Sextíu stúlkur deyja dag hvern af barnsförum Heimsljós 11. október 2021 11:04 Forsíða skýrslunnar Skýrsla Barnaheilla - Save the Children kom út í dag, á alþjóðadegi stúlkubarnsins. Barnahjónabönd leiða til þess að rúmlega 22 þúsund stúlkur deyja árlega af barnsförum, eða rúmlega sextíu stúlkur dag hvern. Í dag, á alþjóðadegi stúlkubarnsins, kemur út skýrsla frá Barnaheillum – Save the Children sem nefnist: Global Girlhood Report 2021: Girls’ Rights in Crisis. Dagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur í tíu ár, frá 2011. „Helsta dánarorsök táningsstúlkna er barnsfæðing vegna þess að þær eru ekki líkamlega tilbúnar að ganga með barn,“ segir Janti Soeripto framkvæmdastjóri Save the Children. „Barnahjónabönd eru ein versta og banvænasta birtingarmynd kynbundins ofbeldis gagnvart stúlkum. Á hverju ári eru milljónir stúlkna þvingaðar í hjónabönd með körlum sem eru oft miklu eldri, ráðahag sem rænir þær tækifærum til náms og sviptir þær lífi í mörgum tilvikum.“ Barnahjónabönd eru algengust í vestur- og mið Afríku og þar er dánartíðni ungra stúlkna af barnsförum langhæst í heiminum, eða 26 stúlkur daglega. Í skýrslunni er bent á að á tímum heimsfaraldurs kórónuveiru hafi framfarir í baráttunni gegn barnahjónaböndum stöðvast, eftir samfellt framfaraskeið síðasta aldarfjórðunginn þar sem afstýrt var 80 milljónum slíkra hjónabanda. Aðstæður í faraldrinum setja stúlkur í aukna hættu gagnvart hverskyns kynbundnu ofbeldi, með lokunum skóla og aukinni fátækt eiga þær í vök að verjast og óttast er að tíu milljónir stúlkna verði þvingaðar í hjónabönd á þessum áratug. „Það má undir engum kringumstæðum hunsa þá heilsufarslegu áhættu sem fylgir því að börn eignist börn. Ríkisstjórnir verða að forgangsraða í þágu stúlkna og tryggja að þær séu verndaðar fyrir barnahjónaböndum og ótímabærum dauðsföllum af barnsförum,“ segir Janti Soeripto. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent
Barnahjónabönd leiða til þess að rúmlega 22 þúsund stúlkur deyja árlega af barnsförum, eða rúmlega sextíu stúlkur dag hvern. Í dag, á alþjóðadegi stúlkubarnsins, kemur út skýrsla frá Barnaheillum – Save the Children sem nefnist: Global Girlhood Report 2021: Girls’ Rights in Crisis. Dagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur í tíu ár, frá 2011. „Helsta dánarorsök táningsstúlkna er barnsfæðing vegna þess að þær eru ekki líkamlega tilbúnar að ganga með barn,“ segir Janti Soeripto framkvæmdastjóri Save the Children. „Barnahjónabönd eru ein versta og banvænasta birtingarmynd kynbundins ofbeldis gagnvart stúlkum. Á hverju ári eru milljónir stúlkna þvingaðar í hjónabönd með körlum sem eru oft miklu eldri, ráðahag sem rænir þær tækifærum til náms og sviptir þær lífi í mörgum tilvikum.“ Barnahjónabönd eru algengust í vestur- og mið Afríku og þar er dánartíðni ungra stúlkna af barnsförum langhæst í heiminum, eða 26 stúlkur daglega. Í skýrslunni er bent á að á tímum heimsfaraldurs kórónuveiru hafi framfarir í baráttunni gegn barnahjónaböndum stöðvast, eftir samfellt framfaraskeið síðasta aldarfjórðunginn þar sem afstýrt var 80 milljónum slíkra hjónabanda. Aðstæður í faraldrinum setja stúlkur í aukna hættu gagnvart hverskyns kynbundnu ofbeldi, með lokunum skóla og aukinni fátækt eiga þær í vök að verjast og óttast er að tíu milljónir stúlkna verði þvingaðar í hjónabönd á þessum áratug. „Það má undir engum kringumstæðum hunsa þá heilsufarslegu áhættu sem fylgir því að börn eignist börn. Ríkisstjórnir verða að forgangsraða í þágu stúlkna og tryggja að þær séu verndaðar fyrir barnahjónaböndum og ótímabærum dauðsföllum af barnsförum,“ segir Janti Soeripto. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent