Lagið samdi Þórir Úlfarsson & textann samdi Kristján Hreinsson en kallaði textinn til Svölu þar sem hún tengir textann við kærleikann sem að hún veitir sjálfri sér og öllum í hennar lífi. Svala segir að mikilvægt sé að dæma ekki aðra í kringum sig heldur sýna öllum skilning, ást og umhyggju skilyrðislaust því að við erum öll mannleg og það sem að allir vilja er nákvæmlega kærleikann frá náunganum, að vera séð/ur og elskaður fyrir allt sem að maður er.

Svala er ekki hrifinn af því að tala aðra niður eða hlusta á aðra dæma fólkið í kringum sig og finnst Svölu ekkert meira heillandi en að umkringja sig sterkum konum sem að styðja hverja aðra, byggja hverja aðra upp og lifa í kærleikanum. Myndbandið er táknrænt fyrir Svölu þar sem hún býr í birtunnar brú og í þessu glæsilega myndbandi sýnir Svala á sér margar mismunandi hliðar með allskonar ævintýralegum búningum. Myndbandið er framleitt af Álfrúnu Kolbrúnardóttir.

Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.