Blikar mæta stórliði sem var ekki til í fyrra Sindri Sverrisson skrifar 13. október 2021 08:00 Lorena Navarro og stöllur í Real Madrid taka á móti Breiðabliki í kvöld. Getty/Irinia R. Hipolito Blikakonur mæta liði eins þekktasta knattspyrnufélags heims í kvöld í öðrum leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Kvennalið Real Madrid varð hins vegar ekki til fyrr en í fyrrasumar. Þó að karlalið Real Madrid sé það sigursælasta í sögu Meistaradeild Evrópu þá er kvennaliðið þar á nýjum slóðum. Ana Rossell, fyrrverandi leikmaður Atlético Madrid, hóf baráttu fyrir því undir lok síðustu aldar að stofnað yrði kvennalið undir hatti Real Madrid. Segja má að skref í þá átt hafi loks verið tekið þegar félagið TACÓN var stofnað árið 2014. TACÓN lék í næstefstu deild til ársins 2019 en fór þá upp í efstu deild og endaði í 10. sæti á sinni fyrstu leiktíð. Ljóst var frá byrjun að ráðamenn Real Madrid væru opnir fyrir þeim möguleika að taka yfir félagið og frá því var svo gengið í fyrrasumar. Breiðablik stóð vel í PSG í fyrsta leik sínum í riðlakeppninni en tapaði að lokum 2-0.vísir/vilhelm Ári áður, eða tímabilið 2019-2020, hóf TACÓN að spila á svæði Real Madrid og leikurinn við Breiðablik í kvöld fer fram á Alfredo di Stéfano vellinum, sem karlalið Real lék á á síðustu leiktíð vegna framkvæmda á Santiago Bernabéu. Gengið illa í haust og leikmenn meiddir Real Madrid hefur gengið afar illa það sem af er leiktíð á Spáni og er aðeins með fjögur stig eftir sex umferðir, í 13. sæti, eftir að hafa endað í 2. sæti á síðustu leiktíð. Það er vatn á myllu Blika að mikið er um meiðsli í leikmannahópi Real sem til að mynda saknar sænska markaskorarans Kosovare Asllani auk þess sem aðeins einn eiginlegur miðjumaður aðalhóps félagsins er til taks. Engu að síður er ljóst að Blika bíður afar erfitt verkefni. Leikur Real Madrid og Breiðabliks hefst klukkan 19 í kvöld og hægt verður að horfa á beina útsendingu á Vísi. Í fyrstu umferð riðlakeppninnar tapaði Breiðablik 2-0 gegn PSG en Real vann úkraínska liðið Zhytlobud 1-0. Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Dagskráin í dag: VARsjáin og hafnabolti Sport Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Fleiri fréttir Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Sjá meira
Þó að karlalið Real Madrid sé það sigursælasta í sögu Meistaradeild Evrópu þá er kvennaliðið þar á nýjum slóðum. Ana Rossell, fyrrverandi leikmaður Atlético Madrid, hóf baráttu fyrir því undir lok síðustu aldar að stofnað yrði kvennalið undir hatti Real Madrid. Segja má að skref í þá átt hafi loks verið tekið þegar félagið TACÓN var stofnað árið 2014. TACÓN lék í næstefstu deild til ársins 2019 en fór þá upp í efstu deild og endaði í 10. sæti á sinni fyrstu leiktíð. Ljóst var frá byrjun að ráðamenn Real Madrid væru opnir fyrir þeim möguleika að taka yfir félagið og frá því var svo gengið í fyrrasumar. Breiðablik stóð vel í PSG í fyrsta leik sínum í riðlakeppninni en tapaði að lokum 2-0.vísir/vilhelm Ári áður, eða tímabilið 2019-2020, hóf TACÓN að spila á svæði Real Madrid og leikurinn við Breiðablik í kvöld fer fram á Alfredo di Stéfano vellinum, sem karlalið Real lék á á síðustu leiktíð vegna framkvæmda á Santiago Bernabéu. Gengið illa í haust og leikmenn meiddir Real Madrid hefur gengið afar illa það sem af er leiktíð á Spáni og er aðeins með fjögur stig eftir sex umferðir, í 13. sæti, eftir að hafa endað í 2. sæti á síðustu leiktíð. Það er vatn á myllu Blika að mikið er um meiðsli í leikmannahópi Real sem til að mynda saknar sænska markaskorarans Kosovare Asllani auk þess sem aðeins einn eiginlegur miðjumaður aðalhóps félagsins er til taks. Engu að síður er ljóst að Blika bíður afar erfitt verkefni. Leikur Real Madrid og Breiðabliks hefst klukkan 19 í kvöld og hægt verður að horfa á beina útsendingu á Vísi. Í fyrstu umferð riðlakeppninnar tapaði Breiðablik 2-0 gegn PSG en Real vann úkraínska liðið Zhytlobud 1-0.
Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Dagskráin í dag: VARsjáin og hafnabolti Sport Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Fleiri fréttir Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki