Fótbolti

Arsenal og Lyon með stórsigra í Meistaradeildinni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Leikmenn Arsenal fagna sínu fjórða marki í kvöld.
Leikmenn Arsenal fagna sínu fjórða marki í kvöld. Catherine Ivill/Getty Images

Öllum fjórum leikjum dagsins er nú lokið í Meistaradeild kvenna í knattspyrnu. Í kvöldleikjunum unnu Arsenal 4-0 sigur gegn Hoffenheim í C-riðli, og Lyon 5-0 sigur gegn Benfica í D-riðli.

Kim Little kom Arsenal í 1-0 af vítapunktinum eftir rúmlega tuttugu mínútna leik áður en Tobin Heath tvöfaldaði forystuna í uppbítartíma fyrri hálfleiks.

Mörk frá Vivianne Miedema og Leah Williamson í seinni hálfleik sáu svo til þess að niðurstaðan varð 4-0 sigur Arsenal sem er nú í öðru sæti C-riðils með þrjú stig eftir tvo leiki.

Hoffenheim hefur einnig þrjú stig, en er með situr fyrir neðan Arsenal á innbyrgðis viðureignum.

Í leik Lyon og Benfica var það Kadeisha Buchanan sem kom Lyon í forystu á 29. mínútu áður en Danielle van de Donk breytti stöðunni í 2-0 tveimur mínútum seinna.

Melvine Malard skoraði þriðja mark Lyon á 53. mínútu og Catarina Macario bætti því fjórða við af vítapunktinum þremur mínútum síðar.

Kadeisha Buchanan skoraði sitt annað mark og fimmta mark Lyon þegar rúmar 25 mínútur voru til leiksloka og gerði þar með algjörlega út um leikinn.

Niðurstaðan varð 5-0 sigur Lyon sem er nú á toppi D-riðils með sex stig eftir tvo leiki. Benfica situr í þriðja sæti með aðeins eitt stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×