Blikar mæta stórliði sem var ekki til í fyrra Sindri Sverrisson skrifar 13. október 2021 08:00 Lorena Navarro og stöllur í Real Madrid taka á móti Breiðabliki í kvöld. Getty/Irinia R. Hipolito Blikakonur mæta liði eins þekktasta knattspyrnufélags heims í kvöld í öðrum leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Kvennalið Real Madrid varð hins vegar ekki til fyrr en í fyrrasumar. Þó að karlalið Real Madrid sé það sigursælasta í sögu Meistaradeild Evrópu þá er kvennaliðið þar á nýjum slóðum. Ana Rossell, fyrrverandi leikmaður Atlético Madrid, hóf baráttu fyrir því undir lok síðustu aldar að stofnað yrði kvennalið undir hatti Real Madrid. Segja má að skref í þá átt hafi loks verið tekið þegar félagið TACÓN var stofnað árið 2014. TACÓN lék í næstefstu deild til ársins 2019 en fór þá upp í efstu deild og endaði í 10. sæti á sinni fyrstu leiktíð. Ljóst var frá byrjun að ráðamenn Real Madrid væru opnir fyrir þeim möguleika að taka yfir félagið og frá því var svo gengið í fyrrasumar. Breiðablik stóð vel í PSG í fyrsta leik sínum í riðlakeppninni en tapaði að lokum 2-0.vísir/vilhelm Ári áður, eða tímabilið 2019-2020, hóf TACÓN að spila á svæði Real Madrid og leikurinn við Breiðablik í kvöld fer fram á Alfredo di Stéfano vellinum, sem karlalið Real lék á á síðustu leiktíð vegna framkvæmda á Santiago Bernabéu. Gengið illa í haust og leikmenn meiddir Real Madrid hefur gengið afar illa það sem af er leiktíð á Spáni og er aðeins með fjögur stig eftir sex umferðir, í 13. sæti, eftir að hafa endað í 2. sæti á síðustu leiktíð. Það er vatn á myllu Blika að mikið er um meiðsli í leikmannahópi Real sem til að mynda saknar sænska markaskorarans Kosovare Asllani auk þess sem aðeins einn eiginlegur miðjumaður aðalhóps félagsins er til taks. Engu að síður er ljóst að Blika bíður afar erfitt verkefni. Leikur Real Madrid og Breiðabliks hefst klukkan 19 í kvöld og hægt verður að horfa á beina útsendingu á Vísi. Í fyrstu umferð riðlakeppninnar tapaði Breiðablik 2-0 gegn PSG en Real vann úkraínska liðið Zhytlobud 1-0. Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Fleiri fréttir „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Sjá meira
Þó að karlalið Real Madrid sé það sigursælasta í sögu Meistaradeild Evrópu þá er kvennaliðið þar á nýjum slóðum. Ana Rossell, fyrrverandi leikmaður Atlético Madrid, hóf baráttu fyrir því undir lok síðustu aldar að stofnað yrði kvennalið undir hatti Real Madrid. Segja má að skref í þá átt hafi loks verið tekið þegar félagið TACÓN var stofnað árið 2014. TACÓN lék í næstefstu deild til ársins 2019 en fór þá upp í efstu deild og endaði í 10. sæti á sinni fyrstu leiktíð. Ljóst var frá byrjun að ráðamenn Real Madrid væru opnir fyrir þeim möguleika að taka yfir félagið og frá því var svo gengið í fyrrasumar. Breiðablik stóð vel í PSG í fyrsta leik sínum í riðlakeppninni en tapaði að lokum 2-0.vísir/vilhelm Ári áður, eða tímabilið 2019-2020, hóf TACÓN að spila á svæði Real Madrid og leikurinn við Breiðablik í kvöld fer fram á Alfredo di Stéfano vellinum, sem karlalið Real lék á á síðustu leiktíð vegna framkvæmda á Santiago Bernabéu. Gengið illa í haust og leikmenn meiddir Real Madrid hefur gengið afar illa það sem af er leiktíð á Spáni og er aðeins með fjögur stig eftir sex umferðir, í 13. sæti, eftir að hafa endað í 2. sæti á síðustu leiktíð. Það er vatn á myllu Blika að mikið er um meiðsli í leikmannahópi Real sem til að mynda saknar sænska markaskorarans Kosovare Asllani auk þess sem aðeins einn eiginlegur miðjumaður aðalhóps félagsins er til taks. Engu að síður er ljóst að Blika bíður afar erfitt verkefni. Leikur Real Madrid og Breiðabliks hefst klukkan 19 í kvöld og hægt verður að horfa á beina útsendingu á Vísi. Í fyrstu umferð riðlakeppninnar tapaði Breiðablik 2-0 gegn PSG en Real vann úkraínska liðið Zhytlobud 1-0.
Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Fleiri fréttir „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Sjá meira