besta lið heims Hún sagði að Blikar gætu gengið hnarreistar frá leiknum og sýnt hversu góðar þær eru. „Algjörlega. Ég er ánægð með frammistöðuna og hvernig við mættum til leiks. Við vorum ekkert að pæla í að þetta væri fimmta besta lið heims eða eitthvað svoleiðis. Við ætluðum að mæta af fullum krafti og gefa þeim hörkuleik sem við og gerðum,“ sagði Ásta. „Maður var smá svekktur að ná ekki skora og jafna. Það hefði gefið okkur helling. En ég er stolt af frammistöðunni og nú vitum við hvað við getum gert í þessari keppni.“ Erum allar sigurvegarar í okkur Fyrirliðinn ítrekaði að frammistaða liðsins hafi ekki komið sér á óvart. „Við erum allar sigurvegarar í okkur og viljum vinna leiki, sama á móti hverjum það er. Það kemur mér ekkert á óvart að við séum smá svekktar að ná ekki að skora því við fengum alveg tækifæri. Ég sagði líka fyrir leikinn að við værum ekki komnar á þennan stað bara til að taka þátt og leika okkur gegn þessum liðum, við ætluðum að sækja stig,“ sagði Ásta. „Mér fannst þetta fín byrjun þótt við höfum ekki fengið stig. En frammistaðan var góð og ég held að við getum flotta hluti í þessari keppni.“
Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir „Fullkomin kvöldstund hefði verið 1-1 en ég er mjög ánægður með frammistöðuna“ Vilhjálmur Kári Haraldsson stýrði kvennaliði Breiðabliks í síðasta sinn þegar það tapaði fyrir Paris Saint-Germain, 0-2, í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Hann kvaðst stoltur af sínu liði í leikslok. 6. október 2021 22:10 Umfjöllun og myndir: Breiðablik - PSG 0-2 | Frábær frammistaða Blika gegn frönsku meisturunum Breiðablik tapaði fyrir Frakklandsmeisturum Paris Saint-Germain, 0-2, í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á Kópavogsvelli í kvöld. Léa Khelifi og Grace Geyoro skoruðu mörk PSG. 6. október 2021 21:30 Mest lesið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Enski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Bónus deild kvenna og verður Breiðablik Íslandsmeistari? Sport Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Sjá meira
„Fullkomin kvöldstund hefði verið 1-1 en ég er mjög ánægður með frammistöðuna“ Vilhjálmur Kári Haraldsson stýrði kvennaliði Breiðabliks í síðasta sinn þegar það tapaði fyrir Paris Saint-Germain, 0-2, í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Hann kvaðst stoltur af sínu liði í leikslok. 6. október 2021 22:10
Umfjöllun og myndir: Breiðablik - PSG 0-2 | Frábær frammistaða Blika gegn frönsku meisturunum Breiðablik tapaði fyrir Frakklandsmeisturum Paris Saint-Germain, 0-2, í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á Kópavogsvelli í kvöld. Léa Khelifi og Grace Geyoro skoruðu mörk PSG. 6. október 2021 21:30
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Bónus deild kvenna og verður Breiðablik Íslandsmeistari? Sport
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Bónus deild kvenna og verður Breiðablik Íslandsmeistari? Sport