RAVEN steig á stokk á Stofutónleikum á Granda Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. október 2021 08:01 RAVEN steig á stokk í Stofutónleikunum. Ívar Eyþórsson Nágrannarnir Ólafsson gin og Alda Music standa í haust fyrir tónleikaröð með nokkrum af frískustu hljómsveitum og tónlistarfólki landsins. Tónleikarnir eru teknir upp í húsakynnum Ólafsson við Eyjarslóð á Grandanum og verða frumsýndir á Vísi. Nú er komið að þriðju tónleikunum í röðinni en það er RAVEN eða Hrafnhildur Magnea Ingólfsdóttir, söngkona og lagahöfundur, sem stígur á stokk. Hljómsveitin Flott og tónlistarmaðurinn Teitur Magnússon hafa þegar haldið Stofutónleika á Granda, sem sýndir voru hér á Vísi í síðustu og þarsíðustu viku. Tónleikarnir voru teknir upp að viðstöddum nokkrum gestum og eru ýmist rafmagnaðir eða órafmagnaðir. Hrafnhildur er ung og efnileg 23 ára söngkona og lagahöfundur frá Reykjavík. Hún byrjaði ung að syngja og koma fram og nam klassískan píanóleik mjög ung. Í kjölfarið fór hún þó að einbeita sér að söngnum og er búin að læra popp- og djasssöng og tónlist síðustu ár. Klippa: RAVEN - stofutónleikar Á seinni unglingsárum fór hún að semja eigin tónlist og gaf út sitt fyrsta lag árið 2017 sem heitir Found You. Best er að lýsa tónlist RAVEN sem órafmögnuðu singer-songwriter poppi með fallegum laglínum og með áherslum á skýrum textum sem fólk tengir við. RAVEN gaf út sína fyrstu EP plötu í Apríl síðastliðin og stefnir á nýtt efni í byrjun árs 2022. Tónlist Nýsköpun Reykjavík Mest lesið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Nú er komið að þriðju tónleikunum í röðinni en það er RAVEN eða Hrafnhildur Magnea Ingólfsdóttir, söngkona og lagahöfundur, sem stígur á stokk. Hljómsveitin Flott og tónlistarmaðurinn Teitur Magnússon hafa þegar haldið Stofutónleika á Granda, sem sýndir voru hér á Vísi í síðustu og þarsíðustu viku. Tónleikarnir voru teknir upp að viðstöddum nokkrum gestum og eru ýmist rafmagnaðir eða órafmagnaðir. Hrafnhildur er ung og efnileg 23 ára söngkona og lagahöfundur frá Reykjavík. Hún byrjaði ung að syngja og koma fram og nam klassískan píanóleik mjög ung. Í kjölfarið fór hún þó að einbeita sér að söngnum og er búin að læra popp- og djasssöng og tónlist síðustu ár. Klippa: RAVEN - stofutónleikar Á seinni unglingsárum fór hún að semja eigin tónlist og gaf út sitt fyrsta lag árið 2017 sem heitir Found You. Best er að lýsa tónlist RAVEN sem órafmögnuðu singer-songwriter poppi með fallegum laglínum og með áherslum á skýrum textum sem fólk tengir við. RAVEN gaf út sína fyrstu EP plötu í Apríl síðastliðin og stefnir á nýtt efni í byrjun árs 2022.
Tónlist Nýsköpun Reykjavík Mest lesið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira