Fjórar þjóðir vilja halda EM saman með stuðningi frá Íslandi og Færeyjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. október 2021 11:16 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir í leik á móti Evrópumeisturum Hollands á dögunum. Vísir/Hulda Margrét Knattspyrnusamband Íslands segir á heimasíðu sinni að fjórar af Norðurlandaþjóðunum ætli að senda inn sameiginlegt boð um að halda Evrópumót kvenna í knattspyrnu árið 2025 og íslenska sambandið mun koma að þessu líka. Þetta hefur legið lengi í loftinu og þrátt fyrir að Ísland geti ekki boðið upp á löglegan keppnisvöll þá fær Ísland að vera með. Fimm Norðurlandaþjóðir (Danmörk, Finnland, Ísland, Noregur og Svíþjóð) hafa tryggt sér sæti í lokakeppni EM 2022 sem fram fer á Englandi næsta sumar sem sýnir vel sterka stöðu norrænu landsliðanna inn á vellinum. KSÍ segir í frétt sinni á heimasíðunni að síðustu fjögur árin hafa knattspyrnusamböndin á Norðurlöndunum unnið náið saman að sameiginlegri umsókn um að halda lokakeppni stórmóts landsliða og hafa nú ákveðið að sækja um að halda lokakeppni EM kvenna 2025. Frá árinu 2018 var í fyrstu unnið saman að öflugri umsókn um að halda lokakeppni HM kvenna 2027. Á sama tíma hefur Knattspyrnusamband Danmerkur unnið að metnaðarfullri umsókn um að halda EM kvenna 2025. Nú verður breyting á þessu. Danmörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð hafa nú ákveðið að sækja um að halda EM kvenna 2025, með stuðningi Knattspyrnusambanda Færeyja og Íslands. Ljóst er að leikir í keppninni geta ekki farið fram í Færeyjum eða á Íslandi þar sem ekki eru til staðar leikvangar sem uppfylla sett skilyrði. Ljóst er að leikir í keppninni geta ekki farið fram í Færeyjum eða á Íslandi þar sem ekki eru til staðar leikvangar sem uppfylla sett skilyrði. https://t.co/ps55KWCcB3— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 15, 2021 „Við höfum unnið náið saman síðustu fjögur árin og erum öll með metnaðarfullar hugmyndir um þróun kvennaknattspyrnu. Við erum viss um að EM kvenna 2025 á Norðurlöndum verði frábær viðburður fyrir kvennaknattspyrnu – fyrir stuðningsmenn, leikmenn, aðra hagsmunaaðila og fyrir UEFA,” segir í fréttinni á heimasíðu KSÍ. Formaður danska sambandsins staðfestir þetta í samtali við fjölmiðla. „Við höfum ákveðið að senda inn boð um að halda EM kvenna 2025. Þetta eru þá Danmörk, Noregur, Svíþjóð og Finnland saman en með stuðningi frá Íslandi og Færeyjum,“ sagði Jesper Möller í viðtali við Ritzau fréttaveituna. Norge, Sverige, Danmark og Finland søker om å arrangere fotball-EM for kvinner i 2025 https://t.co/Cz5BxY9UH7— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) October 15, 2021 Danir voru að íhuga það að halda Evrópumótið einir en kvennakeppnin er alltaf að stækka og nýjar körfur frá evrópska knattspyrnusambandinu hafa gert það ómögulegt. „Okkar að mat er að með þessu getum við sett fram okkar sterkasta boð til að fá úrslitakeppnina til Norðurlanda. Það er best að leita eftir samvinnu með hinum Norðurlandaþjóðunum,“ sagði Möller. „Við byrjum á því að sýna fram á okkar áhuga en formlegur skilafrestur er síðan ekki fyrra en seinna í ár. Við teljum að það sé raunhæft fyrir okkur að fá keppnina 2025,“ sagði Möller. Knattspyrnusambönd Norðurlandanna hafa rætt hvaða lokakeppni þau vilja sækja um og niðurstaðan er að allur þungi verður lagður í umsókn um lokakeppni EM kvenna 2025. Formenn sambandanna bíða jafnframt frekari upplýsinga varðandi umsóknir um lokakeppni HM kvenna 2027. Framkvæmdastjórn UEFA mun ákveða hvar mótið verður haldið á fundi sínum í desember 2022. EM kvenna fór síðast fram í Hollandi sumarið 2017 en næsta keppni verður í Englandi næsta sumar. Svíar héldu keppnina einir sumarið 2013 og Finnar voru einir með hana sumarið 2009. Danir héldu hana árið 1991 en þá voru bara fjórar þjóðir í úrslitunum. Norðmenn og Svíar héldu fyrstu átta þjóða Evrópukeppnina saman sumarið 1997. KSÍ Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Fleiri fréttir Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira
Þetta hefur legið lengi í loftinu og þrátt fyrir að Ísland geti ekki boðið upp á löglegan keppnisvöll þá fær Ísland að vera með. Fimm Norðurlandaþjóðir (Danmörk, Finnland, Ísland, Noregur og Svíþjóð) hafa tryggt sér sæti í lokakeppni EM 2022 sem fram fer á Englandi næsta sumar sem sýnir vel sterka stöðu norrænu landsliðanna inn á vellinum. KSÍ segir í frétt sinni á heimasíðunni að síðustu fjögur árin hafa knattspyrnusamböndin á Norðurlöndunum unnið náið saman að sameiginlegri umsókn um að halda lokakeppni stórmóts landsliða og hafa nú ákveðið að sækja um að halda lokakeppni EM kvenna 2025. Frá árinu 2018 var í fyrstu unnið saman að öflugri umsókn um að halda lokakeppni HM kvenna 2027. Á sama tíma hefur Knattspyrnusamband Danmerkur unnið að metnaðarfullri umsókn um að halda EM kvenna 2025. Nú verður breyting á þessu. Danmörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð hafa nú ákveðið að sækja um að halda EM kvenna 2025, með stuðningi Knattspyrnusambanda Færeyja og Íslands. Ljóst er að leikir í keppninni geta ekki farið fram í Færeyjum eða á Íslandi þar sem ekki eru til staðar leikvangar sem uppfylla sett skilyrði. Ljóst er að leikir í keppninni geta ekki farið fram í Færeyjum eða á Íslandi þar sem ekki eru til staðar leikvangar sem uppfylla sett skilyrði. https://t.co/ps55KWCcB3— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 15, 2021 „Við höfum unnið náið saman síðustu fjögur árin og erum öll með metnaðarfullar hugmyndir um þróun kvennaknattspyrnu. Við erum viss um að EM kvenna 2025 á Norðurlöndum verði frábær viðburður fyrir kvennaknattspyrnu – fyrir stuðningsmenn, leikmenn, aðra hagsmunaaðila og fyrir UEFA,” segir í fréttinni á heimasíðu KSÍ. Formaður danska sambandsins staðfestir þetta í samtali við fjölmiðla. „Við höfum ákveðið að senda inn boð um að halda EM kvenna 2025. Þetta eru þá Danmörk, Noregur, Svíþjóð og Finnland saman en með stuðningi frá Íslandi og Færeyjum,“ sagði Jesper Möller í viðtali við Ritzau fréttaveituna. Norge, Sverige, Danmark og Finland søker om å arrangere fotball-EM for kvinner i 2025 https://t.co/Cz5BxY9UH7— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) October 15, 2021 Danir voru að íhuga það að halda Evrópumótið einir en kvennakeppnin er alltaf að stækka og nýjar körfur frá evrópska knattspyrnusambandinu hafa gert það ómögulegt. „Okkar að mat er að með þessu getum við sett fram okkar sterkasta boð til að fá úrslitakeppnina til Norðurlanda. Það er best að leita eftir samvinnu með hinum Norðurlandaþjóðunum,“ sagði Möller. „Við byrjum á því að sýna fram á okkar áhuga en formlegur skilafrestur er síðan ekki fyrra en seinna í ár. Við teljum að það sé raunhæft fyrir okkur að fá keppnina 2025,“ sagði Möller. Knattspyrnusambönd Norðurlandanna hafa rætt hvaða lokakeppni þau vilja sækja um og niðurstaðan er að allur þungi verður lagður í umsókn um lokakeppni EM kvenna 2025. Formenn sambandanna bíða jafnframt frekari upplýsinga varðandi umsóknir um lokakeppni HM kvenna 2027. Framkvæmdastjórn UEFA mun ákveða hvar mótið verður haldið á fundi sínum í desember 2022. EM kvenna fór síðast fram í Hollandi sumarið 2017 en næsta keppni verður í Englandi næsta sumar. Svíar héldu keppnina einir sumarið 2013 og Finnar voru einir með hana sumarið 2009. Danir héldu hana árið 1991 en þá voru bara fjórar þjóðir í úrslitunum. Norðmenn og Svíar héldu fyrstu átta þjóða Evrópukeppnina saman sumarið 1997.
KSÍ Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Fleiri fréttir Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira