RAVEN steig á stokk á Stofutónleikum á Granda Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. október 2021 08:01 RAVEN steig á stokk í Stofutónleikunum. Ívar Eyþórsson Nágrannarnir Ólafsson gin og Alda Music standa í haust fyrir tónleikaröð með nokkrum af frískustu hljómsveitum og tónlistarfólki landsins. Tónleikarnir eru teknir upp í húsakynnum Ólafsson við Eyjarslóð á Grandanum og verða frumsýndir á Vísi. Nú er komið að þriðju tónleikunum í röðinni en það er RAVEN eða Hrafnhildur Magnea Ingólfsdóttir, söngkona og lagahöfundur, sem stígur á stokk. Hljómsveitin Flott og tónlistarmaðurinn Teitur Magnússon hafa þegar haldið Stofutónleika á Granda, sem sýndir voru hér á Vísi í síðustu og þarsíðustu viku. Tónleikarnir voru teknir upp að viðstöddum nokkrum gestum og eru ýmist rafmagnaðir eða órafmagnaðir. Hrafnhildur er ung og efnileg 23 ára söngkona og lagahöfundur frá Reykjavík. Hún byrjaði ung að syngja og koma fram og nam klassískan píanóleik mjög ung. Í kjölfarið fór hún þó að einbeita sér að söngnum og er búin að læra popp- og djasssöng og tónlist síðustu ár. Klippa: RAVEN - stofutónleikar Á seinni unglingsárum fór hún að semja eigin tónlist og gaf út sitt fyrsta lag árið 2017 sem heitir Found You. Best er að lýsa tónlist RAVEN sem órafmögnuðu singer-songwriter poppi með fallegum laglínum og með áherslum á skýrum textum sem fólk tengir við. RAVEN gaf út sína fyrstu EP plötu í Apríl síðastliðin og stefnir á nýtt efni í byrjun árs 2022. Tónlist Nýsköpun Reykjavík Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Nú er komið að þriðju tónleikunum í röðinni en það er RAVEN eða Hrafnhildur Magnea Ingólfsdóttir, söngkona og lagahöfundur, sem stígur á stokk. Hljómsveitin Flott og tónlistarmaðurinn Teitur Magnússon hafa þegar haldið Stofutónleika á Granda, sem sýndir voru hér á Vísi í síðustu og þarsíðustu viku. Tónleikarnir voru teknir upp að viðstöddum nokkrum gestum og eru ýmist rafmagnaðir eða órafmagnaðir. Hrafnhildur er ung og efnileg 23 ára söngkona og lagahöfundur frá Reykjavík. Hún byrjaði ung að syngja og koma fram og nam klassískan píanóleik mjög ung. Í kjölfarið fór hún þó að einbeita sér að söngnum og er búin að læra popp- og djasssöng og tónlist síðustu ár. Klippa: RAVEN - stofutónleikar Á seinni unglingsárum fór hún að semja eigin tónlist og gaf út sitt fyrsta lag árið 2017 sem heitir Found You. Best er að lýsa tónlist RAVEN sem órafmögnuðu singer-songwriter poppi með fallegum laglínum og með áherslum á skýrum textum sem fólk tengir við. RAVEN gaf út sína fyrstu EP plötu í Apríl síðastliðin og stefnir á nýtt efni í byrjun árs 2022.
Tónlist Nýsköpun Reykjavík Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira