Hipsumhaps tekur Lög síns tíma út af Spotify um áramót Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 19. október 2021 20:01 Fannar Ingi Friðþjófsson lagði allt undir við gerð nýjustu plötu Hipsumhaps. Vísir/Vilhelm Eftir áramót verður ekki hægt að hlusta á Hipsumhapsplötuna Lög síns tíma á Spotify eða öðrum streymisveitum. Platan er nú til sölu á síðu Hipsumhaps en verður ekki fáanleg frá 1. janúar. Síðan Hipsumhaps.is er komin í loftið og þar er hægt að eignast stafrænt eintak af plötunni áður en að hún fer út af streymisveitum þann 1. janúar 2022. Allur ágóði rennur til Votlendissjóðs,“ segir Fannar Ingi Friðþjófsson í samtali við Vísi. „Fólki finnst frekar djarft að ég sé að gera þetta við verk sem að ég hef lagt allt mitt í sölurnar við að skapa. En svo þegar samræðurnar eiga sér stað að þá er þetta fullkomið fyrir konseptið. Á endanum ræður það ferðinni.“ Langaði alltaf að spila meira Fannar segir að þetta hafi verið rökrétt ákvörðun með þessa plötu. „Hún meikar bara sens. Lög síns tíma. Það er eiginlega ekkert annað í stöðunni svona þegar þú pælir í því.“ Myndin sem prýðir plötuna er listaverk byggt á ljósmynd Ragnars Axelssonar ljósmyndara, sem skrásett hefur bráðnun jöklanna hér á landi síðustu áratugi. Eins og fram hefur komið hér á Vísi lagði Fannar allt undir við gerð plötunnar. „Fljótlega eftir fyrstu plötuna fann ég mikla löngun til þess að taka upp meiri tónlist. Bæði gekk okkur vel, platan fékk mikla athygli, og á tónleikum vorum við kannski búnir að spila öll lögin okkar níu og langaði að spila meira. Þannig að við enduðum oftast á að spila fyrsta lagið aftur. Það var smá steikt.“ Hér fyrir neðan má sjá myndbandið við lagið Þjást. Þurfum að lifa í sátt Hann segir að Votlendissjóður sé þakklátur fyrir framtakið. „Núna vona ég bara að platan seljist vel svo að þeirra starfsemi fái að njóta góðs. Þetta samstarf okkar er öðruvísi leið til þess að ná mikilvægum skilaboðum til hlustenda,“ útskýrir Fannar. „Í öllum þessum rússíbana við að vera tónlistarmaður í miðjum heimsfaraldri að þá spyr ég sjálfan mig stundum af hverju ég er að þessu og fyrir hverju stend ég. Þá er náttúran svolítið leiðandi þema því innan um okkar árekstra og átök að þá er hún alltaf æðri en okkar vandamál og við þurfum að læra að lifa í sátt og samlyndi með henni. Fólk er oft hrætt við það að ræða loftslagsmál og hlýnun jarðar en mér finnst það geta verið sameiningartákn fram veginn. Hugsa í lausnum.“ Fannar Ingi Friðþjófsson safnar fyrir góðan málstað með sölu plötunnar.Vísir/Vilhelm Öll tækifærin sem fóru í vaskinn 12. nóvember næstkomandi verða Hipsumhaps tónleikar í Hörpu. „Þessir tónleikar eiga rætur að rekja til 8. apríl 2020 og miðahafar þaðan hafa þurft að bíða í meira en eitt og hálft ár til að komast á tónleika með okkur. Þannig þau eru búin að fá uppfærslu á gömlu miðunum - tvöfalt lengra show,“ segir Fannar um tónleikana. „Ég hef lagt allt í sölurnar við að gera tónlist og elta drauminn. Tónleikarnir þann 12. nóvember verða táknrænir fyrir mig á svo marga vegu. Ég ætla að spila öll lögin mín eins og það sé í síðasta sin og hvet alla sem að fíla fyrstu plötuna, þessa plötu, og okkur almennt, til þess að fjölmenna og eiga góða kvöldstund. Við ætlum að taka út öll tækifærin sem að fóru í vaskinn síðasta eina og hálfa árið.“ Tónlist Umhverfismál Tengdar fréttir Ágreiningurinn leystur og fagnað með tónleikaferðalagi Aðdáendur Hipsumhaps geta tekið gleði sína á ný því platan, Lög síns tíma, er orðin aðgengileg á streymisveitunni Spotify á nýjan leik eftir að hafa verið fjarlægð í síðustu viku. Það vakti mikla athygli þegar nýjasta plata hljómsveitarinnar var fjarlægð sökum ágreinings á milli Fannars Inga Friðþjófssonar, forsprakka hljómsveitarinnar og plötuútgáfunnar Record Records. 2. júlí 2021 12:12 Nýjasta plata Hipsumhaps fjarlægð af Spotify vegna ágreinings Það hefur vakið athygli aðdáenda hljómsveitarinnar Hipsumhaps að nýjasta plata þeirra, Lög síns tíma, hefur verið fjarlægð af streymisveitunni Spotify. Platan kom út í síðasta mánuði. 28. júní 2021 13:11 Hipsumhaps gefur út nýja plötu Önnur breiðskífa Hipsumhaps er komin út ber heitið Lög síns tíma. Um er að ræða samtímaverk sem að hefur verið í vinnslu frá því að samkomubannið var sett á í mars á síðasta ári 31. maí 2021 09:44 Fjármagnaði plötuna með „sponsaðasta“ myndbandi Íslandssögunnar Hipsumhaps sendi í dag frá sér nýtt tónlistarmyndband við lagið Meikaða. Myndbandið er stútfullt af auglýsingum en sveitin fór frumlegar leiðir til þess að fjármagna útgáfu væntarlegrar plötu Hipsumhaps. 27. maí 2021 17:30 „Getur líka verið kvíði yfir því að manneskjan sé ekki að upplifa það sama“ Vísir frumsýnir í kvöld myndband við lagið Þjást með Hipsumhaps. Lagið er nú einnig komið út á Spotify og er af væntanlegri plötu Hipsumhaps. 12. apríl 2021 22:01 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Síðan Hipsumhaps.is er komin í loftið og þar er hægt að eignast stafrænt eintak af plötunni áður en að hún fer út af streymisveitum þann 1. janúar 2022. Allur ágóði rennur til Votlendissjóðs,“ segir Fannar Ingi Friðþjófsson í samtali við Vísi. „Fólki finnst frekar djarft að ég sé að gera þetta við verk sem að ég hef lagt allt mitt í sölurnar við að skapa. En svo þegar samræðurnar eiga sér stað að þá er þetta fullkomið fyrir konseptið. Á endanum ræður það ferðinni.“ Langaði alltaf að spila meira Fannar segir að þetta hafi verið rökrétt ákvörðun með þessa plötu. „Hún meikar bara sens. Lög síns tíma. Það er eiginlega ekkert annað í stöðunni svona þegar þú pælir í því.“ Myndin sem prýðir plötuna er listaverk byggt á ljósmynd Ragnars Axelssonar ljósmyndara, sem skrásett hefur bráðnun jöklanna hér á landi síðustu áratugi. Eins og fram hefur komið hér á Vísi lagði Fannar allt undir við gerð plötunnar. „Fljótlega eftir fyrstu plötuna fann ég mikla löngun til þess að taka upp meiri tónlist. Bæði gekk okkur vel, platan fékk mikla athygli, og á tónleikum vorum við kannski búnir að spila öll lögin okkar níu og langaði að spila meira. Þannig að við enduðum oftast á að spila fyrsta lagið aftur. Það var smá steikt.“ Hér fyrir neðan má sjá myndbandið við lagið Þjást. Þurfum að lifa í sátt Hann segir að Votlendissjóður sé þakklátur fyrir framtakið. „Núna vona ég bara að platan seljist vel svo að þeirra starfsemi fái að njóta góðs. Þetta samstarf okkar er öðruvísi leið til þess að ná mikilvægum skilaboðum til hlustenda,“ útskýrir Fannar. „Í öllum þessum rússíbana við að vera tónlistarmaður í miðjum heimsfaraldri að þá spyr ég sjálfan mig stundum af hverju ég er að þessu og fyrir hverju stend ég. Þá er náttúran svolítið leiðandi þema því innan um okkar árekstra og átök að þá er hún alltaf æðri en okkar vandamál og við þurfum að læra að lifa í sátt og samlyndi með henni. Fólk er oft hrætt við það að ræða loftslagsmál og hlýnun jarðar en mér finnst það geta verið sameiningartákn fram veginn. Hugsa í lausnum.“ Fannar Ingi Friðþjófsson safnar fyrir góðan málstað með sölu plötunnar.Vísir/Vilhelm Öll tækifærin sem fóru í vaskinn 12. nóvember næstkomandi verða Hipsumhaps tónleikar í Hörpu. „Þessir tónleikar eiga rætur að rekja til 8. apríl 2020 og miðahafar þaðan hafa þurft að bíða í meira en eitt og hálft ár til að komast á tónleika með okkur. Þannig þau eru búin að fá uppfærslu á gömlu miðunum - tvöfalt lengra show,“ segir Fannar um tónleikana. „Ég hef lagt allt í sölurnar við að gera tónlist og elta drauminn. Tónleikarnir þann 12. nóvember verða táknrænir fyrir mig á svo marga vegu. Ég ætla að spila öll lögin mín eins og það sé í síðasta sin og hvet alla sem að fíla fyrstu plötuna, þessa plötu, og okkur almennt, til þess að fjölmenna og eiga góða kvöldstund. Við ætlum að taka út öll tækifærin sem að fóru í vaskinn síðasta eina og hálfa árið.“
Tónlist Umhverfismál Tengdar fréttir Ágreiningurinn leystur og fagnað með tónleikaferðalagi Aðdáendur Hipsumhaps geta tekið gleði sína á ný því platan, Lög síns tíma, er orðin aðgengileg á streymisveitunni Spotify á nýjan leik eftir að hafa verið fjarlægð í síðustu viku. Það vakti mikla athygli þegar nýjasta plata hljómsveitarinnar var fjarlægð sökum ágreinings á milli Fannars Inga Friðþjófssonar, forsprakka hljómsveitarinnar og plötuútgáfunnar Record Records. 2. júlí 2021 12:12 Nýjasta plata Hipsumhaps fjarlægð af Spotify vegna ágreinings Það hefur vakið athygli aðdáenda hljómsveitarinnar Hipsumhaps að nýjasta plata þeirra, Lög síns tíma, hefur verið fjarlægð af streymisveitunni Spotify. Platan kom út í síðasta mánuði. 28. júní 2021 13:11 Hipsumhaps gefur út nýja plötu Önnur breiðskífa Hipsumhaps er komin út ber heitið Lög síns tíma. Um er að ræða samtímaverk sem að hefur verið í vinnslu frá því að samkomubannið var sett á í mars á síðasta ári 31. maí 2021 09:44 Fjármagnaði plötuna með „sponsaðasta“ myndbandi Íslandssögunnar Hipsumhaps sendi í dag frá sér nýtt tónlistarmyndband við lagið Meikaða. Myndbandið er stútfullt af auglýsingum en sveitin fór frumlegar leiðir til þess að fjármagna útgáfu væntarlegrar plötu Hipsumhaps. 27. maí 2021 17:30 „Getur líka verið kvíði yfir því að manneskjan sé ekki að upplifa það sama“ Vísir frumsýnir í kvöld myndband við lagið Þjást með Hipsumhaps. Lagið er nú einnig komið út á Spotify og er af væntanlegri plötu Hipsumhaps. 12. apríl 2021 22:01 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Ágreiningurinn leystur og fagnað með tónleikaferðalagi Aðdáendur Hipsumhaps geta tekið gleði sína á ný því platan, Lög síns tíma, er orðin aðgengileg á streymisveitunni Spotify á nýjan leik eftir að hafa verið fjarlægð í síðustu viku. Það vakti mikla athygli þegar nýjasta plata hljómsveitarinnar var fjarlægð sökum ágreinings á milli Fannars Inga Friðþjófssonar, forsprakka hljómsveitarinnar og plötuútgáfunnar Record Records. 2. júlí 2021 12:12
Nýjasta plata Hipsumhaps fjarlægð af Spotify vegna ágreinings Það hefur vakið athygli aðdáenda hljómsveitarinnar Hipsumhaps að nýjasta plata þeirra, Lög síns tíma, hefur verið fjarlægð af streymisveitunni Spotify. Platan kom út í síðasta mánuði. 28. júní 2021 13:11
Hipsumhaps gefur út nýja plötu Önnur breiðskífa Hipsumhaps er komin út ber heitið Lög síns tíma. Um er að ræða samtímaverk sem að hefur verið í vinnslu frá því að samkomubannið var sett á í mars á síðasta ári 31. maí 2021 09:44
Fjármagnaði plötuna með „sponsaðasta“ myndbandi Íslandssögunnar Hipsumhaps sendi í dag frá sér nýtt tónlistarmyndband við lagið Meikaða. Myndbandið er stútfullt af auglýsingum en sveitin fór frumlegar leiðir til þess að fjármagna útgáfu væntarlegrar plötu Hipsumhaps. 27. maí 2021 17:30
„Getur líka verið kvíði yfir því að manneskjan sé ekki að upplifa það sama“ Vísir frumsýnir í kvöld myndband við lagið Þjást með Hipsumhaps. Lagið er nú einnig komið út á Spotify og er af væntanlegri plötu Hipsumhaps. 12. apríl 2021 22:01