„Ég hélt að þetta væri grín“ Sindri Sverrisson skrifar 15. október 2021 13:00 Lionel Messi hlustar á Mauricio Pochettino á leik PSG gegn Lyon í haust. Getty/Mehdi Taamallah Mauricio Pochettino hélt að það væri verið að grínast í sér þegar honum var tjáð að hann myndi mögulega stýra Lionel Messi í liði PSG í vetur. Pochettino fékk símtal frá Leonardo, íþróttastjóra PSG, þegar franska félagið komst á snoðir um það að mögulegt væri að klófesta Messi. Hann kom frítt til félagsins 10. ágúst eftir að Barcelona hafði lýst því yfir að félagið gæti ekki gert nýjan samning við Messi vegna alvarlegra fjárhagsörðugleika. Messi, sem sex sinnum hefur unnið Gullknöttinn sem besti leikmaður heims, hefur því leikið með PSG í vetur eftir að hafa allan sinn feril verið hjá Barcelona. „Leonardo hringdi í mig og sagði: „Það er möguleiki þarna. Myndir þú vilja nýta hann eða ekki?“ Það er gott að hann skyldi hringja í mig. Ég sagði við sjálfan mig: „Er þetta spurning?“ Ég hélt að þetta væri grín. Auðvitað,“ sagði Pochettino við ESPN. „Ég sagði við hann: „Þarf ég að fara og ná í hann? Á ég að keyra bílinn?“ Og þá byrjuðu samningaviðræðurnar. Eftir þetta hringdi Leonardo á hverju kvöldi og sagði mér frá stöðunni,“ sagði Pochettino. Héldu allir að Messi yrði áfram í Barcelona Messi, sem er 34 ára, vildi vera áfram hjá Barcelona og var búinn að samþykkja nýjan fimm ára samning við félagið. Ekki fékkst hins vegar leyfi fyrir þeim samningi enda hefði launakostnaður Barcelona einn og sér þá verið 10% hærri en tekjurnar. „Það reiknuðu allir með því að Messi yrði áfram í Barcelona. Mörg félög, ef ekki öll, dreymdi um að fá Messi þegar ljóst varð að hann færi á frjálsri sölu. En frá því að PSG sýndi áhuga þá vildi Leo koma hingað. Það gerðist allt mjög hratt. Við verðum að hrósa vinnunni hjá Leonardo, forseta félagsins og fulltrúum þess sem tókst á 2-3 dögum að klára samning við besta leikmann heims,“ sagði Pochettino. Hann var einnig spurður út í Kylian Mbappé en samningur hans við PSG rennur út næsta sumar. Pochettino sagði franska félagið að sjálfsögðu ætla að reyna sitt besta til að halda Mbappé hjá félaginu en Real Madrid sækir það stíft að fá hann í sínar raðir. Franski boltinn Tengdar fréttir Messi: Eins og dómarinn geri þetta vísvitandi Brasilíumenn geta farið að bóka flug á HM í Katar eftir enn einn sigurinn í undankeppninni í Suður-Ameríku í nótt. Lionel Messi skaut á brasilískan dómara eftir 1-0 sigur Argentínu á Perú. 15. október 2021 07:31 Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fleiri fréttir Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjá meira
Pochettino fékk símtal frá Leonardo, íþróttastjóra PSG, þegar franska félagið komst á snoðir um það að mögulegt væri að klófesta Messi. Hann kom frítt til félagsins 10. ágúst eftir að Barcelona hafði lýst því yfir að félagið gæti ekki gert nýjan samning við Messi vegna alvarlegra fjárhagsörðugleika. Messi, sem sex sinnum hefur unnið Gullknöttinn sem besti leikmaður heims, hefur því leikið með PSG í vetur eftir að hafa allan sinn feril verið hjá Barcelona. „Leonardo hringdi í mig og sagði: „Það er möguleiki þarna. Myndir þú vilja nýta hann eða ekki?“ Það er gott að hann skyldi hringja í mig. Ég sagði við sjálfan mig: „Er þetta spurning?“ Ég hélt að þetta væri grín. Auðvitað,“ sagði Pochettino við ESPN. „Ég sagði við hann: „Þarf ég að fara og ná í hann? Á ég að keyra bílinn?“ Og þá byrjuðu samningaviðræðurnar. Eftir þetta hringdi Leonardo á hverju kvöldi og sagði mér frá stöðunni,“ sagði Pochettino. Héldu allir að Messi yrði áfram í Barcelona Messi, sem er 34 ára, vildi vera áfram hjá Barcelona og var búinn að samþykkja nýjan fimm ára samning við félagið. Ekki fékkst hins vegar leyfi fyrir þeim samningi enda hefði launakostnaður Barcelona einn og sér þá verið 10% hærri en tekjurnar. „Það reiknuðu allir með því að Messi yrði áfram í Barcelona. Mörg félög, ef ekki öll, dreymdi um að fá Messi þegar ljóst varð að hann færi á frjálsri sölu. En frá því að PSG sýndi áhuga þá vildi Leo koma hingað. Það gerðist allt mjög hratt. Við verðum að hrósa vinnunni hjá Leonardo, forseta félagsins og fulltrúum þess sem tókst á 2-3 dögum að klára samning við besta leikmann heims,“ sagði Pochettino. Hann var einnig spurður út í Kylian Mbappé en samningur hans við PSG rennur út næsta sumar. Pochettino sagði franska félagið að sjálfsögðu ætla að reyna sitt besta til að halda Mbappé hjá félaginu en Real Madrid sækir það stíft að fá hann í sínar raðir.
Franski boltinn Tengdar fréttir Messi: Eins og dómarinn geri þetta vísvitandi Brasilíumenn geta farið að bóka flug á HM í Katar eftir enn einn sigurinn í undankeppninni í Suður-Ameríku í nótt. Lionel Messi skaut á brasilískan dómara eftir 1-0 sigur Argentínu á Perú. 15. október 2021 07:31 Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fleiri fréttir Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjá meira
Messi: Eins og dómarinn geri þetta vísvitandi Brasilíumenn geta farið að bóka flug á HM í Katar eftir enn einn sigurinn í undankeppninni í Suður-Ameríku í nótt. Lionel Messi skaut á brasilískan dómara eftir 1-0 sigur Argentínu á Perú. 15. október 2021 07:31