Stuðningsmaðurinn sem hneig niður sagður stöðugur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. október 2021 22:01 Andre Marriner, dómari leiksins, ræðir við lögregluþjón í stúkunni. Stu Forster/Getty Images Óhugnalegt atvik átti sér stað í leik Newcastle og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þegar að stuðningsmaður Newcastle hneig niður. Stöðva þurfti leikinn um stund á meðan maðurinn fékk aðhlynningu, en nýjustu fréttir herma að líðan hans sé stöðug. Eftir rétt rúmlega 40 mínútna leik bjuggu leikmenn Tottenham sig undir að taka hornspyrnu. Á sama tíma tók Sergio Reguilon, bakvörður Tottenham, eftir því að ekki var allt með felldu uppi í stúku. Hann lét Andre Marriner, dómara leiksins, vita og hann stöðvaði leikinn. Andartökum seinna sást Eric Dier, varnarmaður Tottenham, taka sprettinn að sjúkrateymum liðanna, og í kjölfarið hlupu meðlimir þeirra með hjartastuðtæki í átt að stúkunni. Andre Marriner skipaði leikmönnum að fara inn í klefa á meðan stuðningsmaðurinn fékk aðhlynningu, en hann var svo fluttur á næsta sjúkrahús. Að lokum hélt leikurinn áfram, og gestirnir í Tottenham unnu 3-2 sigur. Nú fyrir skemmstu barst tilkynning frá Newcastle þar sem kemur fram að líðan mannsinns sé stöðug, og að hann sýni viðbrögð. „Félagið vill þakka stuðningsmönnunum fyrir skjót viðbrögð og að hafa vakið athygli á aðstæðum, og hrósa þeim sem framkvæmdu hjartahnoð. Ásamt því viljum við þakka læknateyminu á svæðinu sem brást hratt við og beitti nálægu hjartastuðtæki,“ segir meðal annars í tilkynningunni. #NUFC can confirm that a supporter who required emergency medical treatment during today's game at St. James’ Park is stable and responsive in hospital. 🙏— Newcastle United FC (@NUFC) October 17, 2021 „Ég sá að eitthvað slæmt hafði komið fyrir“ „Ég sá stuðningsmennina veifa og svo sá ég liggjandi mann,“ sagði Sergio Reguilon í samtali við BBC. „Ég sá að eitthvað slæmt hafði komið fyrir. Ég horfði á dómarann og hann stoppaði leikinn. Ég held að allt sé í lagi núna.“ „Þetta var mjög skrýtið, því við fórum inn í klefa og ég var að horfa á mann liggjandi í jörðinni. Ég var stressaður af því að mér líður ekki vel að sjá svona.“ Football is not the most important. Get well soon 💪🙏 pic.twitter.com/Ltwvxy7wrU— Sergio Reguilón (@sergio_regui) October 17, 2021 Enski boltinn Bretland England Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Sjá meira
Eftir rétt rúmlega 40 mínútna leik bjuggu leikmenn Tottenham sig undir að taka hornspyrnu. Á sama tíma tók Sergio Reguilon, bakvörður Tottenham, eftir því að ekki var allt með felldu uppi í stúku. Hann lét Andre Marriner, dómara leiksins, vita og hann stöðvaði leikinn. Andartökum seinna sást Eric Dier, varnarmaður Tottenham, taka sprettinn að sjúkrateymum liðanna, og í kjölfarið hlupu meðlimir þeirra með hjartastuðtæki í átt að stúkunni. Andre Marriner skipaði leikmönnum að fara inn í klefa á meðan stuðningsmaðurinn fékk aðhlynningu, en hann var svo fluttur á næsta sjúkrahús. Að lokum hélt leikurinn áfram, og gestirnir í Tottenham unnu 3-2 sigur. Nú fyrir skemmstu barst tilkynning frá Newcastle þar sem kemur fram að líðan mannsinns sé stöðug, og að hann sýni viðbrögð. „Félagið vill þakka stuðningsmönnunum fyrir skjót viðbrögð og að hafa vakið athygli á aðstæðum, og hrósa þeim sem framkvæmdu hjartahnoð. Ásamt því viljum við þakka læknateyminu á svæðinu sem brást hratt við og beitti nálægu hjartastuðtæki,“ segir meðal annars í tilkynningunni. #NUFC can confirm that a supporter who required emergency medical treatment during today's game at St. James’ Park is stable and responsive in hospital. 🙏— Newcastle United FC (@NUFC) October 17, 2021 „Ég sá að eitthvað slæmt hafði komið fyrir“ „Ég sá stuðningsmennina veifa og svo sá ég liggjandi mann,“ sagði Sergio Reguilon í samtali við BBC. „Ég sá að eitthvað slæmt hafði komið fyrir. Ég horfði á dómarann og hann stoppaði leikinn. Ég held að allt sé í lagi núna.“ „Þetta var mjög skrýtið, því við fórum inn í klefa og ég var að horfa á mann liggjandi í jörðinni. Ég var stressaður af því að mér líður ekki vel að sjá svona.“ Football is not the most important. Get well soon 💪🙏 pic.twitter.com/Ltwvxy7wrU— Sergio Reguilón (@sergio_regui) October 17, 2021
Enski boltinn Bretland England Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Sjá meira