Birgitta og Gói koma Láru og Ljónsa á svið Þjóðleikhússins Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 13. október 2021 17:00 Birgitta Haukdal og Guðjón Davíð Karlsson vinna nú að jólasýningu fyrir börnin. Þjóðleikhúsið Birgitta Haukdal og Guðjón Davíð Karlsson sameina krafta sína í Þjóðleikhúsinu í vetur með barnasýningunni Lára og Ljónsi - jólasaga. Fyrstu Láru-bækurnar Birgittu komu út árið 2015 og hafa síðan þá verið vinsælar hjá ungum lesendum. „Ég á tvö börn og allt sem ég hef skrifað og gert hefur alltaf verið með þau í huga. Það að skapa eitthvað sem slær í gegn hjá þeim. Árið 2017 var stelpan mín tveggja ára og mér fannst vanta eitthvað skemmtilegt fyrir hana í leikhúsin og þá sérstaklega í kringum jólin. Þá kom upp sú hugmynd að skrifa jólaleikrit,“ segir Birgitta í samtali við Lífið. „Ég settist því við tölvuna og ákvað að skrifa hið fullkomna leikrit fyrir hana þar sem gleði, tónlist og jólaundirbúningurinn kæmu við sögu. Árið 2018 hef ég svo samband við Góa og fæ hann með mér í samstarf þar sem hann er einn af okkar bestu leikurum og hefur mikla reynslu af barnaleikhúsi og leikgerð fyrir börn. Við unnum því saman leikgerðina og ég fór í það að semja tónlistina við verkið. Þannig að þetta er búið að vera í nokkur ár í vinnslu.“ Um er að ræða jólaævintýri eftir Birgittu og Góa og verður sýningin á litla sviði Þjóðleikhússins. Leikverkið hentar vel yngstu áhorfendunum og er tilvalin skemmtun í aðdraganda jólanna. Birgitta Haukdal hefur samið ný lög fyrir leiksýninguna. Aldrei samið svona barnatónlist „Sýningin er hugsuð fyrir börn á aldrinum tveggja til sjö ára. Fullkomin sem fyrsta leiksýning barnsins þar sem leikhúsið er kynnt fyrir börnunum á fallegan hátt í öruggu og notalegu rými,“ segir Birgitta. „Lára og Ljónsi eru að lifna við í fyrsta skipti sem er ofsalega spennandi og búið að vera mjög gaman að vinna með Maríu ólafs sem hannar búningana. Ég hef aldrei samið svona barnatónlist áður og er það búið að vera ótrúlega skemmtilegt og lærdómsríkt. Vignir Snær minn góði vinur úr Írafár stjórnaði upptökunum og er tónlistarstjóri verksins. Við erum orðin ansi góð í því að vinna saman og unnum einmitt jólatónlistarbók Láru og Ljónsa saman sem kemur út á næstu vikum.“ Miðasala á sýninguna hefst á næstu dögum og sýningin verður frumsýnd í nóvember. „Verkið gerist á aðventunni og jólasveinarnir eru farnir að tínast til byggða og gefa börnum í skóinn. En eina nóttina hverfur Ljónsi, uppáhalds mjúkdýrið hennar Láru sem, eins og flestir vita, er enginn venjulegur bangsi. Hvað getur hafa orðið af Ljónsa? Getur verið að hvarf hans tengist jólasveinunum á einhvern hátt?“ segir um verkið á vef Þjóðleikhússins. Leikhús Menning Tengdar fréttir Gleymist oft að kynin eru ólík Birgitta Haukdal í ítarlegu viðtali um rithöfundaferil sinn. 28. nóvember 2018 09:00 Mest lesið Slappur smassborgari Gagnrýni Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Lífið Fleiri fréttir Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Sjá meira
„Ég á tvö börn og allt sem ég hef skrifað og gert hefur alltaf verið með þau í huga. Það að skapa eitthvað sem slær í gegn hjá þeim. Árið 2017 var stelpan mín tveggja ára og mér fannst vanta eitthvað skemmtilegt fyrir hana í leikhúsin og þá sérstaklega í kringum jólin. Þá kom upp sú hugmynd að skrifa jólaleikrit,“ segir Birgitta í samtali við Lífið. „Ég settist því við tölvuna og ákvað að skrifa hið fullkomna leikrit fyrir hana þar sem gleði, tónlist og jólaundirbúningurinn kæmu við sögu. Árið 2018 hef ég svo samband við Góa og fæ hann með mér í samstarf þar sem hann er einn af okkar bestu leikurum og hefur mikla reynslu af barnaleikhúsi og leikgerð fyrir börn. Við unnum því saman leikgerðina og ég fór í það að semja tónlistina við verkið. Þannig að þetta er búið að vera í nokkur ár í vinnslu.“ Um er að ræða jólaævintýri eftir Birgittu og Góa og verður sýningin á litla sviði Þjóðleikhússins. Leikverkið hentar vel yngstu áhorfendunum og er tilvalin skemmtun í aðdraganda jólanna. Birgitta Haukdal hefur samið ný lög fyrir leiksýninguna. Aldrei samið svona barnatónlist „Sýningin er hugsuð fyrir börn á aldrinum tveggja til sjö ára. Fullkomin sem fyrsta leiksýning barnsins þar sem leikhúsið er kynnt fyrir börnunum á fallegan hátt í öruggu og notalegu rými,“ segir Birgitta. „Lára og Ljónsi eru að lifna við í fyrsta skipti sem er ofsalega spennandi og búið að vera mjög gaman að vinna með Maríu ólafs sem hannar búningana. Ég hef aldrei samið svona barnatónlist áður og er það búið að vera ótrúlega skemmtilegt og lærdómsríkt. Vignir Snær minn góði vinur úr Írafár stjórnaði upptökunum og er tónlistarstjóri verksins. Við erum orðin ansi góð í því að vinna saman og unnum einmitt jólatónlistarbók Láru og Ljónsa saman sem kemur út á næstu vikum.“ Miðasala á sýninguna hefst á næstu dögum og sýningin verður frumsýnd í nóvember. „Verkið gerist á aðventunni og jólasveinarnir eru farnir að tínast til byggða og gefa börnum í skóinn. En eina nóttina hverfur Ljónsi, uppáhalds mjúkdýrið hennar Láru sem, eins og flestir vita, er enginn venjulegur bangsi. Hvað getur hafa orðið af Ljónsa? Getur verið að hvarf hans tengist jólasveinunum á einhvern hátt?“ segir um verkið á vef Þjóðleikhússins.
Leikhús Menning Tengdar fréttir Gleymist oft að kynin eru ólík Birgitta Haukdal í ítarlegu viðtali um rithöfundaferil sinn. 28. nóvember 2018 09:00 Mest lesið Slappur smassborgari Gagnrýni Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Lífið Fleiri fréttir Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Sjá meira
Gleymist oft að kynin eru ólík Birgitta Haukdal í ítarlegu viðtali um rithöfundaferil sinn. 28. nóvember 2018 09:00