„Við þekkjum öll vel baráttuna við þennan sjúkdóm af eigin raun og langar okkur að gefa til baka Þetta er í annað sinn sem við tökum höndum saman og þar sem þetta gekk vonum framar síðast þá ætlum við að safna einn meira núna,“ segir Stefán um bolina.
Framleiðslan fer fram á Englandi þar sem sjálfbærni og náttúruleg hráefni eru höfð að leiðarljósi, verksmiðjan er meðal annars knúin vindorku. Allar umbúðir eru lausar við allt plast og einungir notast við endurunnin efni.
Í tilefni af sölu bolanna og bleika deginum halda þau bleikt boð í versluninni í dag frá 17 til 19. Með kaupum á Takk fyrir bolnum styrkir fólk Bleiku slaufuna.
„Okkur langar að geta styrkt þetta frábæra starf hjá Krabbameinsfélaginu.“
