„Förum á fullu inn í leikinn og höfum fulla trú á okkur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. október 2021 13:30 Agla María Albertsdóttir í besta færi Breiðabliks í leiknum gegn Paris Saint-Germain fyrir viku. vísir/vilhelm Agla María Albertsdóttir segir að leikmenn Breiðabliks mæti fullir sjálfstrausts til leiks gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Breiðablik lék vel gegn Paris Saint-Germain í 1. umferð riðlakeppninnar en tapaði 0-2. Agla María segir að frammistaðan í þeim leik hafi gefið Blikum aukna trú á eigin getu fyrir komandi leiki í Meistaradeildinni. „Við tökum aðallega sjálfstraust út úr PSG-leiknum. Við allar áttuðum okkur á því að við eigum raunhæfa möguleika gegn þessum liðum og við eigum klárlega möguleika á morgun [í dag],“ sagði Agla María á blaðamannafundi í Madríd í gær. En hvað lærðu Blikar aðallega af leiknum gegn PSG fyrir viku? „Að við getum alveg staðið í þessum leikmönnum og það þýðir ekki að bera of mikla virðingu fyrir þeim. Bara fara á fullu inn í leikinn og hafa fulla trú á okkur. Og þá getur allt gerst í þessu,“ sagði Agla María. Hún segir liðsandann hjá Breiðabliki vera fyrsta flokks. „Það er mjög góður andi í hópnum. Eftir því sem liðið hefur á sumarið hefur hópurinn orðið þéttari og það er geggjað að vera í þessu liði,“ sagði kantmaðurinn sem var valinn besti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar á nýafstöðnu tímabili. Agla María hefur ekki áhyggjur af því að leikmenn Breiðabliks verði yfirspenntir í leiknum stóra í kvöld. „Auðvitað er spennustigið hærra fyrir svona leiki. En flestar í hópnum eru með ágætis reynslu og erum vanar að spila nokkuð stóra leiki, þannig að við höndlum það alveg. Það er ótrúlega skemmtilegt að spila á móti svona stóru liði og eins og ég hef oft áður sagt eru forréttindi að vera í þessari stöðu. Við erum fyrst og fremst komnar til að njóta og auðvitað að ná í úrslit,“ sagði Agla María að endingu. Leikur Real Madrid og Breiðabliks hefst klukkan 19:00 í kvöld og verður sýndur beint á YouTube. Hægt verður að nálgast útsendingu frá leiknum á Vísi. Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Dagskráin í dag: VARsjáin og hafnabolti Sport Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Fleiri fréttir Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Sjá meira
Breiðablik lék vel gegn Paris Saint-Germain í 1. umferð riðlakeppninnar en tapaði 0-2. Agla María segir að frammistaðan í þeim leik hafi gefið Blikum aukna trú á eigin getu fyrir komandi leiki í Meistaradeildinni. „Við tökum aðallega sjálfstraust út úr PSG-leiknum. Við allar áttuðum okkur á því að við eigum raunhæfa möguleika gegn þessum liðum og við eigum klárlega möguleika á morgun [í dag],“ sagði Agla María á blaðamannafundi í Madríd í gær. En hvað lærðu Blikar aðallega af leiknum gegn PSG fyrir viku? „Að við getum alveg staðið í þessum leikmönnum og það þýðir ekki að bera of mikla virðingu fyrir þeim. Bara fara á fullu inn í leikinn og hafa fulla trú á okkur. Og þá getur allt gerst í þessu,“ sagði Agla María. Hún segir liðsandann hjá Breiðabliki vera fyrsta flokks. „Það er mjög góður andi í hópnum. Eftir því sem liðið hefur á sumarið hefur hópurinn orðið þéttari og það er geggjað að vera í þessu liði,“ sagði kantmaðurinn sem var valinn besti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar á nýafstöðnu tímabili. Agla María hefur ekki áhyggjur af því að leikmenn Breiðabliks verði yfirspenntir í leiknum stóra í kvöld. „Auðvitað er spennustigið hærra fyrir svona leiki. En flestar í hópnum eru með ágætis reynslu og erum vanar að spila nokkuð stóra leiki, þannig að við höndlum það alveg. Það er ótrúlega skemmtilegt að spila á móti svona stóru liði og eins og ég hef oft áður sagt eru forréttindi að vera í þessari stöðu. Við erum fyrst og fremst komnar til að njóta og auðvitað að ná í úrslit,“ sagði Agla María að endingu. Leikur Real Madrid og Breiðabliks hefst klukkan 19:00 í kvöld og verður sýndur beint á YouTube. Hægt verður að nálgast útsendingu frá leiknum á Vísi.
Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Dagskráin í dag: VARsjáin og hafnabolti Sport Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Fleiri fréttir Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki